Morgunblaðið - 06.05.2017, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2017
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Unnar Þór Bachmann, trúnaðarmaður kennara
í Fjölbrautaskólanum við Ármúla, segir kenn-
ara skólans ósátta með vinnubrögð mennta-
málaráðuneytisins í fyrirhugaðri sameiningu
Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans.
Unnar segir ekkert samráð hafa verið haft við
kennara, sem fréttu af málinu í fjölmiðlum.
„Ég fékk að vita af þessu á RÚV í gær og fékk
fyrstu upplýsingar þaðan,“ segir Unnar.
„Traustið hverfur mjög fljótt þegar staðið er
svona að málum.“
Menntamálaráðuneytið vinnur nú að grein-
ingu á kostum og göllum sameiningar ásamt
Jóni B. Stefánssyni, skólameistara Tækniskól-
ans, og Steini Jóhannssyni, skólameistara Fjöl-
brautaskólans við Ármúla
Snýst um að styrkja undirstöður
Að sögn Kristjáns Þórs Júlíussonar mennta-
málaráðherra hefur engin ákvörðun verið tekin í
málinu og verði slíkt ekki gert fyrr en faglegri
greiningu sé lokið.
„Þetta veltur á því hvernig niðurstaða grein-
ingarinnar verður, meðan hún er ekki komin
fullbúin á mitt borð, þá er málið einfaldlega á
þeim stað að við erum enn í vinnu við að und-
irbyggja rökstudda ákvörðun,“ segir Kristján
Þór. Hann segir markmiðið með sameiningunni
vera að styrkja verk- og starfsnám. „Grunnur-
inn að þessu öllu saman er að styrkja undir-
stöður verk- og starfsnáms,“ segir Kristján Þór.
„Það er fyrst og fremst verið að skoða þetta í
ljósi þess að þetta eru að mörgu leyti eðlislíkir
skólar. Verk- og starfsnám stendur hallari fæti
en bóknámið þegar um svona mikla nemenda-
fækkun er að ræða,“ segir hann en Morgunblað-
ið greindi frá því í gær að framhaldsskólanem-
um mundi fækka til muna á næstu árum.
Fjölbreytt nám nauðsynlegt
Menntamálaráðherra fundaði með allsherjar-
og menntamálanefnd í gær vegna málsins og
segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður
allsherjar- og menntamálanefndar, að ráðherra
hafi skýrt fyrir nefndarmönnum þau atriði sem
eru til skoðunar til að bregðast við fækkun fram-
haldsskólanema, sérstaklega á höfuðborgar-
svæðinu. Áslaug telur jafnframt að ef komi til
sameiningar skólanna tveggja felist í því tæki-
færi til að auka fjölbreytt námsframboð fyrir
nemendur þrátt fyrir fækkun.
„Í þessari sameiningu felast tækifæri fyrir
nemendur til að auka fjölbreyttara námsfram-
boð og halda því uppi þrátt fyrir fækkun nem-
enda. Ef það tekst þá hlýtur þetta að vera af
hinu góða,“ segir Áslaug.
Jón B. Stefánsson, skólameistari Tækniskól-
ans, fundaði með starfsfólki Fjölbrautaskólans
við Ármúla í gær og segir Unnar að kennurum
hafi verið gefið sterkt vilyrði fyrir áframhald-
andi starfi. Hann segir að óánægja kennara sé
mest meðal þeirra sem eldri eru. „Þessi skóli
hefur verið ævistarf þeirra, sumir hafa verið
þarna alla sína starfsævi og skiljanlega eru þeir
mjög ósáttir.“
Ósátt með vinnubrögð ráðherra
Kennarar gagnrýna vinnubrögðin vegna áforma um sameiningu FÁ og Tækniskólans Snýst um að
styrkja undirstöður verk- og starfsnáms, segir menntamálaráðherra Engin formleg ákvörðun tekin
Nú eru 319 bátar byrjaðir á
strandveiðum. Afli þeirra fyrstu
vikuna var 433 tonn, en heimilt
var að róa þrjá daga. Aflinn
fékkst í 651 róðri og er með-
altalið í róðri því 665 kíló, en úr
hverri veiðiferð er heimilt að
koma með 650 kíló, í þorskígild-
um talið, af kvótabundnum teg-
undum.
