Morgunblaðið - 06.05.2017, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2017
Fyrstu kynni
mín af Matthíasi
voru á Aðalfundi
Stéttarsambands
bænda 1983. Fundurinn var
haldinn í húsnæði Héraðsskól-
ans á Reykjum við Hrútafjörð,
síðustu daga ágústmánaðar. Ég
var að fylgjast með störfum
fundarins. Hafði lítið annað
hlutverk. Matthías var þá fyrir
nokkru orðin ritstjóri Búnaðar-
blaðsins Freys sem Búnaðar-
félag Íslands og Stéttarsam-
band bænda gáfu út. Matthías
var þarna að fylgjast með fund-
inum og undirbúa næsta blað af
Frey, en ávallt kom út blað sem
tileinkað var fundinum. Ég man
vel eftir því að við áttum þarna
nokkur samskipti. Sjálfsagt hef-
ur hvorugum okkar dottið í hug
að þetta væri upphaf að jafn
traustri vináttu og raun varð á.
Um hann má með sanni segja
„hann var vinur vina sinna“.
Matthías var búfræðikandí-
dat. Bæði menntaður hérlendis
og erlendis og starfaði á þeim
vettvangi eftir að menntun lauk
m.a ritað með öðrum kennslu-
bækur í jarðrækt, búnaðarhag-
fræði og áburðarfræði, svo
nokkuð sé nefnt.
Ég tel þó að ritstjórn hans á
Frey og það sem þar liggur eft-
ir hann muni halda uppi nafni
hans þegar litið verður yfir
sögu landbúnaðarins og þróun
hans á síðari hluta síðustu ald-
ar. Annars vegar öll þau merku
viðtöl sem hann tók við bænda-
fólk, starfsmenn þess og for-
ystumenn bænda. Þar liggur
mikill fjársjóður af fróðleik um
íslenskan landbúnað á einhverj-
um mesta breytingatíma til
sveita. Hins vegar eru margar
forystugreinar sem hann skrif-
aði í Frey hreinar perlur. Það
væri við hæfi að tekið væri
saman úrval úr þessu efni, sem
Matthías
Eggertsson
✝ Matthías Egg-ertsson fæddist
19. júlí árið 1936.
Hann lést 24. apríl
2017.
Útför Matthíasar
fór fram 3. maí
2017.
gefið yrði út í bók.
Bændasamtökin
ættu að stuðla að
því.
Ekki má gleyma
því verkefni sem
Matthías vann að
vissu leyti á bak
við tjöldin en það
var að lesa yfir til-
lögur á aðalfundum
Stéttarsambands
bænda, með tilliti
til málfars. Hann var mikill ís-
lenskumaður. Eins las hann yfir
margar greinar og ræður fyrir
fjölmarga einstaklinga áður en
þær komu fyrir almennings
sjónir. Hann var mjög passa-
samur á þessu sviði, þannig að
sumum fannst nóg um. Það
verður seint fullþakkað fyrir
samtök eins og Bændasamtökin
að hafa haft jafn traustan og
tryggan starfsmann eins og
Matthías var.
Ég gat um okkar trausta
samband. Um tíma lá leið mín
oft til Reykjavíkur og þá í
Bændahöllina. Ég held að það
hafi ekki brugðist að ég gæfi
mér ekki tíma til að ganga inn á
skrifstofu hans og ekki voru
símtölin fá. Margt var rætt og
margar fréttir fékk ég af því
sem var að gerast. Ég varð var
við að sumir voru hissa á því
hvað ég vissi vel hvað efst væri
á baugi á hverjum tíma í
Bændahöllinni. Reyndar leit ég
víðar við hjá stafsmönnum þeg-
ar stund gafst til. Mér fannst
áríðandi að eiga góð samskipti
við starfsfólkið.
Við ræddum líka andlegu
málin, báðir höfðum við áhuga á
þeim. Oft kom ég heim til Matt-
híasar og hans góðu konu Mar-
grétar Guðmundsdóttur. Þar
var gott að koma. Heimilið
hafði svo mikla hlýju. Við Sig-
rún sendum Margréti og fjöl-
skyldunni okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Gunnar
Sæmundsson.
Fyrstu kynni mín af Matt-
híasi voru 1970 þegar hann
heiðraði okkur í Íslendinganý-
lendunni á Ási með nærveru
sinni. Grun hef ég um að endur-
menntunin hafi einkum orðið á
meðal okkar busanna að hlýða á
uppfræðslu hans þó að vafalítið
hafi hann líka sótt fræðslu
fræðimanna staðarins. Þarna
var kominn maður með ferska
sýn á mörg af málefnum land-
búnaðarins.
