Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Blaðsíða 34
Miðar á leiki EM kvenna eru til sölu á á midi.is og kosta þar 1.700 kr. í verðflokki 2. Einnig er hægt að kaupa miða á vefsíðu UEFA þar sem þeir kosta 10 til 30 evrur, eða frá 1.200 til 3.500 kr. Slóðin er www.weuro2017.nl/en/ticket-service. Miðaverði stillt í hóf FERÐALÖG 34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.2. 2017 Morgunblaðið/Eggert Ætlarðu að hvetja „stelpurnar okkar“ á EM í Hollandi? Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tekur þátt í lokakeppni Evrópumóts í sumar, í þriðja skipti í röð. Leikið verður í Hollandi. Mótið hefst sunnudaginn 16. júlí en Ísland hefur keppni tveimur dögum síðar, gegn Frökkum í Tilburg. „Stelpurnar okkar“ mæta liði Sviss laugardaginn 22. júlí í Doetinchem og síðasti leikur riðilsins verður miðvikudaginn 26. júlí gegn Austurríki í Rotter- dam. Icelandair, Gaman ferðir og Úrval Útsýn bjóða upp á nokkrar mismunandi ferðir á Evrópumótið, með eða án gistingar. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Íslensku landsliðskon- urnar fagna sæti á EM í Hollandi eftir öruggan sigur á Slóveníu í Laugardalnum í haust. Þegar hafnarborgin Rotterdam og knatt- spyrna eru nefnd í sömu andrá kemur markamaskínan Pétur Pétursson fyrst upp í hugann. Hann hélt þangað í víking ungur að árum, 1978, og vann hug og hjörtu stuðn- ingsmanna Feyenoord með frábærri frammistöðu. Seinna léku aðrir Akurnes- ingar, tvíburabræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, einnig með Feyenoord. Þriðji og síðasti leikur íslenska liðsins á EM verður gegn Austurríkismönnum á heimavelli hins Rotterdam-liðsins, Sparta, miðvikudaginn 26. júlí.  Icelandair býður tveggja daga ferð, flug og miða á leikinn, á 52.900 kr. en ef gisting og akstur bætist við kostar ferðin 118.900.  Gaman ferðir bjóða upp á tveggja nátta ferð til Amsterdam á 99.900 krónur. Inni- lega er beint flug, ferðir til og frá leikvelli og gisting á fjögurra stjarna hóteli með morg- unmat. Miðar á leikinn fylgja ekki með í kaupunum.  Vert er að geta þess að Icelandair býður upp á flug til Amsterdam 17. júlí og heim aftur 27. júlí (þannig að áhugasamir geti séð alla leiki Íslands í riðlinum) og miða á leik- ina, á 62.900. Rotterdam er í suðvesturhluta Hollands, mesta hafnarborg Evrópu. Íbúar eru um 620.000 en yfir milljón séu nærsveitir taldar með. Borgin vekur gjarnan athygli fyrir arkitektúr. Miðborgin eyðilagðist að stórum hluta í síðari heimsstyrjöldinni og uppbyggingin þótti takast afar vel. Eitt at- hyglisverðasta, nýja mannvirkið er matar- markaðurinn á myndinni. Byggingin er ein- stök enda umlukin íbúðum og skrifstofum. Hún var tekin í notkun 2014. ROTTERDAM Feta stelpurnar í fótspor markamaskínunnar Péturs? Óvenjulegur, yfirbyggður matarmarkaður í Rotterdam, þar sem líka er fjöldi veitingastaða. Mann- virkið var tekið í notkun haustið 2014 en markaðurinn er umlukinn 228 íbúðum og skrifstofum! Ljósmynd/Ossip van Duivenbode

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.