Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Blaðsíða 28
Ljúffengur matarilmurinn lá í loftinuþegar gestirnir mættu í matarboð íSkuggahverfinu til Ragnhildar Benediktsdóttur lögfræðings. Af níundu hæðinni var gott útsýni yfir Esjuna og sjó- inn og Harpa blasti við og skipti reglulega um lit. Mættar voru svokallaðar lögfræði- systur og þrír eiginmenn sem fengu að fljóta með. Köllum okkur lögfræðisystur „Við útskrifuðumst úr lögfræðinni á ár- unum 1983 til 1985. Við urðum vinkonur í háskólanum þó svo að við værum ekki all- ar á sama ári,“ segir Ragnhildur og segir þær alltaf hafa haldið hópinn síðan. „Við fórum ekki að hittast reglulega fyrr en fyrir tíu árum en þá byrjuðum við að hitt- ast í hádeginu einu sinni í mánuði. Við köll- um okkur lögfræðisystur,“ segir hún. „Nú ákvað ég að halda matarboð og fá eigin- mennina með. Við höfum sjaldan gert það en höfum farið öll saman á veitingastaði og í sumarbústaðarferðir,“ segir Ragnhildur en reyndar gátu aðeins þrír karlmenn mætt í boðið af sjö eiginmönnum. Spurð um umræðuefnin segir hún: „Lögfræði- systur tala um daginn og veginn, leik- húsin, bækur, pólitík og líkamsræktina. Það er lítið talað um lögfræði núorðið en auðvitað tölum við líka um það sem er efst á baugi í þjóðfélaginu.“ Ítalskir réttir vöktu mikla lukku Ragnhildur ákvað að hafa matinn í hollari kantinum. „Þetta var ítalskt kvöld. Mig langaði að elda mat sem ekki væri löðrandi í smjöri og rjóma eins og oft er hjá manni, hafa þetta fitulitla og holla máltíð. Það eru allir að reyna að borða hollan mat á þess- um árstíma. Gerði þó smá undantekningu og hafði mascarpone-rjóma með ítölsku kökunni. Það var ekki í uppskriftinni en passaði vel með. Ítalska súkkulaðikakan er ekki eins sæt og sú franska,“ segir hún. „Ég var að elda nánast allt í fyrsta sinn og þetta heppnaðist mjög vel. Það var líka virkilega gaman að hafa karlana með, þeir féllu auðvitað alveg inn í hópinn enda þekkjumst við öll svo vel.“ Ragnhildur skemmti sér yfir pottunum. Lilja Ólafsdóttir, Anna Guðrún Björnsdóttir, Jón Finnbjörnsson, Erla Árnadóttir, Már Guðmundsson, Anna Mjöll Karlsdóttir, Elsa Þorkelsdóttir, Sigrún Benediktsdóttir, Þórður Magnússon, Birna Björnsdóttir, Halla Bachmann Ólafsdóttir og Ragnhildur Benediktsdóttir. Í hópinn vantar Önnu Theodóru Gunnarsdóttur, Margréti Heinreksdóttur og Unni Gunnarsdóttur sem eru hluti af lögfræðisystrum. Ítalskt kvöld lögfræðisystra Þær eru tólf, lögfræðisysturnar, sem haldið hafa hópinn í rúm 30 ár. Að þessu sinni hittust þær níu og þrír eiginmenn í matarboði hjá Ragnhildi Benediktsdóttur sem töfraði fram ítalska rétti í röðum. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.isÞórður, Már og Jón slá á létta strengi. ’Mig langaði að elda mat sem ekki væri löðrandi í smjöri og rjómaeins og oft er hjá manni, hafa þetta fitulitla og holla máltíð. Þaðeru allir að reyna að borða hollan mat á þessum árstíma. 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.2. 2017 MATUR Fyrir 12 2-3 msk. ólífuolía 2 kg lambakjöt, af innanlær- isvöðva, (vel hangið), skorið í teninga gróft salt og nýmalaður pipar 6 hvítlauksrif, söxuð smátt 3 msk. fersk óreganó lauf, skorin smátt 1 tsk. rauðar piparflögur, marðar (red pepper flakes), magn fer eftir smekki 2 bufflaukar, skornir smátt 3 rauðar paprikur, grillaðar í ofni, húðin tekin af og skorn- ar í bita 3 pakkar sveppir, skornir í sneiðar 3 bollar þurrt hvítvín 1½ bolli steinlausar grænar ólífur, skornar gróft 6 tsk. kapers, skolað rifinn sítrónubörkur af 1 sí- trónu smá steinselja, til skreytingar Hitið olíu í stórri pönnu eða potti á háum hita. Kryddið lambið með salti og pipar. Setjið kjötið út á pönnuna og steikið í nokkr- ar mínútur á öllum hliðum. Bætið þá við óreganó lauf- um og rauða piparnum og hrærið. Takið kjötið af pönnunni og setjið í pott. (Ef eldað er fyrir marga þarf að steikja kjötið í nokkrum hollum.) Hitið olíu aftur á pönn- unni, lækkið hitann í miðl- ungshita og setja laukinn, hvítlaukinn, paprikubitana og sveppina á pönnuna, saltið og piprið. Látið malla þar til græn- metið byrjar að mýkjast, í u.þ.b. 5 mínútur. Hellið þá hvítvíni á pönn- una og skafið vel botninn. Hrærið þá saman við ka- pers, ólífum og sítrónu- berki. Látið suðuna koma upp og látið sjóða af þessu vökvanum, í 3-5 mínútur. Þessu er síðan blandað saman við kjötið í pott- inum. Látið malla í 45-60 mínútur eða þar til kjötið er mjúkt. Berið fram með hrísgrjónum (pilaf) og létt- soðnu brokkólí. Skreytið með steinselju. Uppskrift er frá Guy Fieri. HRÍSGRJÓNA „PILAF“ (miðað við fjóra) 1 laukur 2 msk. smjör 1 bolli löng grjón 2 bollar kjúklingasoð ½ tsk. salt Svissið laukinn í potti í smjörinu. Setjið hrísgrjónin saman við og hrærið og lát- ið malla þar í u.þ.b. fimm mínútur. Hellið kjúklinga- soði út í. Hitið að suðu og minnkið þá hitann. Setjið lok á pottinn og látið malla í 16 mínútur á lágum hita, ekki má opna pottinn á meðan. Takið af hellunni og látið standa í 5 mínútur með lokinu. Berið fram með kjötinu. Lambaréttur frá Sikiley

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.