Strax þegar heim kemur
kynnist ég honum mikið í gegn-
um Búnaðar- og garðyrkju-
kennarafélagið, sem hann hafði
blásið miklu lífi í. Beitti það sér
fyrir námskeiðahaldi og blés
anda í sameiginleg bókaskrif
skólanna. Matthías leitaði ann-
arra starfa þegar Hólaskóli
lagðist í dvala.
Um 1980 kemur hann til
starfa hjá BÍ sem ritstjóri
Freys. Ferill Matthíasar þar
var einkar glæsilegur. Það var
stórveldistími blaðsins. Þetta
var fag- og menningartímarit
fyrir íslenskan landbúnað. Fjöl-
breytt að efni, mikið lesið og
miðlaði miklum fróðleik.
Breyting sem Matthías gerði
var að taka upp ítarleg viðtöl
við landbúnaðarstarfsmenn um
allt land. Þar naut sín hve auð-
velt hann átti með að komast
beint að kjarna málsins í sam-
tölum. Ég varð fljótt ráðgefandi
um val á viðmælendum og fór
viðtalsferðir vítt um allt land
með honum. Þessar ferðir urðu
dýrmætur skóli. Frásagnargleði
Matthíasar á ferðunum og í við-
ræðum við fólk var óborganleg.
Þó að allar séu ferðir þessar
minnisstæðar eru tvær sem eru
greyptar í huga mér.
Fyrri ferðin var farin að
Holti í Þistilfirði til gömlu
systkinanna og Friðgeirs þar
sem bræðurnir rifjuðu upp hina
stórbrotni sögu Þistils frá um
1940 til þess tíma.
Hin ferðin var til Indriða á
Skjaldfönn. Ég þekkti Indriða
og vissi hve gott hann var heim
að sækja. Matthías þekkti hann
aðeins af blaðaskrifum Indriða.
Taldi hann þetta dauðadæmt
ferðalag. Þegar vestur kom var
sest niður og tók hann þarna
eitt af sínum bestu viðtölum
enda kom strax í ljós að hjá
báðum brunnu t.d. sömu tilfinn-
ingar gagnvart því að dreifð
byggð landsins fengi eitthvert
viðnám í þjóðfélaginu. Það hafa
stjórnmálamenn ekki veitt
henni enn.
Matthías var með hæstu
mönnum en hárlítill um kollinn
hin síðari ár og vakti því strax
athygli þar sem hann fór. Hann
var einn þeirra manna sem ætíð
fylgdi birta. Ekki vakti hann
minni athygli þegar farið var að
ræða um menn og málefni.
Hann var einstakur frásagnar-
maður og kunni lausavísur og
hafði á hraðbergi sem með fá-
dæmum var. Miðlun fróðleiks
var honum meðfæddur eigin-
leiki. Matthías var mjög póli-
tískur maður í þeim skilningi að
hann hugleiddi mörg þeirra
mála sem efst voru á baugi hér-
lendis og erlendis. Það gerði
hann með því að leita kjarna
málanna.
Síðustu árin urðu Matthíasi
þung í skauti eftir að hann
greindist með alzheimer. Við-
brögð hans við þeim tíðindum
voru samt sérlega jákvæð. Ég
tel að það hafi verið hans lán að
losna úr greipum sjúkdómsins.
Einnig hlýtur það til lengdar að
vera hans nánustu fyrir bestu.
Margréti, börnunum og öðr-
um aðstandendum votta ég ein-
læga samúð mína. Í huga þeirra
eins og okkar hinna lifa minn-
ingar um ógleymanlegan og
einstakan mann.
Jón V. Jónmundsson.
Í næstum tuttugu ár hef ég
verið reglulegur sumargestur
hjá Matthíasi og Margréti og
þó að ég gerði mér grein fyrir
að heilsu Matthíasar færi hrak-
andi hlakkaði ég til að heim-
sækja hann á Grund þegar ég
kæmi til landsins seinna í maí.
Hann sýndi mér alltaf mikla
gestrisni og hið sama gildir um
aðra útlendinga sem dvöldu að
Hagamel 37 á veturna. Þau
hjónin létu okkur líða eins og
við værum hluti af fjölskyld-
unni.
Matthías var ávallt glaðvær
og bjó yfir ótal sögum sem bæði
voru fyndnar og fræðandi.
