Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.2. 2017 VETTVANGUR Er í Tyrklandi þegar þetta birt-ist, í sendinefnd stjórnmála-manna, gamalreyndra frétta- manna, fræðimanna og baráttufólks fyrir mannréttindum. Nefndin er kennd við Imrali en það er eyjan þar sem Öcalan, leið- togi Kúrda, hefur verið fangi síðan 1999 og er nú í algerri einangrun. Krafan er að ná af honum tali – og ef ekki, að fjölskylda hans og síðan lög- fræðingar fái að ræða við hann. Þá viljum við eiga fund með dómsmálaráð- herranum. Imrali-hópurinn tal- ar máli friðarins en segir líkt og Mandela sagði á sinni tíð, þegar hann sat innilokaður á Robin-eyju undan strönd Suður-Afríku, að fyrst veiti maður andstæðingi sínum frelsi, síðan setjist maður að samninga- borði og nái við hann samkomulagi sem frjálsan mann en ekki ófrjálsan. Við höfum fengið að kynnast hrikalegri hryðjuverkum af hálfu tyrkneska ríkisins en mig hafði órað fyrir. Og ekki reyna að segja mér að það séu tveir sem deila. Þarna á sér nefnilega stað ríkis- rekið ofbeldi af verstu gráðu. Það er hins vegar rétt að svarað er með ofbeldi, þann ljóta leik sjáum við leikinn af Erdogan Tyrk- landsforseta. Hann nærir hið illa hjá andstæðingi sínum til þess síðan að efna til krossferðar gegn honum í þágu hins góða. Og inn í vítahringinn erum við komin. Ég hef tekið að mér fanga í tyrk- nesku fangelsi, ætla að fylgjast með honum þar til hann verður frjáls maður. Hann heitir Ferhat Enrü, þrjátíu og tveggja ára gamall, verk- fræðingur og þingmaður á tyrk- neska þinginu, núna fangi. Hvers vegna? Ferhat vill rannsókn á loft- árás þar sem tyrkneski flugherinn drap tæplega fjörutíu manna hóp, aðallega unglinga, í fjöllunum á landamærum Tyrklands og Íraks. Fórnarlömbin höfðu unnið sér það til sakar að flytja dísilolíu og sígar- ettur á ösnum frá einu þorpi til ann- ars. Þau vissu ekki að þarna væru landamæri og þau því smyglarar! Og voru fyrir bragðið brennd til bana með eldvörpum herþotanna. Flest voru þau í fjölskyldu Ferhats, „fang- ans míns“, systkini hans ung og frænd- systkin. Ferhat vill að þetta verði skoðað og bauð sig fram til þings árið 2015 til að berjast fyrir því. Nú á hann yfir höfði sér þunga dóma enda eru það bara hryðjuverka- menn sem efast um gjörðir tyrkneska hersins! Íslendingar hafa á einhvern hátt alltaf getað skilið Kúrda, vilja ekki láta dæma menn í fangelsi fyrir að tala móðurmálið og þjóð sem passar upp á jafnrétti kynjanna getur ekki verið al- vond. Og Kúrdarnir kunna að meta Íslend- inga. Það sagði mér fangi sem ég hitti, ný- sloppinn út, að allir Kúrdar í tyrkneskum fangelsum hefðu klappað fyrir íslenska landsliðinu í fótbolta í sumar leið – svo undir hefði tekið í hvelfing- unum. Reyndar held ég að allir und- irokaðir hafi haldið með landanum, „og þarna skriðuð þið undan jökul- ísnum og möluðuð breska heims- veldið“, sagði svartur Suður- Afríkumaður mér í sumar og ætlaði aldrei að geta hætt að hlæja. En síðan var það siglingamaður- inn. Hann hafði siglt á skútu við Tyrklandsstrendur, komið í fátækar strandbyggðir og sagði að Tyrkir væru besta fólk sem hann hefði hitt, og var þá ekki að tala um Kúrda. Svona er lífið. Allar þjóðir eru góðar eða slæmar eftir því hvort fær að njóta sín, hið góða eða hið illa. Hvor þráðurinn er ræktaður. En það breytir því ekki að lang- vinnt ræktunarstarf býr til mismun- andi siðmenningu. Þótt Tyrkir kunni að vera hjartahlýir upp til hópa, verður það ekki sagt um stjórnvöldin. Heimurinn á ekki að leyfa þeim að eyðileggja hið góða með Tyrkjum. Í fangelsunum var klappað fyrir Íslandi ’Ég hef tekið aðmér fanga í tyrknesku fang-elsi, ætla að fylgj- ast með honum þar til hann verð- ur frjáls maður. Hann heitir Fer- hat Enrü, þrjátíu og tveggja ára gamall, verkfræð- ingur og þing- maður á tyrk- neska þinginu, núna fangi. Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is AFP Ferhat Encü Leikkonan Saga Garðarsdóttir tísti meðal ann- ars í vikunni um fagnaðar- upphrópanir, en hún hafði ærna ástæða til að fagna þar sem kærasti hennar, Snorri Helgason, er tilnefndur í þremur flokkum til Íslensku tónlistar- verðlaunanna. Saga skrifaði: „Þegar skal fagnað þarf að gæta þess sér- staklega að segja bara ,„vei“ því ,„ó vei“ þýðir að eitthvað hörmulegt hafi skeð. Hafið þetta í huga.“ Önnur sem tilnefnd er, meðal annars sem söngkona ársins, er Salka Sól Eyfeld, sem tók þátt í umræðu sem fór hátt á samfélags- miðlunum, í vikunni, einkum Twitter; um skilaboð sem konur hafa fengið og innihalda alls kyns kynferðislega áreitni. Á Instagram er hægt að skoða slík raunveruleg skilaboð í albúminu „fávitar“. Salka Sól skrifaði: „Ég gæti opnað creep sýningu í listasafninu með skila- boðum, bréfum, lögum og gjöfum sem ég hef fengið í gegnum tíðina. Kannski einn daginn.“ Þórður Helgi Þórðarson, eða Doddi litli eins og hann er jafnan kallaður, útvarpsmaður á Rás 2, svaraði tónlistarkonunni að bragði að hún mætti alveg vera duglegri að spila creep-lögin. Salka sagðist þá vera komin með efni í heila plötu. Dagur Hjart- arson skáld velti fram hugmyndum að hljómsveitar- nöfnum á Twitter og skrifaði: „Vorum að fá eftirfarandi raggae- hljómsveitarnöfn í sölu: Buslandi blíða Pollahopp Gleðiský Rigning&Ról Sólskinsdroparnir“ Og fjölmiðla- konan Karen Kjartansdóttir átti upphafið að djúpum umræðum á Facebook þegar hún varpaði fram spurningu til vina sinna á Facebook: „Mál málanna: Hvort hefðuð þið lagt Martin Luther eða kaþólsku kirkjunni lið á 16. öld? Og hvort teljið þið að að- stæður fátækra hafi batnað eða hrakað með siðbót á Íslandi?“ og bætti svo við að gaman væri að setja þessi átök og umbætur í sam- hengi við samtímann. „Þótt valda- kerfi okkar byggi lítið á trúarstofn- unum í dag, miðað við það sem var, finnst manni margt sameina þessa tíma.“ Meðal þeirra sem lögðu orð í belg var Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræð- ingur: „Jochum Eggertsson (Skuggi, bróðursonur síra Matta Joch) segir í Skömmum að Keldhverfingar spyrji alltaf: Hver er munurinn á kúk og skít? Og þeir eru asnar sem kunna ekki rétta svarið: Kúkurinn er kirfilegri, en skíturinn klessist betur. - Annars hef ég alltaf verið hallur undir herra Jón og syni, sem héldu bestu partíin á 16. öld og ortu bestu dans- kvæðin einsog Ásgeir Jónsson skýr- ir frá í löngum og frábærum formála að kvæðasafni Jóns Arasonar.“ AF NETINU Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is „Veist þúað skilgreining áhitabreytist eftir aldri? ThermoScan7eyrnahita- mælirinnminnveit það.“ BraunThermoScan eyrnahitamælar fást í öllum lyfjaverslunum ThermoScan® 7

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.