Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Blaðsíða 26
MATUR Talið er að súkkulaði geti bætt skapið, en í kakóbaunum er efni semhefur góð áhrif á andlega líðan. Þannig að ef þú ert niðurdreginn gæti einn súkkulaðimoli hjálpað. Veldu súkkulaði með miklu kakói. Súkkulaði fyrir skapið 26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.2. 2017 Kornflexmarengs með ávaxta- og makkarónurjóma Súkkulaði- og kókoskaka með hindberjarjóma KAKAN 60 g dökkt súkkulaði, saxað smátt 70 g kakóduft 1 msk kaffi 180 ml heitt vatn 240 ml kókosmjólk 180 hveiti 1 tsk lyftiduft ½ tsk matarsódi 1 tsk salt 85 g smjör, bráðið 300 g sykur 2 egg, við stofuhita Setjið súkkulaði, kakóduft og kaffi í stóra skál sem þolir hita og hellið síðan heitu vatninu yfir. Látið standa í um 5 mínútur eða þar til súkkulaðið er bráðið. Blandið saman. Bætið síðan kókosmjólkinni saman við. Setjið hveiti, lyftiduft, matar- sóda og salt saman í aðra skál og blandið saman. Blandið því næst smjöri og sykri í 3 mínútur í enn aðra skál og blandið eggjunum saman við einu í einu og hrærið vel. Bætið síðan þurrefnunum varlega saman við og að lokum síðustu skálinni þar til allt er vel blandað saman. Setjið í smurt 24 cm form og bakið í 175°C heitum ofni í um 25 mínútur. Leyfið kökunni að kólna í um 10 mín- útur og skerið hana síðan í tvennt þannig að þið hafið 2 botna. HINDBERJARJÓMI 200 g hindber 4 msk sykur 200 g mascarpone 1 peli rjómi, þeyttur 3 tsk vanillusykur börkur af 1 sítrónu, fínrifinn Hitið hindberin í potti ásamt smá sykri og stappið þau í mauk. Blandið mascarpone, van- illusykri og sítrónuberki saman í skál. Setjið síðan þeytta rjómann varlega saman við. Setjið helminginn af rjómanum á milli botnanna og hinn helming- inn ofaná. Skreytið e.t.v. með ferskum hindberjum. Frá grgs.is. 2 l vanilluís 30 makkarónur 2 dl Baileys 200 g dökkt súkkulaði, saxað 2 dl rjómi jarðarber Myljið makkarónurnar og hellið Baileys yfir þær. Látið standa í um 30 mínútur. Látið ísinn standa þar til hann er orðinn mjúkur, takið smá af makkarónumulningnum frá fyrir skraut í lokin en blandið afgang- inum saman við ísinn. Setjið helminginn af ísnum í smelluform og stráið Baileys- makkarónum yfir allt og endið á að setja hinn helminginn af ísnum yfir makkarónurnar. Geymið í frysti. Takið úr frysti og berið fram með þeyttum rjóma og jarðarberjum. Frá grgs.is. Ískaka með Baileys-makkarónukurli BOTNAR 200 g sykur 50-60 g kornflex 4 eggjahvítur 1 tsk. lyftiduft MAKKARÓNURJÓMI 8 makkarónukökur, muldar 100 g suðusúkkulaði fersk ber að eigin vali (t.d. jarðarber, vínber, hindber) 500 ml rjómi, þeyttur SÚKKULAÐIKREM 100 g suðusúkkulaði 2 eggjarauður 1 dl rjómi, óþeyttur Gerið botnana með því að stíf- þeyta eggjahvítur og sykur. Bætið lyftidufti og kornflexi varlega sam- an við. Setjið í tvö lausbotna form með bökunarpappír. Bakið í 160 °C heitum ofni í um 50 mínútur. Blandið saman þeyttum rjóma, ávöxtum og makkarónukökunum ásamt suðusúkkulaði og setjið á milli botnanna. Gerið kremið með því að þeyta eggjarauður þar til þær eru orðnar léttar og ljósar. Bræðið suðusúkku- laðið og hrærið varlega saman við og að lokum er rjómanum bætt við. Látið kremið standa í ísskáp í smá stund svo það leki síður. Skreytið kökuna með ferskum ávöxtum og njótið. Frá grgs.is Helgarbomburnar! Líklega eru margir orðnir þreyttir á heilsufæði í upphafi árs og þrá eitthvað aðeins sætara. Þá er tilvalið að skella í eina hnallþóru um helgina og njóta! Á vefsíðu hjá Gulur, rauður, grænn & salt má finna nokkrar girnilegar kökur sem munu slá í gegn. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Ljósmyndir/grgs.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.