Hann var sérstaklega viljugur
til að hjálpa þeim sem þörfn-
uðust aðstoðar eða æfingar í ís-
lensku og ég er honum afskap-
lega þakklát fyrir að lesa yfir
fyrir mig fyrirlestra sem ég
hugðist flytja á íslensku. Þetta
er einnig skrifað fyrir hönd
þeirra útlendu fræðimanna sem
hafa dvalist á Hagamel 37 og
sendir Kendra Willson sérstak-
ar samúðarkveðjur.
Margaret Cormack.
Matthías Eggertsson, fyrrum
ritstjóri búnaðarblaðsins Freys,
er nú genginn til feðra sinna.
Hann helgaði landbúnaðinum
starfsævi sína, fyrst sem til-
raunastjóri á Skriðuklaustri,
síðar sem kennari á Hólum, en í
upphafi níunda áratugarins réð-
ist hann til ritstjórnarstarfa hjá
Búnaðarfélaginu, sem síðar
varð að Bændasamtökum Ís-
lands.
Matthías var vinnusamur og
ósérhlífinn. Í viðtali, sem tekið
var við hann í tilefni af 100 ára
afmæli Freys árið 2004, lýsir
hann því að ekkert starf hafi
gert meiri kröfur til sín en rit-
stjórnarstarfið. Frá árinu 1980
var hann ritstjóri Freys, ýmist
einn eða í félagi við aðra sam-
starfsmenn. Það hefur vafalaust
kostað ýmsar fórnir á öðrum
sviðum, t.d. mætti hann oft og
iðulega í Bændahöllina á laug-
ardagsmorgnum, sem okkur
sem yngri vorum fannst heldur
vel í lagt. En þannig var Matt-
hías og þannig leið honum best.
Matthías var forvitinn og
fylgdist vel með landbúnaðar-
pólitíkinni, bæði hér heima en
ekki síður í útlöndum. Hann
hafði sterkar taugar til Noregs
eftir námsárin í Ási og var vel
inni í öllu sem gerðist á land-
búnaðarsviðinu þar í landi. Um-
hverfismál og virðing fyrir nátt-
úrunni var rauður þráður í
mörgum verka hans. Þessi
ósvikni áhugi hans á landbúnaði
var eldsneytið sem knúði hann
áfram við ritstörfin.
Það er ánægjulegt að nú
stendur yfir stafræn yfirfærsla
á búnaðarblaðinu Frey, sem á
þessu ári verður aðgengilegt á
vefnum timarit.is. Mikið af því
sem ritað var í tímaritið er enn
í fullu gildi og mun nýtast kom-
andi kynslóðum við að skerpa á
búnaðarfræðunum. Auk þess
að ritstýra Frey sá Matthías
um Handbók bænda um árabil.
Þá var hann betri en enginn
við yfirferð texta og leiðrétt-
ingar á skrifum annarra.
Rauðlituð handrit og þéttskrif-
aðar tillögur á spássíum
reyndust jafnan til bóta og rit-
arar höfðu nóg að gera við vél-
ritun og frágang. Á tímabili las
Matthías yfir efni Bændablaðs-
ins fyrir prentun.
Hann fylgdist með því að
blaðamenn og aðrir höfundar
færu rétt með nöfn og stað-
arheiti en einnig ýmislegt sem
snerti landbúnað, forn og ný
vinnubrögð, vinnuaðferðir,
hugtök og heiti af ýmsu tagi.
Þetta kom sér oft vel og forð-
aði blaðinu og starfsmönnum
þess frá því að verða sér til
skammar.
Eftir að Matthías hætti
formlega störfum var hann tíð-
ur gestur á „þriðju hæðinni“,
skrifstofum BÍ á Hótel Sögu.
Hann fékk sér göngutúr frá
heimili sínu á Hagamel til þess
að ná í erlend blöð og spjalla
við vini sína. Í næstu ferð kom
hann færandi hendi með þýð-
ingar eða stutta fróðleiksmola
sem birtir voru í Bænda-
blaðinu. Síðustu ár fækkaði
ferðunum þegar heilsa og þrek
fór að dala.
Við vinnufélagar og vinir í
Bændahöllinni yljum okkur við
góðar minningar um Matthías
Eggertsson. Hann tilheyrði
kynslóð sem upplifði miklar
breytingar í íslenskum land-
búnaði og fyrir hans þátt í
þeim ber að þakka.
Margréti og afkomendum
þeirra hjóna eru sendar sam-
úðarkveðjur úr Bændahöllinni
við Hagatorg.
Tjörvi Bjarnason.
