Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Blaðsíða 22
HÖNNUN Bandaríska götutískumerkið Supreme sendi nýverið frá sér-staka útgáfu Stool 60 stólsins sem hannaður var af Arne Jacob-sen á 4. áratug síðustu aldar. Á sérstöku útgáfunni lét Supreme þekkta grafík hússins á setuna ásamt vörumerki fyrirtækisins. Sérstök útgáfa Stool 60 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.2. 2017 Margrét María Leifsdóttir er mikil ævintýra-manneskja með áhuga á öllu mögulegu. „Éger fiðlusmiður og verkfræðingur að mennt en er nú í garðyrkjuskólanum í Hveragerði og er að vinna að nýrri prjónabók. Svo sjáum við bara hvert lífið leiðir mig,“ svarar hún, spurð hver séu hennar helstu áhuga- mál. Stíllinn á heimilinu er persónulegur með skandinav- ískum áhrifum. Margrét segir þægindi og notagildi skipta miklu máli þegar heimilið er innréttað auk þess að hlutir sem koma inn á heimilið passi inn í það sem fyrir er. „Svo finnst mér mjög mikilvægt að eitthvað komi manni aðeins á óvart.“ Hún segist forðast það að kaupa inn á heimilið á ein- um stað. „Ég kaupi hluti sem mér finnst fallegir þegar ég rekst á þá og stundum einn og einn hlut á ferðalögum. Ef ég fæ hugmynd að einhverju sérstöku sem mig lang- ar í leita ég uppi eitthvað sem líkist því og ef ég finn það ekki getur verið að ég búi það til,“ útskýrir Margrét sem skoðar mikið internetið þegar hún leitar að innblæstri inn á heimilið og þá aðallega vefsíðurnar Instagram og Pinterest. „Nokkrar heimasíður skoða ég líka reglulega: designsponge.com, monsterscircus.com, poppytalk.com og fleiri.“ Aðspurð hver sé uppáhaldsstaður Margrétar á heim- ilinu nefnir hún stofuna. „Stofan er svona miðpunktur, þar er allt. Krakkarnir leika sér og læra og ég er með vinnuborð þar,“ segir hún bætir við að sófinn sé eins- konar griðastaður fjölskyldunnar. „Sófinn, þar getum við legið öll í kös.“ Þá segir hún einnig aðspurð besta kostinn við hverfið sitt Ægisíðuna og nálægðina við sjó- inn og fjöruna. Morgunblaðið/ Kristinn Magnússon Notalegt heimili í nálægð við sjóinn Margrét María Leifsdóttir og Guðmundur Pálsson búa ásamt börnum sínum á fallegu heimili í Vesturbænum þar sem persónulegur stíll nýtur sín með skandinavískum áhrifum. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Skemmtileg vinnuaðstaða í miðrými heimilisins. Margrét María Leifsdóttir segir þægindi og notagildi skipta miklu máli þegar heimilið er innréttað. Heimilið liggur vel við birtu. Margrét leggur áherslu á að hlutir sem koma inn á heimilið passi inn í það sem fyrir er.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.