Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Blaðsíða 48
SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2017 Enda þótt Helena Eyjólfsdóttir sé ekki nema 75 ára spannar söngferill hennar ríflega sex áratugi, en hún byrjaði að skemmta opinberlega aðeins 12 ára gömul. Síðastliðið haust gaf hún út sína fyrstu eiginlegu sóló- plötu, með fulltingi Karls Olgeirssonar og Jóns Rafns- sonar, sem verða með Helenu í Hannesarholti á fimmtu- dagskvöldið. Helena flytur tónlist og spjallar við gesti. Helena hefur notið mikilla vinsælda alla tíð, ekki síst þegar hún söng með Hljómsveit Ingimars Eydals. „Einu sinni var svo troðið í Valaskjálf að föt lögreglumannanna voru gauðrifin eftir dansleikinn og búið að brjóta vaska og klósett. Maður var bara með móral,“ sagði Helena í viðtali við Morgunblaðið fyrir nokkrum árum þegar hún rifjaði upp vinsældir hljómsveitarinnar. Helena Eyjólfs- dóttir söngkona. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kvöldstund með Helenu Gestum Hannesarholts í Reykjavík býðst að njóta kvöldstundar með hinni ástsælu söngkonu Helenu Eyjólfsdóttur á fimmtudaginn kl. 20. Þegar enski togarinn Northern Chief frá Fleetwood ætlaði að sigla úr Reykjavíkurhöfn í febr- úar 1937 kom í ljós að tvo háseta vantaði en þeir höfðu fengið landvistarleyfi fyrr um daginn. Haft var samband við lögreglu og henni falið að finna mennina og koma þeim um borð. „Lögreglan fann hásetana á kaffihúsinu „Öldunni“ hjer í bænum, og voru þeir undir áhrif- um víns, sjerstaklega var annar mikið drukkinn,“ sagði í frétt Morgunblaðsins, 19. febrúar. „Það var um kl. 5 síðd. í gær að lögreglan kom með mennina um borð, og bjóst þá skipið strax til brottfarar.“ Töf varð þó á siglingunni enda var hinn drukkni maður í all- æstu skapi. „Skömmu eftir að hásetarnir voru komnir um borð, hljóp hinn drukni maður upp í aftursiglu skipsins, og fell þaðan niður á þilfarið, og lá þar sem dauður væri. Þegar var gert boð eftir sjúkrabíl og lækni, og ekið með hinn slasaða mann á spítala. Við bráðabirgðaskoðun á manninum í gær var ekki hægt að sjá að hann væri neitt brot- inn. Hinsvegar varð ekki rann- sakað til hlítar hve mikil voru meiðsli hans, því maðurinn var svo dauðadrukkinn og æstur, að engu tauti varð hægt við hann að koma.“ GAMLA FRÉTTIN Ölóður háseti Reykjavíkurhöfn 1947, tíu árum eftir að æðið rann á breska sjómanninn. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon ÞRÍFARAR VIKUNNAR Conor McGregor bardagakappi Aron Einar Gunnarsson fyrirliði fótboltalandsliðsins Davíð Arnórsson bakari Skeifunni 8 | Sími 588 0640 t ma aus s og lampar Flos 2097 Gini Sarfatti 1958 verð frá 199.000,- Spunlight T2 – Sebastian Wrong, 2003 verð frá 139.000,- Romeo Louis II S2 Philippe Starck 2003 verð 233.000,- Smithfield S Jasper Morrison, 2009 verð frá 119.000,- Taccia Castiglioni, 1962 verð frá 289.000,- Gibigiana Castiglioni, 1980 verð 58.000,- Rosy angelis, Philippe Starck 1994 verð 71.900,- Ray F2 Rodolfo Dordoni, 2006 verð 199.000,- FLOS 265 Paolo Rizzatto 1973 verð 110.000,- ARCO Led Pier Giacomo Castiglioni 1962 verð 319.000,-

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.