Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.2. 2017 LESBÓK Þær Edda Hermannsdóttir ogRagnhildur Steinunn Jóns-dóttir standa að bókinni For- ystuþjóð sem kom út í gær, en í henni eru viðtöl við fólk úr ýmsum áttum sem varpa ljósi á stöðu kynjanna. Í inngangi bókarinnar segja þær Edda og Ragnhildur að sögurnar í henni svari vissulega ein- hverjum spurningum „en fyrst og fremst vonum við að þær hristi upp í skoðunum fólks og varpi ljósi á ýms- ar leiðir í átt að kynjajafnrétti“. Fjölbreyttur hópur viðmælenda Ragnhildur segir að hugmyndin að bókinni hafi kviknað fyrir ári þegar þær hafi setið á fundi þar sem nokkr- ir karlmenn hafi verið að tala um jafnréttismál og þar hafi þær heyrt viðhorf og skoðanir sem þær hafi ekki heyrt áður í þeirri umræðu. Síðastliðið ár hafa þær stöllur síðan safnað efni í bókina með áherslu á að hópurinn sem rætt væri við yrði sem fjölbreyttastur: „Bæði eru atvinnu- greinarnar komnar mislangt í jafn- réttisumræðunni og eins kynslóð- irnar þannig að við lögðum mjög mikið upp úr því að fá ólíka hópa inn í bókina. Okkur fannst líka mikil- vægt að draga raddir karla inn í þennan málaflokk, því þetta hefur mikið verið konur að tala fyrir kynja- jafnrétti.“ - Hvaða sjónarmið voru það sem þið höfðuð ekki heyrt áður? „Okkur fannst eins og karlar hefðu verið hálf hræddir við að stíga inn á þetta eldfima svæði, að það væri dálítið undirlagt af konum, væri okkar yfirráðasvæði ef það má kalla það svo. Karlar hafa miklar skoðanir á þessu máli og auðvitað skiptir það okkur öll miklu máli, þrátt fyrir að það halli á konur, að þeirra skoðanir fái líka að heyrast. Við áttuðum okk- ur á því að þarna væru raddir sem hugsanlega fengju kannski ekki að heyrast og þyrfti að ýta aðeins undir að heyrðust enn frekar.“ Barist fyrir enn meiri breytingum „Þorri þjóðarinnar og stjórn- málaleiðtogar eru sammála því að hér skuli ríkja kynjajafnrétti – hvers vegna tekur það okkur þá svo langan tíma? Hvers vegna höfum við ekki enn náð takmarkinu? Konur eru ekki nema níu prósent framkvæmda- stjóra stórra íslenskra fyrirtæka og í nýrri úttekt Kjarnans kemur vel í ljós hve valdalitlar konur eru í fjár- málageiranum enn þann dag í dag. Það er eitt að aðhyllast jafnrétti en annað að gera eitthvað til þess að hlutirnir breytist. Með því að gera þessa bók erum við að reyna að berj- ast fyrir enn meiri breytingum.“ - Í innganginum að Forystuþjóð hvetjið þið til umræðu karla og kvenna um jafnréttismál – er það leiðin til breytinga? „Umræðan er alltaf fyrsta skrefið en síðan þarf að eiga sér stað mikil viðhorfsbreyting. Við fundum fyrir því við gerð bókarinnar og það sést í henni að það er mikill munur á því hvernig kynslóðirnar hugsa. Unga fólkið sem við tókum viðtöl við hugs- ar á annan hátt en eldra fólkið. Það er rétt að taka það fram að við erum komin gríðarlega langt í þessum málum, það hefur mikið áunnist en það má ekki stoppa þar. Þetta er ekki orðið nógu gott.“ Hollt og gott að hlusta á önnur sjónarmið Edda segir að ýmislegt beri á góma í viðtölum í bókinni, til að mynda jafn- launavottun, sem er einmitt mikið rædd um þessar mundir, karllæg notkun tungumálsins, kynjaviðhorf í teiknimyndum sem ætlaðar eru börnum og kynjakvótar, svo dæmi séu tekin, en einnig birtist mjög mis- jafnar skoðanir á þeim málum. „Við Ragnhildur erum sammála um það að þessi viðtöl hafi hrist verulega upp í okkar hugmyndum um jafn- rétti og við vonum einmitt að bókin hristi upp í fólki, því bara það að hlusta á önnur sjónarmið er alltaf hollt og gott fyrir mann.“ Viðmælendur þeirra Ragnhildar og Eddu, sem tíundaðir eru á öðrum stað á síðunni, eru úr ýmsum áttum og á ýmsum aldri og kemur því varla á óvart að þeir séu ekki sammála um leiðir þótt þeir séu sammála um markmið. „Það er greinilegt að þrátt Umræðan er alltaf fyrsta skrefið Í bókinni Forystuþjóð ræða Edda Hermannsdóttir og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir við fólk úr ýmsum áttum og á ýmsum aldri til að draga upp mynd af stöðu jafnréttismála á Íslandi í dag. