Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Blaðsíða 33
Á sýningu Tommy Hilfi- ger voru fyrirsæturnar með hvíta tóbaksklúta bundna um úlnliðinn. Táknar þetta hreyfinguna #TiedTogether. Þá hafa fjölmargir tekið upp á því á tískuvikunni að skreyta sig með hvítum tóbaksklút til þess að sýna ólíkum kynþáttum, trúar- brögðum og kynhneigð stuðning. AFP Það kemur kannski fáum áóvart að fatahönnuðir erumargir mjög pólitískir í línum sínum. Hönnuðir hafa verið duglegir við að koma skoðunum sínum á fram- færi varðandi nýkjörinn forseta Bandaríkjanna Donald. J. Trump, á tískuvikunni í New York. Þá hafa hönnuðirnir bæði tjáð sig við blaða- menn og einnig hafa þeir komið skoðunum sínum á framfæri í gegn- um fatnað. Málin sem virtust helst hafa áhrif voru innflytjendabannið, veggurinn á milli Mexíkó og Banda- ríkjanna og ummæli og gjörðir for- setans sem sýna kvenfyrirlitningu. Þá spilaði Cushnie et Ochs lagið „The Future Is Female“ undir sýn- ingu sinni og Michelle Smith, Adam Selman, Diane von Furstenberg og Anna Wintour sáust öll með nælur merktar „Fashion Stands With Planned Parenthood“ á fatnaði sín- um en Trump undirritaði tilskipun um að stöðva fjármagn frá alríkis- stjórninni til „Planned Parenthood“ á þeim forsendum að stofnunin veitir meðal annars ráðgjöf varðandi fóst- ureyðingar. Creatures of Comfort sýndi fyrirsætur klæðast peysum með áletruninni „We Are All Human Beings“ að framan og aftan. Christian Siriano prentaði setninguna „People are People“ á hvíta stuttermaboli sem hönn- uðurinn paraði við síð silkipils. Prabal Gurung, sem á ættir að rekja til Nepals, sýndi fatnað sem á stóð „Revolution has no bor- ders, I am an immigrant“ og „I am a Rosa.“ Alexander Wang lét prenta áletr- unina „No after party“ meðal annars á sokkabuxur í línunni sinni. Þar vísar hönnuðurinn í raunveruleikann að nýr forseti Bandaríkjanna sé tekinn við og að „partýið sé búið.“ Hönnuðir tjá skoðanir með tískufatnaði Tískuvikunni í New York, þar sem margir af helstuhönnuðum heims sýndu vetrarlínur sínar fyrir næsta vetur, lauk á föstudag. Margir hönn- uðir sýndu vanþóknun sína á nýjum forseta Bandaríkjanna í máli og í línum sínum. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Anna Wintour, ritstjóri bandaríska Vogue, er ein af þeim stjörnum sem báru nælu til stuðn- ings Planned Parenthood. Tískuhúsið Public School vakti athygli þegar þeir snéru út úr slagorði Trumps, „Make America great again“ með áletruninnni „Make America New York.“Á- letrunin var bróderuð á rauðar derhúfur og peysur. 19.2. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 Lindex 555 kr. Smart hringur. Penninn 130.394 kr. Multi Light frá Gubi er fallegt ljós sem hægt er að útfæra á fleiri en einn veg. Asos.co.uk 560 kr. Netsokkar eru ennþá mjög vinsælir. Zara 6.995 kr. Ég þrái loðna skó fyrir sumarið. Í þessari viku... Sigurborg Selma sigurborg@mbl.is Netasokkar eru enn ákaflega vinsælir. Sokkarnir poppa upp hversdagsklæðn- aðinn á fallegan hátt og passa mjög vel við, til að mynda, gallabuxur og sandala. Netaporter.com 326.000 kr. Dionysus leðurtaskan frá Gucci er ein sú allra fegursta. Vero Moda 3.490 kr. Þægileg skyrta í sniði sem hentar vel við þröngar gallabuxur. Gallerí 17 11.995 kr. Gallabuxur í tveimur litum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.