Að venju eru flestir strand-
veiðibátanna á svæði A, sem nær
frá Arnarstapa til Súðavíkur, en
þar var 161 bátur byrjaður í vik-
unni. Það eru þremur fleiri en
samanlagður fjöldi á hinum svæð-
unum þremur, að því er fram
kemur á heimasíðu Landssam-
bands smábátaeigenda. Í gær var
meðalverð fyrir kíló af óslægðum
þorski 189 krónur á fiskmörk-
uðum, en 231 króna fyrir kíló af
slægðum þorski.
Brögð voru að því í vikunni að
lögskráningu á strandveiðibáta
væri ábótavant. aij@mbl.is
319 bátar byrjaðir
á strandveiðum
Kajakræðarinn sem leitað var að
út af Þjórsárósum að kvöldi 29.
apríl s.l. og úrskurðaður var látinn
á sjúkrahúsi þann 30. apríl hét
Sigurður Birgir Baldvinsson.
Hann var fæddur 23.10. 1973 og
til heimilis að Hólmaseli í Flóa-
hreppi. Fram kemur í tilkynningu
frá lögreglu að Sigurður lætur eft-
ir sig sambýliskonu, dóttur á
fimmta ári og tvo syni, sautján og
nítján ára.
Lést í slysi
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Borgarráð hefur samþykkt tillögu
umhverfis- og skipulagssviðs borg-
arinnar um 30% hækkun launa nem-
enda Vinnuskóla Reykjavíkur fyrir
sumarið 2017.
Í fyrra var tímakaup yngri ung-
menna 464 krónur en hækkar í 603
krónur. Tímakaup eldri ungmenna
var 617 krónur en hækkar í 802
krónur.
Heildarlaunakostnaður var í fyrra
48 milljónir króna en miðað við svip-
aðan fjölda nemenda verður hann
62,4 milljónir á þessu sumri.
Launin í Vinnuskólanum
höfðu dregist aftur úr
Á fundi umhverfis- og skipulags-
ráðs Reykjavíkur 5. apríl sl. var
kynntur samanburður á launum
nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur
við laun nemenda í öðrum sveit-
arfélögum. Í ljós kom að laun nem-
enda í Vinnuskóla Reykjavíkur
höfðu dregist nokkuð aftur úr í þeim
samanburði. Því er þessi ákvörðun
tekin um 30% hækkun frá í fyrra.
Samkvæmt upplýsingum Magn-
úsar Arnars Sveinbjörnssonar,
skólastjóra Vinnuskólans, var í byrj-
un apríl opnað fyrir skráningar fyrir
sumarið 2017. Foreldrar skrá börn
sín í gegnum „Mínar síður“ hjá
Reykjavíkurborg. Allir nemendur úr
9. og 10. bekkjum grunnskóla í
Reykjavík, sem eru skráðir, fá
vinnu. Starfstímabilið er frá 12. júní
til 31. júlí. Nemendur starfa hálfan
daginn og þeim býðst að vinna alls
105 stundir (báðir árgangar). Alls
voru 1.174 nemendur skráðir í fyrra,
735 úr 9. bekk og 439 úr 10. bekk.
514 stúlkur voru skráðar og 660
drengir. Um 60 leiðbeinendur og að-
stoðarleiðbeinendur störfuðu í
Vinnuskólanum í fyrra.
Laun hækka um 30%
Í fyrra voru
1.174 nemendur
í Vinnuskólanum
Morgunblaðið/Ómar
Vinnuskólinn Fjölbreytt störf eru
unnin um alla borg yfir sumarið.
Glæpum gagnvart hommum og tvíkynhneigðum
körlum í Tsjetsjeníu var mótmælt þegar félagar
í Samtökunum 7́8 komu saman fyrir utan rúss-
neska sendiráðið við Garðastræti í gær. Í Tsjetsj-
eníu tíðkast að samkynhneigðum körlum sé
smalað saman í fangabúðir og þeir pyntaðir þar,
eins og var á tímum síðari heimsstyrjaldar.
María Helga Guðmundsdóttir, formaður Sam-
takanna ’78, segir ástandið í landinu alvarlegt.
Glæpum gagnvart samkynhneigðum í Tsjetsjeníu mótmælt
Morgunblaðið/Golli
Pyntingar og alvarlegt ástand