Morgunblaðið - 06.05.2017, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Magnea og Marta Þær safna fyrir heimildarkvikmynd sem þær eru að gera um Íslendinga á Kanarí.
hálfgerð útilegustemning, rosalega
gaman. Á Kanarí er stemningin ekki
ósvipuð því sem fólk þekkir í íslensk-
um sveitaþorpum. Þetta er kyn-
slóðin sem upplifði þegar hún var
upp á sitt besta lög eins og „Á Spáni
er gott að djamma og djúsa“, segja
þær Magnea og Marta en taka fram
að á Kanarí séu ekki fullir Íslend-
ingar, eins og margir halda.
„Þvert á móti er þetta afslappað
og notalegt, heilbrigður félags-
skapur. Þetta er fólkið sem tók með
sér Orabaunir og hangikjöt til Kan-
arí í fyrstu ferðunum þangað. Það er
mikil og falleg nánd í þessum fé-
lagsskap eldra fólks og fólk er
stundum að draga sig saman, enda
þó nokkuð um ekkla og ekkjur, fólk
sem vill eignast félaga.“
Griðastaður homma
Magneu og Mörtu finnst gaman
að stúdera verslunarkjarnana, eða
„mínímollin“, á Ensku ströndinni.
„Klörubar er í Yumbo Center,
en þar er fjölbreytt og litríkt mann-
líf. Þar er rótgróið samfélag sam-
kynhneigðra, hommar hafa átt þar
griðastað allt frá því á sjöunda ára-
tugnum. Klara sagði að í upphafi
reksturs hennar hefði verið gert
samkomulag um að í Yumbo Center
fengju allir að vera eins og þeir eru.
Kanarí er því paradís homma og elli-
lífeyrisþega, á mjög jákvæðan og
umburðarlyndan hátt. Margir klæð-
skiptingabarir eru í Yumbo Center
og gaman að detta inn á sýningar
þar sem kaldhæðnar draggdrottn-
ingar fara mikinn og rammfalskur
Elvis syngur. Við erum ekki að gera
grín að neinum í þessari heimild-
armynd, við berum mikla virðingu
fyrir viðmælendum og viðfangsefn-
inu. Fjölbreytileikinn og húmorinn í
lífsgleði þessa fólks er það sem okk-
ur finnst spennandi að fanga í mynd-
inni okkar.“
Handan tungumálsins
Þær segja tómarúm hafa mynd-
ast þegar Klara hætti að reka Klöru-
bar árið 2010. „Þá tóku aðrir við
rekstrinum en maðurinn hennar
Klöru, hinn katalónski Cisco, eldar
enn íslenskan mat vikulega á Klöru-
bar. En Íslendingarnir hafa fært sig
þó nokkuð yfir á Mannabar, sem er
lítill spænskur sveitabar rekinn af
hjónum frá Galisíu, Manuel og Dinu.
Þau tala hvorki ensku eða íslensku
en uppi um alla veggi á veitinga-
staðnum þeirra eru úrklippur úr ís-
lenskum dagblöðum, m.a. um gosið í
Vestmannaeyjum. Þessi hjón eru
miklir vinir allra Íslendinga og
Mannabar er aðalmálið hjá Íslend-
ingum á Kanarí núna. Það er fallegt
að sjá samskipti hjónanna við Ís-
lendingana, af því þau fara fram á
einhverju sem er handan tungu-
málsins. Þarna ríkir mikil gleði og
þar er líka sungið. Á Mannabar býð-
ur Manuel upp á Mannakjöt, sem er
þurrkað spænskt kjöt.“
Við erum öll eins í grunninn
Magnea segir að þeim vinkon-
unum finnist áhugavert að skoða
hvernig Íslendingar sem ferðamenn
hegði sér erlendis, þar sem þeir eru
gestir. „Með auknum ferðamanna-
straumi til Íslands er áhugavert að
skoða hvernig við erum sem útlend-
ingar í öðrum löndum. Við lifum á
varhugaverðum tímum þar sem
þjóðernishyggja fer vaxandi sem og
kynþáttafordómar. En fólk er í
grunninn eins, hvaðan sem það
kemur.“ Þær Magnea og Marta eru
að safna fyrir heimildarmyndinni á
Karolina fund. „Við erum að vinna í
handritinu, höfum filmað heilmikið
af skemmtilegu efni og erum búnar
að mynda tengsl við fólkið. Við ætl-
um aftur út til Kanarí til að bæta við
efni, en við stefnum að því að klára
myndina á einu ári.“
Á þessari slóð er hægt að skoða
brot úr myndinni og styrkja verk-
efnið:
https://www.karolinafund.com/
project/view/1700
Söngstund Marý á Kirkjubæ slær gítarstrengi og félagar hennar þenja
nikku og slá aðra strengi, en allir syngja með og skemmta sér vel.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2017
7/8 lengd
Str. 36-46/48
Háar í mittið, fleiri litir
Opið í dag 11-16
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
Buxur
Verð kr. 13.900
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
GLÆSILEGT
KJÓLAÚRVAL
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
Lokakaffi
Kvenfélagsins Heimaeyjar
verður á Grand hótel Reykjavík sunnudaginn 7. maí kl. 14.
Við vonumst til að sjá sem flesta.
Stjórnin
Fylgdu okkur á facebook.com/laxdal.is
Laugavegi 63, Skipholti 29b • S. 551 4422
SUMARYFIRHFNIR
SPARIDRESS
20%
afslátturlaugardag-mánudags
Á þessari mynd sem tekin var í lok
síðasta mánaðar má sjá hvar hin afg-
anska Sadaf, sem starfar í Kabúl sem
snyrtifræðingur, vinnur við að
skreyta hendur brúðkaupsgests.
Sadaf þarf bæði að steypa neglur
og flúra fingur og handarbak með
hennalitum.
Á myndum sem stillt hefur verið út
í glugga snyrtistofunnar er lofað
miklum árangri af fegrunarmeð-
ferðum hverskonar, kolamáluðum
augum og fleiru í þeim dúr, en þegar
inn er komið á snyrtistofuna má ljóst
vera að tæplega er hægt að standa
við það allt, því aðstæður eru bág-
bornar.
Myndir af kvenlegri glitrandi feg-
urð í gluggum snyrtistofunnar eru í
hrópandi mótsögn við rykugar
hættulegar göturnar fyrir utan, þar
sem karlaveldið ræður ríkjum.
Mikið lagt upp úr skrautinu þegar boðið er til brullaups, líka hjá boðsgestunum
AFP
Neglur steyptar á fingur og húðin flúruð að gömlum sið með hennalitum.
Brúðkaups-
gestir duglega
skreyttir