Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Blaðsíða 16
DANSKÆTTUÐ VELLÍÐAN 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.2. 2017 Þ að er kósíkvöld í kvöld og við ætl- um að hafa það huggulegt. Allir Íslendingar ættu að vita hvað það þýðir. Huggulegt er eitthvað sem Íslendingar hafa tilfinningu fyrir. Uppeldisþjóð okkar, fyrrverandi herraþjóðin Danir, er nefnilega heimsmeistarar í huggu- legheitum. Orðið hygge er hreinlega búið að fara sigur- för um heiminn, rétt eins og danskir sjón- varpsþættir. Hygge var tilnefnt sem orð ársins 2016 hjá Oxford-orðabókinni. Orðin sem kom- ast þar á lista þurfa að hafa endurspeglað þá hugmyndafræði og stemningu sem ríkt hefur árið á undan. Skemmst er að segja frá því að orðið post-truth vann illu heilli þessa kosningu. Hygge var líka tilnefnt sem orð ársins hjá Collins-orðabókinni, þar sem það tapaði fyrir Brexit. Óþýðanlegt á ensku Merkilegt er að orðið hygge þykir vera óþýð- anlegt á enska tungu og því hefur því verið bætt í málið. Collins segir hygge vera það að „skapa notalegt andrúmsloft sem stuðli að vel- líðan“ og Oxford er að vonum með svipaða skil- greiningu og er áhersla jafnframt lögð á að þetta sé einkenni danskrar menningar. Oxford-orðabókin segir hygge vera velkom- ið svar við pólitískum deilum og dauða margra þekktra stjarna á árinu 2016. En hvað tengist sérstaklega öllum þessum huggulegheitum? Visit Denmark hefur brugð- ist við þessum áhuga á hygge og skrifar á vef sínum um dönsku listina að hafa það huggu- legt. „Hygge er eins danskt og svínasteik og kaldur bjór og fer langt með að lýsa upp danska þjóðarsál. Í reynd þýðir hygge að skapa þægilegt og notalegt andrúmsloft og að njóta góðu hlutanna í lífinu umkringdur góðu fólki. Þægileg birtan frá kertaljósi er huggu- leg. Vinir og fjölskyldur líka,“ er skrifað þar. „Og ekki gleyma mat og drykk og helst að sitja í kringum borðið í marga klukkutíma að ræða bæði stór mál og smá,“ stendur þar og er því velt fyrir sér hvort þessi hugmynd um dönsk huggulegheit geri Dani að einhverri hamingju- sömustu þjóð í heimi. Snýst um andrúmsloft og lífsreynslu Veturinn og ekki síst jólin eru góður tími fyrir huggulegheit. Danskir vetur eru dimmir rétt eins og á Íslandi, því þarf að grípa til aðgerða og hygge er rétta vopnið. Það þarf að kveikja á nógu mörgum kertum. Fyrir jólin er hægt að heimsækja Tivoli og ljósadýrðina þar og hlýja sér á glöggglasi umvafinn stórum trefli. Á sumrin þarf að hafa það huggulegt með öðrum hætti, þá leita Danir til að mynda í lautarferðir í fallegum almenningsgarði, að grilla með vin- um, sækja útitónleika og götuhátíðir. Ein af mörgum bókum sem hafa verið gefn- ar út undanfarið um huggulegheit er The Little Book of Hygge: The Danish Way of Living Well eftir Meik Wiking. Hann skrifar þar í inngangi: „Hygge snýst um andrúmsloft og lífsreynslu frekar en hluti. Þetta snýst um að vera með þeim sem við elskum. Og tilfinninguna að vera heima. Þá til- finningu að við séum örugg, að við séum vernd- uð gagnvart heiminum og getum leyft okkur að vera við sjálf.“ Wiking vinnur við hamingjurannsóknir og er stofnandi og framkvæmdastjóri Happiness Research Institute í Kaupmannahöfn. Danir lenda ítrekað efst eða ofarlega á lista yfir ham- ingjusömustu þjóðir í heimi. Wiking telur að Danmörk geti veitt innblástur til þjóða sem vilja auka lífsgæði þegna sinna. Eitt af því sem Danir leggja áherslu á er lýs- ing, bæði kertaljós og rétta lýsingin inni á heimilinu. Danir eru heimsþekktir fyrir ljósa- hönnun frá m.a. Poul Henningsen, Arne Heimsmeist- arar í huggu- legheitum Danir kunna betur en flestir að hafa það huggulegt og eru jafn- framt hamingjusamasta þjóð í heimi. Orðið hygge hefur breiðst út eins og eldur í sinu að undanförnu en hvað þýðir það og hvernig getum við fengið meiri huggulegheit í líf okkar? Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Svokallaður „hyggekrog“, þar er hægt að koma sér vel fyrir með teppi og bók. Það er ekki hægt að leggja nægilega mikla áherslu á notalega lýsingu til að búa til réttu stemninguna. Kveiktu á kertum en hugaðu líka að raflýsingunni. Góðir lampar eru gulls ígildi og gættu þess að sterkar perur skíni ekki beint í andlit. Vinnulýsing er eitt en stemningslýsing annað. Það sem heillar við kertalýs- inguna er að hún er eins konar opinn eldur en að hafa arin toppar síðan allt. GOTT RÁÐ Lýsing er höfuðatriði 1. Danir 2. Svisslendingar 3. Íslendingar 4. Norðmenn 5. Finnar 6. Kanadabúar 7. Hollendingar 8. Nýsjálendingar 9. Ástralar 10. Svíar Samkvæmt hamingjuskýrslu Sameinuðu þjóðanna árið 2016. TOPP TÍU Hamingju- sömustu þjóðir í heimi

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.