Morgunblaðið - 06.05.2017, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2017
Markmið lýðheilsu-
starfs er að efla heilsu
og vellíðan og fyr-
irbyggja sjúkdóma.
Það byggist á því að
finna þá þætti sem
hafa áhrif á heilbrigði
og líðan og beita síðan
víðtækum aðgerðum
til að draga úr
áhættuþáttum og auka
verndandi þætti.
Það er á ábyrgð ráðamanna að
skapa samfélag sem stuðlar að
betri heilsu. Um 1,6% heildar-
útgjalda ríkisins hafa verið ætluð
til forvarna, sem er lægra en víð-
ast hvar á Norðurlöndunum. Það á
að vera keppikefli stjórnvalda að
byggja upp öflugar forvarnir á
sviði lýðheilsu og koma þar með í
veg fyrir sjúkdóma og spara heil-
brigðiskerfinu umtalsvert fjár-
magn í stað þess að plástra stöð-
ugt sárin.
Heilbrigt líferni ætti að vera
markmið okkar allra, en hvatning
um margvíslega þætti heilbrigðara
lífs þarf að mínu mati einnig að
koma frá vinnuveitendum. Hver
kannast ekki við að hafa skráð sig
á námskeið og hætt svo að mæta?
Hver kannast ekki við að ætla að
taka á sínum málum en vantar að-
haldið sem við þurfum svo oft? Við
þurfum hvatningu til að koma okk-
ur í heilbrigðari gír alveg eins og
við þurfum oft hvatningu til að
vinna ýmis verkefni í vinnunni.
Það væri óskandi að sem flestir
vinnustaðir settu sér lýðheilsu-
stefnu og hefðu lýðheilsufulltrúa
því fjölmargar rannsóknir sýna, að
heilsa og góð líðan
starfsmanna hefur
áhrif á starfsemi fyr-
irtækja og bætir af-
köst og orðspor
þeirra.
Haustið 2016 sam-
þykkti ráðherranefnd
í forsætisráðuneytinu
lýðheilsustefnu. Þar
eru settar fram metn-
aðarfullar aðgerðir
sem beinast einkum
að börnum og ung-
mennum undir 18 ára
aldri. Öll sveitarfélög verði heilsu-
eflandi, markvissar forvarnir fari
fram á sviði uppeldis, menntunar,
næringar, hreyfingar, geðræktar,
áfengis- og vímuvarna og fleira.
Útbúið verður námsefni um hvíld,
hreyfingu, útivist, næringu og geð-
rækt sem ætlað er foreldrum leik-
skólabarna, kennurum og leik-
skólakennaranemum. Allir
nemendur í leik- og grunnskólum
leggi daglega stund á skipulagða
og ráðlagða hreyfingu og að hug-
leiðsla, jóga, slökun og núvitund
verði þar innleidd. Við alla ung- og
smábarnavernd um allt land mun
foreldrum og forráðamönnum
barna sex ára og yngri gefast kost-
ur á að sækja námskeið um já-
kvæða leiðandi uppeldishætti. Þá
skal innleiða heilsu í allar stefnur
og áætlanir stjórnvalda.
Því miður er tíðni langvinnra
sjúkdóma stöðugt að aukast, sjúk-
dóma sem suma hverja mætti
koma í veg fyrir með breyttum
lífsstíl. Innleiðing lýðheilsuaðgerða
á vinnustöðum getur því bæði bætt
heilsu og líðan hvers og eins ein-
staklings, en jafnframt aukið af-
köst og framleiðni fyrirtækja.
Ekki plástra sárin
Eftir Unu Maríu
Óskarsdóttur
Una María Óskarsdóttir
»Haustið 2016 sam-
þykkti ráðherra-
nefnd í forsætisráðu-
neytinu lýðheilsustefnu.
Þar eru settar fram
metnaðarfullar aðgerðir
sem beinast einkum að
börnum og ungmennum
undir 18 ára aldri.
Höfundur er uppeldis-, menntunar-
og lýðheilsufræðingur.
Annað sem Íslendingum þykir
með öllu óþarft að taka alvarlega er
umferðarlög. Þeir sem temja sér að
virða hámarkshraða í umferðinni og
ekkert umfram það, verða iðulega
fyrir áreitni og finnst þeir stundum
í beinum lífsháska. Minnst virðast
þeir virða þessar umferðareglur,
sem liggja í tölvuleikjum, þar sem
sá er sniðugastur sem skýst fyrir
horn eða skiptir stöðugt um akrein
til að vinna nokkra tímapunkta í ei-
lífðinni. Enn er þó til fólk sem
finnst sem þetta séu ágætar reglur,
en þess í stað lætur samfélagið
fækka í lögreglunni. Enginn tekur
á þessu.