Mig langar í
nokkrum orðum að
minnast bróður
míns, Magnúsar
Oddssonar, sem lést 11. apríl síð-
astliðinn. Maggi var níu árum
eldri en ég, en strax í byrjun tók
hann mér opnum örmum og
sýndi mér þann kærleika og
hlýju sem einkenndi hann ætíð
ásamt góðlátlegri glettni.
Við áttum margar góðar sam-
verustundir. Minnisstætt er mér
úr barnæsku þegar ég las upp
sögur í skólanum eftir Magga
sem fjölluðu um hinn talandi
kött Brand. Þessar sögur vöktu
mikla athygli og var ég montin
yfir því að vera systir sjálfs höf-
undarins.
Ég leit alltaf upp til Magga
stóra bróður og er hreykin af því
hve vel honum vegnaði í lífi og
starfi. Magnús var bæjarstjóri
Akranesbæjar í átta ár og
gegndi fjölmörgum öðrum trún-
aðarstörfum eins og fyrir ÍSÍ, ÍA
og KFUM auk þess að vera raf-
Magnús Oddsson
✝ Magnús Odds-son fæddist 17.
nóvember 1935.
Hann lést 11. apríl
2017.
Útför Magnúsar
fór fram 25. apríl
2017.
veitustjóri til fjölda
ára. Þrátt fyrir vel-
gengni var Maggi
alltaf samur við sig.
Hann var hógvær,
heiðarlegur og
kurteis í almennum
samskiptum. Gott
var að leita til
Magnúsar þegar á
bjátaði en hann var
ráðagóður og hjálp-
fús. Mér er margt
minnisstætt af samskiptum mín-
um og Magga síðustu áratugi, en
ætla bara að nefna jólaboðin sem
Maggi og Svandís héldu árlega
fyrir ættingja sína. Í þeim var
Maggi hrókur alls fagnaðar og
tók virkan þátt í leikjum.
Ég mun sakna þín sárt, Maggi
minn, og kveð þig með þækklæti
í huga fyrir allar samverustundir
okkar. Ég votta Svandísi, Pétri,
Ingu, Ágústi Loga, Magnúsi
Árna og Svandísi Erlu mína
dýpstu samúð.
Hér við skiljumst
og hittast munum
á feginsdegi fira;
drottinn minn
gefi dauðum ró,
hinum líkn, er lifa.
(Úr Sólarljóðum)
Þín systir,
Ólöf Jóna Oddsdóttir (Lilla).
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN HELGI HÁLFDANARSON,
Heiðarbrún 16, Hveragerði,
lést á Sjúkrahúsinu á Selfossi mánudaginn
1. maí.
Útför hans fer fram frá Hveragerðiskirkju
laugardaginn 13. maí klukkan 14.
Jóna Einarsdóttir
Inga Jónsdóttir Þorgils Baldursson
Hálfdan Jónsson Astrid Wormdal
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi okkar,
MARINÓ FINNBOGASON
frá Hóli í Bakkadal,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 2. maí.
Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju
föstudaginn 12. maí klukkan 13.
Jóna S. Guðmundsdóttir
Alda Björk Marinósdóttir Trausti Hauksson
Guðmundur Marinósson Guðbjörg Anna Magnúsdóttir
Finnbogi S. Marinósson Kerstin Marinósson
Guðrún Björk Marinósdóttir Vigfús Eiríksson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
HALLUR BJARNASON
málarameistari,
Jörundarholti 20a, Akranesi,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
föstudaginn 28. apríl. Útför hans fer fram
frá Akraneskirkju miðvikudaginn 10. maí klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Heilbrigðisstofnun
Vesturlands, Akranesi.
Guðrún J. Vilhjálmsdóttir
Jón Þór Hallsson Ástríður Ástbjartsdóttir
Jóhanna Hugrún Hallsdóttir Sturlaugur Sturlaugsson
Bjarnheiður Hallsdóttir Tómas F. Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær frænka okkar,
RAGNA K. JÓHANNSDÓTTIR
frá Lárusarhúsi, Hellissandi,
Hringbraut 71, Reykjavík,
lést á Landspítalanum Fossvogi föstu-
daginn 28. apríl. Útför hennar verður gerð
frá Fossvogskapellu mánudaginn
8. maí klukkan 11.
Vilborg Sverrisdóttir
Lára Sverrisdóttir Borthne
Bryndís Lúðvíksdóttir
Guðmundur Ingvi Sverrisson
Valdimar Örn Sverrisson
Þórður Sverrisson
Aðalsteinn Sverrisson