Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Blaðsíða 14
Birta við eitt af verkum sín- um á vinnustofu sinni en þau Jón Páll eru með sitt hvora vinnustofuna á heimilinu. Birta: „Persónulegra finnst mér auð- veldara að kynnast Spánverjum en Íslendingum því þeir eru duglegri að gefa sig að manni. Kannski ef maður væri ekki með krakka væri maður vinalausari en hér er mjög algengt að foreldrar bekkjarsystkina myndi vin- áttusamband.“ Jón Páll: „Hér þekkist það ekki að foreldrarnir forðist að heilsast við fatahengið í skólanum. Eða að allir hími hver í sínu horni á vorhátíðum í leikskólanum og óski þess eins að enginn tali við þá.“ Birta: „Það er mjög spaugilegt að á biðstofum þar sem fólk er saman- komið að bíða eftir lækninum sínum til dæmis, eru allir komnir í hróka- samræður eins og gamlir vinir.“ Jón Páll: „Megnið af okkar vinum er þó útlendingar eins og við, í svip- aðri stöðu. Fólk sem hefur búið í Barcelona eða sveitinni í kring í mörg ár. Spænsku vinirnir okkar hafa val- ist meira eftir enskukunnáttu því þótt við séum sæmileg í spænskunni þá er hún ekki á þeim stað að við getum tekið þátt fljúgandi matarboðs- umræðum. Loksins þegar maður er búinn að setja saman skemmtilegt svar við einhverju er löngu búið að skipta um umræðuefni.“ Afar ólíkt líf og var á Íslandi Hvernig er dagleg rútína hjá ykkur? Birta: „Hún er mjög ólíkt lífinu sem við áttum á Íslandi, þar sem við vorum bæði að vinna úti allan daginn. Því þótt við séum með okkar fyrir- tæki ennþá þá rekum við þau bara hér heima hjá okkur. Jón Páll fer reyndar inn í borgina einu sinni í viku að tattúvera en annars er ég með vinnustofuna mína hér á niðri og hann með vinnustofuna sína uppi á efri hæðinni, þannig að við þurfum ekki að hanga með hvort öðru allan daginn. En við hittumst þó alltaf í há- degismat í eldhúsinu.“ Jón Páll: „Síðan koma dagar þar sem maður festist við að teikna við borðstofuborðið ef krakkarnir eru veikir og Birta kannski í sófanum að vinna einhverjar myndir.“ Birta: „Já, já, við erum svo sem úti um allt hús en mín vinna, sérstaklega saumaskapurinn, getur verið svo rosalega sóðaleg, þannig að ég er bara vel sett með það inni hjá mér. En ég fer líka reglulega inn í borgina, fæ hugmyndir, leita innblásturs og finn efni sem er mjög gaman.“ Þau Jón Páll og Birta voru bæði að sjá ákveðinn afrakstur erfiðisins um jólin en Vargöld varð þá fyrsta hrein- ræktaða myndasagan fyrir ungmenni og fullorðna til að hljóta tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Þrátt fyrir að flestir tengi Jón Pál við tattúlist þá er hann lærður í gamal- dags teiknimyndagerð í Kanada og hefur komið víða annars staðar við, hannaði meðal annars útlit fyrir Eve Online, vann við auglýsingagerð, starfaði hjá Latabæ og raunar er Vargöld ekki hans fyrsta teikni- myndasaga heldur gerði hann teikni- myndaseríubækur fyrir Latabæ fyrir um 20 árum. Birta opnaði vefverslun sína með nýja fatamerkinu By Birta, by- birta.com um svipað leyti og Vargöld fékk tilnefninguna. Þegar viðtalið er tekið hefur gengið það vel að í augnablikinu er allt upp- selt svo þetta er að rúlla vel af stað. Birta segir tímann verða að leiða það í ljós hvað verði en hún sé að fara aðr- ar leiðir en áður. Hana langi til að gera fáar flíkur í einu, leggja mikla ást í þær og vera í persónulegri sam- skiptum við kúnnann. „Það muna ein- hverjir eftir mér og þekkja vöruna mína þannig að maður er heppinn að hafa það forskot,“ segir Birta. Jón Páll: „Við byrjuðum á Vargald- arbókinni sem kom út núna fyrir jólin fyrir þremur árum og það tók alveg tvö ár að vinna hana. Það þarf að vera stífur gangur í bókavinnunni til að það sé hægt að ná bók fyrir hver jól eins og ætlunin er.“ Skyndilega er gargað og gólað á „mömmu“ og „pabba“ til skiptis, börnin greinilega komin heim úr skól- anum. Eða ekki. Páfagaukurinn Paco er sá sem vantar athygli. Jón Páll segir að auk þess að kunna að kalla svona á þau sé Paco líka búinn að læra það af heimilishundinum að gelta. Auðvitað vantar bara nýja uglu til að fullkomna heimilislífið, maður sér það nú. Undirrituð var með Birtu í 9 ára bekk og við bekkjarsystkini hennar vissum öll að við vorum með óvenju- legri hæfileikamanneskju í bekk. Birta var teiknari af guðs náð og stundum mátti vart sjá á milli hvort um ljósmynd væri að ræða eða mynd málaða af níu ára barni. Þessir óvenjulegu listrænu hæfi- leikar eru vöggugjafir þeirra beggja, Birtu og Jóns Páls en Birta segir sig hafa langað lengi að spreyta sig af meiri krafti málaralistinni. Hún skellti sér í stutt nám í Barcelona Academy of Art til að fá meiri innsýn í þann heim og tók einnig þátt í keppni á vegum eins virtasta lista- safns Spánar, Meam-safnins í Barce- lona, fyrir tveimur árum. Úr um 3.000 myndum voru 50 myndir valdar til að fara áfram í keppnina og var Birtu mynd þeirra á meðal, í 14. sæti. Hafið þið miklar skoðanir á vinnu hvort annars? Birta: „Já, og við hlustum vel á Það er alltaf fjörugt í garðinum en hér busla krakkarnir og ekki óvanalegt að hvutti endi úti í miðri laug. Uglan á vappi um vinnustofu Birtu en hún var bæði úti og inni hjá þeim. ’Persónulega finnstmér ég vinna beturhér úti. Ég finn ekki fyrirsamkeppninni og mér finnst ég vera frjálsari í hönnun minni VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.2. 2017

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.