Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Blaðsíða 41
fer Bjarni Snæbjörnsson, sem var bekkjarbróðir Söru í leikaranámi við LHÍ. Auk þess leika 15 akureyrskir menntskælingar í sýningunni. „Þau búa til heiminn í verkinu. Leik- myndin er abstrakt, eins og við er að búast þegar verið er að búa til fútúr- ískan heim. Maður þarf að hafa hlut- ina opna. Þau segja okkur hvar við erum, hvernig við gerum hlutina í þessum heimi, hvernig allt virkar,“ segir Sara og tekur fram að tónlistin leiki einnig stórt hlutverk í að skapa heim verksins, en hún kemur úr smiðju Stefáns Arnar Gunnlaugs- sonar sem er betur þekktur sem Íkorni. „Ég held þetta sé flóknasti hljóðheimur sem skapaður hefur verið fyrir sýningu sem ég leikstýri. Af því heimur verksins er svona ab- strakt verðum við að skapa stemn- inguna með hljóðum og tónlist.“ Það er sjúklega erfitt Í ljósi þess að leika þarf ósýnilegt fólk á sviðinu liggur beint við að spyrja hvernig það sé útfært. „Það er sjúklega erfitt,“ segir Sara hlæj- andi og bætir við: „Við þurfum að notast við alls konar aðferðir. Ólíkar senur kalla á mismunandi lausnir. Við erum með alls konar töfrabrögð og leituðum aðstoðar hjá sjónhverf- ingamanni. Það fer mikil orka og tími í að láta ljós, búninga og gervi ganga upp til að gera fólk ósýnilegt,“ segir Sara og tekur fram að sér finn- ist ávallt skemmtilegast að gera sýn- ingar sem séu mikið fyrir augað. Leikmynd sýningarinnar er í hönd- um Brynju Björnsdóttur, Íris Egg- ertsdóttir hannar búninga, Katrín Mist Haraldsdóttir er höfundur sviðshreyfinga, myndband gerir Ragnar Hansson og lýsingu hannar Ingi Bekk. Dominque Gyða og Alexander Dantes í hlutverkum sínum sem Júnía og Núnó. ’Við erum með allskonar töfrabrögð ogleituðum aðstoðar hjásjónhverfingamanni. Bjarni Snæbjörns- son hvetur Alex- ander Dantes Er- lendsson áfram. 19.2. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 Baldvin Ingvar Tryggvason klar- ínettuleikari og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari flytja verk eftir m.a. Burgmüller, Debussy og Þorkel Sigurbjörnsson á tónleikum í Hörpuhorni á morgun, sunnudag, kl. 17. Aðgangur er ókeypis. Trainspotting verður sýnd á Svörtum sunnudegi annað kvöld kl. 20. Myndin sem frumsýnd var 1996 fjallar um til- raunir Marks Renton (Ewan McGregor) til að hætta neyslu heróíns. Leik- stjóri er Danny Boyle. Halldór Björn Runólfsson, fráfarandi safn- stjóri Lista- safns Íslands, leiðir gesti um sýningu á verk- um Sigurjóns Ólafssonar, sem ber heitið Samskeyt- ingar, á morg- un, sunnudag kl. 15. Michael Coppelov opnaði sýn- inguna Little Fictions í Mjólkur- búðinni í Listagilinu á Akureyri í gær. Hún er opin í dag og á morgun milli kl. 14 og 17 og er fyrsta einka- sýning hans hérlendis. Þjóðsögur og kynjaskepnur verða í fyrirrúmi á fjölskyldustund í Safnahúsinu við Hverfisgötu sem sérfræðingur Þjóðminjasafns Ís- lands stendur fyrir á morgun, sunnudag, kl. 14. Ókeypis aðgangur. MÆLT MEÐ Við trúum því að fegurðin sé lifandi, sköpuð úr tilfinningum og fulll af lífi. Alveg eins og náttúran sjálf. Til að viðhalda æskuljóma húðar þinnar höfum við tínt saman immortelle, blómið frá Korsíku sem aldrei fölnar. Divine Cream fegrar svipbrigði þín og hjálpar við að lagfæra helstu ummerki öldrunar. Húðin virðist sléttari, *Ánægja prófuð hjá 95 konum í 6 mánuði. Húðin virðist unglegri Mimi Thorisson er franskur matarbloggari. Divine Cream með Immortelle blómum HÚÐUMHIRÐA SKÖPUÐ FYRIR LIFANDI FEGURÐ Kringlan 4-12 | s. 577-7040 L’Occitane en Provence - Ísland Easy2Clean Mött veggmálning sem létt er að þrífa Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Svansvottuð betra fyrir umhverfið, betra fyrir þig

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.