Morgunblaðið - 06.05.2017, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.05.2017, Blaðsíða 1
                                       ! " #      " $        " %                      &     " #   ## !      "    '                                          ( )                        ! "    #   $  %  L A U G A R D A G U R 6. M A Í 2 0 1 7 Stofnað 1913  111. tölublað  105. árgangur  Vinningar í hverri viku - Happdrætti DAS Mestu vinningslíkurnar - skynsamlegasti kosturinn Kauptu miða á das.is eða í síma 561 77 57 Nýtt happdrættisár hefst í maí Vikulegir útdrættir Fanney Davíðsdóttir er skynsöm og spila r í Ha ppd ræt ti D AS MYND UM ÍS- LENDINGA Á KANARÍ TVÖ ÞEKKT LISTAVERK SAMEINUÐ Á NÝ Í ARION BANKA MENNING 46DAGLEGT LÍF 12 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Íslendingar munu koma að uppbygg- ingu eins stærsta jarðhitaverkefnis sögunnar í nýrri risaborg í Kína. Borgin heitir Xion’an og er áætlað að þar og í nágrannaborginni Peking muni alls búa 130 milljónir manna. Um er að ræða samstarfsverkefni Arctic Green Energy Corporation, sem er að hluta í eigu Íslendinga, og Sinopec, þriðja stærsta fyrirtækis heims. Þau starfa saman undir merkjum Sinopec Green Energy. Sigsteinn Grétarsson, forstjóri Arctic Green Energy, segir kínversk stjórnvöld áforma gríðarlega upp- byggingu jarðhitavirkjana í Kína. Búist sé við að markaður fyrir jarð- hita í Kína muni fimmfaldast til 2020 og samanlögð fjárfesting nema sem svarar um 4.250 milljörðum króna. Með þessari uppbyggingu hafi kínversk stjórnvöld ákveðið að skipta út kolakyndingu fyrir húshit- un með jarðvarma og sporna þannig gegn gífurlegri loftmengun. Verk- efnið muni ná til hundraða milljóna manna og skapa fjölda starfa. Um 700 manns starfa nú hjá Sinopec Green Energy og segir Sigsteinn að uppbyggingin skapi mikil tækifæri fyrir íslenskar verkfræðistofur. Stefnumörkun Kínastjórnar bygg- ist m.a. á góðri reynslu af nýtingu jarðvarma með aðstoð Íslands. Kynda nýja risaborg  Íslendingar koma að uppbyggingu eins stærsta jarðhitaverkefnis sögunnar  Forstjóri Arctic Green Energy segir verkefnið skapa fjölda starfa á Íslandi MGera samning »18 Íslensk þekking » Við uppbygginguna mun ís- lensk þekking á niðurdælingu jarðhitavatns í auðlindina eftir notkun m.a. koma að gagni. » Sinopec hefur mikla reynslu af borun í landi Xion’an. Félag- ið er risi í olíuiðnaði Kína. Íslenskri móður var bent á að hún þyrfti að ættleiða eigið barn í Svíþjóð til að hafa forræði yfir því þrátt fyrir að hún sé skráð móðir barnins á ís- lensku fæðingarvottorði. Skv. sænsk- um lögum er hún ekki viðurkennd sem móðir barnsins því hún gekk ekki með það, heldur eiginkona henn- ar. Mæðurnar fóru með málið fyrir dómstóla og bíða nú niðurstöðunnar. Að íslenskt fæðingarvottorð sé ekki tekið gilt í Svíþjóð er nú til skoðunar hjá landamærahindranaráði Nor- rænu ráðherranefndarinnar á Ís- landi sem ætlar m.a. að leggja það til að gerður verði samningur um að fæðingarvottorð á milli Norður- landanna verði virt. „Ég sé ekki bet- ur en að Svíarnir gætu verið að brjóta á minnihlutahópi með því að viðurkenna ekki þetta fæðingarvott- orð,“ segir Siv Friðleifsdóttir fulltrúi Íslands í ráðinu. ingveldur@mbl.is »6 Ekki skráð móðir Mæður Kristrún Stefánsdóttir, Inga Ósk Pétursdóttir og dóttir þeirra.  Íslenskt fæðing- arvottorð ekki virt „Það hefur oft verið meira flóð en núna. Vor- flóðin valda yfirleitt ekki miklu tjóni. Það eru frekar vetrarflóðin, þegar jakar fljóta með og fella allar girðingar,“ segir Karel Sigurjónsson, bóndi á Syðri-Húsabakka í Skagafirði. Bærinn stendur á bakka Héraðsvatna og í fyrrinótt flæddu vötnin yfir bakka sína og inn á tún. Mestu leysingarnar voru í hitunum á fimmtu- dag og hækkaði mjög í Héraðsvötnum þann dag og náði flóðið hámarki um nóttina. Í gær voru þau aftur komin í sinn farveg. Karel segir að ekkert tjón hafi orðið á ræktuðu landi. Vatnið hafi verið leirkennt og skilið eftir sig áburð. Það hafi hins vegar náð lítið upp á túnin. Karel hefur búið á Syðri-Húsabakka í nærri fimm áratugi og segist vanur að búa við flóð í Héraðsvötnum. Hann tekur fram að það sé ólíkt betra en að búa við snjóflóðahættu, svo dæmi sé tekið. Hann viti hvenær von sé á flóðum og búi sig undir þau með því að koma skepnum í skjól og gæta að sjálfum sér. Héraðsvötn flæddu inn á tún á Húsabakka Ljósmynd/Bryndís Lilja Hallsdóttir Magnús Árni Skúlason, hagfræð- ingur hjá Reykjavík Economics, hvetur fólk sem íhugar kaup á fast- eignum til að sýna varkárni. Verð hafi hækkað mikið og fólk geti ekki lengur vænst verðhækkana til að auka eigið fé sitt í eignunum. „Íbúð- arverð er orðið hátt. Það er ekki lengur mögulegt að kaupa fast- eignir til útleigu og vænta þess að það sé mikil verðhækkun í píp- unum,“ segir Magnús Árni. Hann segir lóðaskort eiga þátt í hækkandi íbúðaverði. »16 Sér hættumerki á húsnæðismarkaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.