Morgunblaðið - 06.05.2017, Blaðsíða 22
Hlíðarsmára 6, 201 Kópavogi – S. 564 6464 – fasthof.is
að f m
viðskiptum
Elsa Alexandersdóttir
Aðstoðarmaður
fasteignasala
Evert Guðmundsson
Nemi til löggildingar
fasteignasala
Guðmundur Hoffmann
Steinþórsson
lögg. fasteignasali
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
RENAULT MASTER DCI100 L2H2
Árg. 2013, ekinn 45 Þ.km, dísel, 6 gírar.
TILBOÐSVERÐ 2.400.000+ vsk.
Raðnr. 255241
HOBBY 495 UL PRESTIGE
Árgerð 2017, nýtt hús til afhendingar strax!
Verð 3.980.000 kr. Fleiri hús á leiðinni!
Raðnr. 256056
HOBBY 560 CFE PREMIUM ALDE
Árgerð 2017, nýtt glæsilegt og vel búið hjólhýsi.
Verð 5.750.000 kr.
Raðnr. 256198
BMW X1 XDRIVE20D
nýskr. 01/2016, ekinn 14 Þ.km, diesel, sjálfskiptur
(8 gíra), mjög vel búinn aukahlutum. Einkabíll,
innfluttur nýr! Verð 6.480.000 kr. Raðnr. 256242
M.BENZ CLA 180 AMG
Árg. 2016, ekinn 30 Þ.km, bensín, sjálfskiptur
(7 gíra). Gríðarlega flottur! TILBOÐSVERÐ
4.990.000 kr. stgr. Raðnr. 255798
Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2017
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Íslenska ráðgjafarfyrirtækið LarsEn
Energy Branding hefur gefið út skýrslu þar
sem fjallað er um 14 bestu raforkuvörumerki
heims, valin af hópi sérfræðinga. Meðal
vörumerkja í þeim hópi
eru Enel, Powershop og
Nordic Green Energy.
Að sögn dr. Friðriks
Larsen forstjóra fyrirtæk-
isins er skýrslan sú fyrsta
sinnar tegundar í heimin-
um.
Friðrik hefur sérhæft
sig í vörumerkjastjórnun
orkufyrirtækja síðustu ár-
in, og er eftirsóttur fyr-
irlesari á því sviði, víða um
heim. Hann segir að skýrslan gefi skýrt til
kynna að það sem einkenni hefðbundin orku-
fyrirtæki til samanburðar við nútímalegri
orkuvörumerki, sé að í hefðbundnum orku-
fyrirtækjum séu ákvarðanir teknar á bakvið
luktar dyr og viðskiptavinirnir séu til fyrir
það en ekki öfugt. Þjónustan sé svo mikilvæg
að viðskiptavinirnir taki bara það sem að
þeim sé rétt. „Þau telja að gamli tíminn eigi
við um framtíðina. Orkuvörumerkin eru
hinsvegar gegnsæ. Þau einbeita sér að við-
skiptavininum og því virði sem nýtist báðum
aðilum. Þau taka framtíðinni opnum örmum,
og mæla vandlega vilja viðskiptavinanna og
taka ákvarðanir samkvæmt því,“ segir Frið-
rik í samtali við Morgunblaðið.
„Þetta er fyrsta skýrsla sinnar tegundar í
heiminum en vörumerkin voru valin eftir við-
miðum sem eru afrakstur rannsóknarstarfs
við Háskóla Íslands,“ segir Friðrik. „Vöru-
merkin voru valin af hópi sérfræðinga úr
orku- og markaðsgeirunum, samtökum, há-
skólum og fyrirtækjum um allan heim.“
Alls voru 80 vörumerki í 20 löndum og
fimm heimsálfum upphaflega nefnd til sög-
unnar og hátt í 20.000 viðskiptavinir orkufyr-
irtækja um allan heim tóku þátt í rannsókn-
inni.
Vörumerkin hlutu öll tilnefningu til
CHARGE verðlaunanna sem voru afhent við
hátíðlega athöfn í Bláa lóninu í september
síðastliðinn í tengslum við CHARGE ráð-
stefnuna sem haldin var í Hörpu.