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Þjóðfræðingurinn þjóðkunni Árni Björnsson fagnaði 85 ára afmæli í janúar sl. og af því til- efni gaf Hið íslenska bókmenntafélag út greinasafn hans sem ber heitið Í hálfkæringi og alvöru. Bókinni skiptir Árni í fimm hluta og lýsir skiptingunni svo í inngangi hennar: „Undir yfirskriftinni Fræði og skáldlist eru birtar nokkrar ritsmíðar á sviði íslenskra fræða svonefndra, en menningarsögulegt efni er einkum í hlutanum Upplýsing og uppspuni. Með tilvísun í gamlan æskulýðssöng er fjallað um ýmis alþjóðamál í hlutanum Yfir heimsbyggðir allar og með merkimiðanum Samhengi hlutanna eru starfsmálin tekin til um- ræðu. Þættir af Einkennilegum Mönnum skýra sig svo sjálfir.“ Árni í hálfkæringi og alvöru Eftir að þú fórst heitir ný bók eftir breska rit- höfundinn Jojo Moyes. Bókin er sjálfstætt framhald bókarinnar Ég fremur en þú eftir sama höfund sem kom út á íslensku 2012, en eftir henni var meðal annars gerð vinsæl kvikmynd. Eftir að þú fórst segir frá Louisa Clark, sem lifir tilbreytingarsnauðu og fremur inni- haldslitlu lífi og er enn í sárum eftir að hafa misst ástina í lífi sínu. Hún vinnur á flug- vallarbar en alvarlegt slys setur líf hennar úr skorðum. Stuttu síðar birtist unglingsstúlka á tröppunum hjá henni og krefur hana um svör sem hún getur ekki veitt. Herdís M. Hübner þýddi, Veröld gefur út. Ný bók Moyes Skáldsagan Speglabókin hefst þar sem Peter Katz, starfsmanni á umboðsskrifstofu rithöf- unda, berst handrit í tölvupósti. Í bréfi sem fygir handritinu segir sendandi að handritið sé upprifjun hans á röð hörmulegra atburða sem urðu í Princeton-háskóla tuttugu og fimm árum áður, haustið og veturinn 1987. Meðal atburðanna sem sagt er frá í hand- ritinu er hrottalegt morð á Joseph Wieder, virtum sálfræðiprófessor, en það morð var aldrei upplýst. Við lesturinn renna tvær grím- ur á Katz – er handritið bara einföld frásögn, eða er það kannski játning? Magnea J. Matthíasdóttir þýddi, JPV gefur út. Ekkert er sem það sýnist Síðastliðið haust sendi Stefán Sig- urðsson frá sér ljóðabókina Haugabrim | Ljóð sem hann gefur út á eigin forlagi: Orðastað. Þetta er fyrsta ljóðabók Stefáns, en hann starfar annars við nytjaþýð- ingar og hefur að auki þýtt danskar bókmenntir og gefið út, bækur eftir Susanne Staun og Herman Bang. Stefán segist hafa ort lengi, en það hafi þó ekki verið þesslegt að rétt væri að gefa það út fyrr en nú, en ljóðin í Haugabrimi eru flest frá árunum 2015 til 2016. Aðspurður af hverju honum hafi þótt rétt að gefa ljóðabók út núna segist hann ekki geta svarað því: „Ég veit eiginlega ekki af hverju mér fannst rétt að gefa út bók núna, en það var bara tími til kominn“ segir hann og bætir við að það hafi óneitanlega verið sér- kennileg upplifun þegar hann fékk eintökin af bókinni í hend- urnar. „Ég vissi ekkert á hverju ég ætti von, hvernig bókinni yrði tekið. Það hefur reyndar gengið hægt að selja hana, en það gengur víst hægt með ljóðabækur yfir- leitt.“ Sum ljóðanna eru lituð af hruninu, enda segir Stefán að fátt hafi haft meiri áhrif á íslensku þjóðina á síðustu áratugum. Þann- ig fjallar ljóðið Myrkraverk bein- línis um verðtrygginguna: „Þú ert manngert helvíti á jörðu, / sér- íslenskt fyrirbæri / Enginn hefur hag af þér / nema fáir útvaldir / og þú þjónar húsbændum þínum vel“. Inn á milli eru þó stöku ljóð Tími til kominn að gefa út ljóðabók LJÓÐABLÚS HRUNIÐ, DJASS OG BLÚS ER MEÐAL VIÐFANGSEFNA Í HAUGABRIMI, FYRSTU LJÓÐABÓK STEFÁNS SIGURÐS- SONAR, EN HANN SÆKIR INNBLÁSTUR Í UMHVERFI SITT. Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Nánari upplýsingar áwww.icecare.is – töflurnar fá þig til að slaka á, sofa betur og vakna endurnærð/ur Í gegnum aldirnar hefur sítrónumelis (Lemon balm) jurtin, Melissa officinalis, verið vinsæl meðal grasalækna. Þessi vísindalega samsetta náttúruvara er hönnuð til að stuðla að góðum endurnærðum nætursvefn án þess að innihalds efni sem hafa sljóvgandi áhrif. Sítrónumelis (Lemon balm) taflan inniheldur náttúrulegu amínósýruna L-theanine, sem hjálpar til við slökun auk alhliða B vítamín, sem stuðlar að eðlilegri taugastarfsemi. Auk þess inniheldur taflan mikið magnmagnesíum, sem stuðlar að eðlilegri vöðvastarfsemi og dregur þar með úr óþægindum í fótum og handleggjum. Melissa Dream „Hvílist betur með Melissa Dream“ Lísa Geirsdóttir”

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.