Hér hafa áratugum saman gilt
reglur sem banna áfengisauglýs-
ingar. Sjálfsagt má deila um hvort
slíkt hafi einhver áhrif, yfirvofandi
áfengissölutillaga í þinginu virðist
nú ekki benda til þess; hitt er aug-
ljóst agaleysi að hafa þessar reglur
og fara ekki eftir þeim og þykir sá
sniðugastur (og trúlega gróðavæn-
legastur) sem tekst að fara í kring-
um þær með smáprettum. Birt er
mynd af bjór sem allir vita að er
5%, en í horni auglýsingarinnar nú
er laumað inn með smæsta letri 2%
eða hvað það nú er. Eða grímu-
lausar vínauglýsingarnar í afþrey-
ingarblöðunum, svo annað dæmi sé
nefnt. Enginn tekur á þessu.
Svo eru aðrar auglýsingar. Ég
stóð einhvern veginn í þeirri mein-
ingu að það ætti að auglýsa á ís-
lensku fyrir Íslendinga eins og
Stefán bæjarfógeti gerði að reglu í
hinni hálfdönsku Reykjavík fyrir
hálfri annarri öld. Er nokkuð jafn
hlálegt eins og þegar heyrist í
auglýsingadembu Ríkisútvarpsins,
sem enginn hlustar á nema þeir
sem hafa íslensku að móðurmáli, að
heilt bæjarfélag auglýsir undir
kjörorðinu Visit Akureyri! Ekki
dettur mér annað í hug en ein-
hverjir Akureyringar skammist sín
fyrir þetta framferði.
En þetta eru aðeins fá dæmi. Í
annarri hverri auglýsingu í blöðum
eða ljósvakamiðlum laumar sér inn
einhver setning á ensku, rétt eins
og þess þurfi í staðinn fyrir einhver
annan stimpil til marks um ágæti
vörunnar; það er eins og gert sé
ráð fyrir að kaupandinn geti ekki
gert upp hug sinn nema hnykkt sé
á þessum væntanlega ágætu eig-
inleikum á ensku. Bílaumboðin
syndga daglega í þessum efnum og
reyndar fjölmargir aðrir, því miður.
Enginn tekur á þessu.
Svo stóð ég einu sinni í þeirri
meiningu, að það mæti ekki setja
upp auglýsingaspjöld úti um hvipp-
inn og hvappinn, það þætti spjöll
og mengun gegn óspilltri nátt-
úrunni. Vítin væru að varast, til
dæmi sums staðar í Suður-Evrópu
(víðast þó bannað í siðmenntuðum
löndum). Nú kastar þó tólfunum
eftir að við fórum á roksölu sem
ferðamannaland, að þessir að-
skotagripir – eru auðvitað á ensku!
Enginn tekur á þessu. Eða er
kannski búið að breyta reglunum,
svo við eigum auðveldara með að
græða á ferðamönnunum, eftir að
þeir fóru að flokkast undir iðnað?
Hefur komið einhver tilkynning um
það?
Nei, okkur Íslendingum þykir
þetta eitthvað óþægilegt, þetta með
aga. Við tölum helst ekki um svo-
leiðis hluti. En við göngum í raun-
inni lengra: Ef eitthvað gengur
algjörlega fram af okkur og við eig-
um ekki fóður undir fat – þá segj-
um við: Þetta er alveg agalegt!
» Annað sem Íslend-
ingum þykir með
öllu óþarft að taka al-
varlega er umferðarlög.
Höfundur er leikstjóri.
Atvinnublað
alla laugardaga
mbl.is
GRUNNUR AÐ GÓÐU LÍFI
Bærinn stendur undir hlíðum Bjarnarfells, sem er vaxið
birki upp í miðjar hlíðar. Láglendið er að hluta til ræktuð
tún og er allt vel gróið. Vellirnir bak við Bjarnarfell eru
vaxnir lággróðri.
Til staðar er nokkurt magn af nýtanlegu heitu vatni á
jörðinni og þær prófanir sem gerðar hafa verið, gefa
vísbendingu um talsvert meira magn af heitu vatni í
jörðu. Einnig er á jörðinni góð kaldavatnslind. Jörðinni
er í alfaraleið, við hliðin á Geysissvæðinu. Hér er á
ferðinni einstakt tækifæri til að eignast jörð sem býður
upp á óþrjótandi möguleika til uppbyggingar í útivist og
ferðamennsku.
STAKFELL KYNNIR TIL SÖLU:
NEÐRI DALUR Í BISKUPSTUNGUM
EINSTÖK NÁTTÚRUPERLA
Einstök jörð til sölu. Vorum að fá til
sölumeðferðar mjög stóra jörð við hliðin á
Geysi í Haukadal. Um er að ræða landmikla
náttúruperlu sem er áætluð um 1.200 ha. að
stærð, þar af láglendi um 400 ha. Jörðin er
mjög vel fallin til útivistar og ferðamennsku.
ÞORLÁKUR ÓMAR
EINARSSON
Framkvæmdastjóri
Löggiltur fasteignasali
GSM: 820 2399
thorlakur@stakfell.is
BÖÐVAR
SIGURBJÖRNSSON
Lögfræðingur
GSM: 660 4777
bodvar@stakfell.is
EINAR S.
VALDIMARSSON
M.Sc. Viðskiptafræðingur
Löggiltur fasteignasali
GSM 840-0314
einar@stakfell.is