Spurður um aðrar helstu niðurstöður
skýrslunnar segir Friðrik að þar séu til
dæmis nefndir til sögunnar þeir punktar sem
einkenni bestu orkuvörumerki heims um
þessar mundir: „Í fyrsta lagi er það heim-
speki, þ.e. ákveðinn vilji til að reka fyr-
irtækið á ákveðinn máta. Í öðru lagi þurfa
stjórnendur að skilja vörumerkið og vera al-
gjör hluti af því. Þá þurfa fyrirtækin að
þekkja sjálf sig, og vita hvernig þau líta út í
augum viðskiptavinanna. Í fjórða lagi þurfa
vörumerkin að bjóða upp valmöguleika í sínu
vöruframboði.“
Ennfremur segir Friðrik að það sé skýr
niðurstaða í skýrslunni að bygging vöru-
merkja sé ekki einkamál markaðsdeilda fyr-
irtækja. „Allir í fyrirtækinu þurfa að standa
að baki vörumerkinu. Vörumerkið er því
bæði stefnumótunarmál og mannauðsmál,“
segir Friðrik og bætir því við að skýrslan sé
hugsuð sem tól sem geti nýst orkufyrirtækj-
um um allan heim þar sem þar sjáist hvernig
bestu fyrirtækin í heiminum stjórna sínum
vörumerkjum.“
Fleiri útlendingar væntanlegir
Friðrik kveðst ánægður með að skýrslan
sé nú komin út og hún verði gott veganesti
fyrir næstu CHARGE ráðstefnu sem haldin
verður hér á landi í haust í annað sinn. „Ég
er þeirrar skoðunar að vörumerki borgi sig
og skili árangri, og þessvegna hélt ég þessa
ráðstefnu síðast.“
Bestu orkuvörumerkin valin
Morgunblaðið/RAX
Virði Norsk virkjun selur orkuna tíu sinnum dýrar með því að huga að vörumerkinu.
Orka
» Segir að vörumerki borgi sig og skili
árangri
» Fulltrúar Nissan og Philips mæta á
CHARGE ráðstefnuna næsta haust
» Kevin Lane Keller, þekktur vöru-
merkjafræðingur, var á meðal þeirra sem
tóku þátt í vali á bestu orkuvörumerkj-
unum í skýrslunni.
» 94% ráðstefnugesta í fyrra vilja mæta
aftur.
» Bygging vörumerkja er ekki einkamál
markaðsdeilda fyrirtækja
14 vörumerki voru valin úr 80 tilnefndum af sérfræðingum Vörumerkjastjórnun skilar árangri
Er verkefni alls fyrirtækisins Fyrsta skýrsla sinnar tegundar í heiminum Charge aftur í haust
Dr. Friðrik
Larsen
Nýr Pizza Hut-veitingastaður verð-
ur opnaður um mitt sumar í versl-
unarkjarnanum Setbergi í Hafnar-
firði, þar sem áður var söluturninn
Snæland. Einnig hefur verið skrifað
undir viljayfirlýsingu um nýjan
Pizza Hut-stað í nýrri verslana-
miðstöð sem Kaupfélag Suðurnesja
hyggst reisa nærri Keflavíkur-
flugvelli.
Helgi Vilhjálmsson í Góu, eigandi
Pizza Hut á Íslandi, segir í samtali
við Morgunblaðið að allt sé á fleygi-
ferð núna við undirbúning nýja stað-
arins, sem verður annar Pizza Hut-
staðurinn á Íslandi, en fyrir er Pizza
Hut-veitingastaður í Smáralind.
Góa keypti Pizza Hut á Íslandi ár-
ið 2015, en hafði áður komið að
rekstri Pizza Hut í Litháen, þar sem
félagið átti þrjá staði. „Við einbeit-
um okkur að Íslandi í þetta skipti,“
segir Helgi.
Hann segir að nýi staðurinn sé á
besta horni bæjarins, eins og hann
orðar það. „Fara ekki 30 þúsund
bílar þarna framhjá á hverjum
degi?“ segir Helgi og bætir við að
sér skiljist að Hafnfirðingar bíði
spenntir eftir nýja staðnum.
Aðspurður segir Helgi að bæði
verði hægt að sækja pitsur og tylla
sér niður og borða á staðnum. „Þetta
er blandað kerfi, nýi tíminn og sá
gamli.“
Helgi kveðst ætla að opna nokkra
Pizza Hut-staði á næstu misserum.
„Já, ef maður fær tíma til þess. Í dag
tekur þetta allt svo mikinn tíma,
mikið af lögum og reglum sem þarf
að uppfylla. Það er straumur útlend-
inga til landsins og mikil tækifæri í
því.“ tobj@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Flatbökur Helgi Vilhjálmsson í Góu.
Pizza Hut opnar nýjan
stað í Hafnarfirði í sumar
Staður í Keflavík á teikniborðinu Nýi og gamli tíminn