Morgunblaðið - 06.05.2017, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2017
Már Sigurðsson á
Geysi í Haukadal í
Biskupstungum, kenn-
ari og ferðamálafröm-
uður, lést á heimili
sínu 3. maí síðastlinn.
Már var fæddur 28.
apríl 1945. Foreldrar
hans voru Sigrún
Bjarnadóttir frá Bóli í
Biskupstungum og
Sigurður Greipsson,
skólastjóri og hót-
elhaldari á Geysi í
Haukadal. Már út-
skrifaðist 1964 frá
Íþróttakennaraskóla
Íslands að Laugarvatni og 1968 út-
skrifaðist hann úr Danmarks Høj-
skole for Legemsøvelser í Dan-
mörku.
Frá útskrift starfaði hann sem
íþróttakennari á Hólum í Hjalta-
dal, Stykkishólmi, Fáskrúðsfirði,
Reykjanesi við Ísafjarðardjúp og
farkennari á vegum Héraðssam-
bandsins Skarphéð-
ins. Árið 1969 hóf
hann starf sem kenn-
ari við grunnskólann
á Laugalandi í Holt-
um í Rangárvalla-
sýslu og starfaði þar í
25 ár.
Már hóf uppbygg-
ingu á ferðaþjónustu
við Geysi í Haukadal
árið 1972 og helgaði
sig alfarið uppbygg-
ingunni við fjöl-
skyldufyrirtækið Hót-
el Geysi frá árinu
1993 og var mikill
frumkvöðull á sviði ferðaþjónustu.
Már hlaut riddarakross hinnar
íslensku fálkaorðu árið 2005 fyrir
uppbyggingu ferðaþjónustu.
Eftirlifandi eiginkona Más er
Sigríður Vilhjálmsdóttir og eiga
þau þrjú börn og sex barnabörn.
Már verður jarðsunginn frá
Skálholtskirkju 19. maí nk., kl 15.
Andlát
Már Sigurðsson
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Rúmlega 40% munaði á fermetra-
verði í dýrasta og ódýrasta hverfinu
á höfuðborgarsvæðinu í fyrra.
Þetta kemur fram í greiningu
Reykjavík Economics, Blikur á lofti
á íbúðamarkaði: Framboðstregða á
höfuðborgarsvæðinu ýtir undir bólu-
myndun, sem unnin var fyrir Ís-
landsbanka. Munurinn milli hverfa
er sýndur á grafi hér til hliðar.
Magnús Árni Skúlason, hagfræð-
ingur hjá Reykjavík Economics, seg-
ir aðspurður að ekki séu komin fram
merki um bólumyndun á íbúðamark-
aði. Hins vegar séu vísbendingar um
að hækkun íbúðaverðs sé að síga
fram úr kaupmætti, líkt og árið 2005.
Hafa beri í huga að nú séu raun-
vextir mun lægri. Ef þeir lækki frek-
ar geti fasteignaverð hækkað meira.
Magnús Árni bendir á að frá mars
2016 til mars 2017 hafi raunverð
íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæð-
inu hækkað um 19% og um 20,9% að
nafnvirði. Sérbýli hafi hækkað um
20,2% að nafnvirði en fjölbýli um
21,3%. Það sé ein mesta 12 mánaða
hækkun sem um getur síðan breyt-
ing varð á húsnæðislánakerfinu
haustið 2004. Jafnframt hafi hús-
næðisverð hækkað að meðaltali um
52,1% að raungildi síðan vísitala
íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu
náði lágmarki í desember 2010.
Með þessa þróun í huga hvetur
Magnús Árni fólk til varkárni í fast-
eignakaupum. Það geti ekki lengur
reiknað með að íbúðaverð hækki.
Geta ekki vænst hækkana
„Íbúðaverð er orðið hátt. Það er
ekki lengur mögulegt að kaupa fast-
eignir til útleigu og vænta þess að
það sé mikil verðhækkun í pípunum.
Það var möguleiki sem menn sáu á
markaði fyrir tveimur til þremur ár-
um. Þegar fólk kaupir nú fasteign
getur það því ekki vænst þess að eig-
ið fé aukist vegna verðhækkana,
heldur þarf það að greiða niður lánin
til að auka eign sína. Það er komið
jafnvægi að þessu leyti.
Það er enn mikill framboðs-
skortur á íbúðum. Nokkrar skýr-
ingar eru á því. Þar kemur til tak-
mörkuð afkastageta byggingar-
iðnaðarins. Sú afkastageta fór
líklega að miklum hluta í hótelbygg-
ingar og svo fóru margir iðnaðar-
menn úr landi eftir hrunið. Til við-
bótar hefur skort lóðir, meðal annars
vegna tregðu í skipulagsferlinu. Ég
hef rætt við nokkra verktaka. Þeir
segja erfitt að fá lóðir og að þær séu
dýrar. Kerfið í borginni er líka hæg-
virkt. Í einu tilviki tók um þrjú ár að
breyta atvinnulóð í íbúðalóð. Það
tafði byggingu fjölda íbúða,“ segir
Magnús Árni.
Þá bendir hann á að síðustu ár hafi
um 8.000 fleiri flutt til landsins en
fluttu frá landinu. Það hafi aftur auk-
ið eftirspurn eftir húsnæði.
Jafnframt sé mikil eftirspurn til-
komin vegna stórra árganga ungs
fólks sem íhugar fasteignakaup.
Loks segir í skýrslunni að miklar
verðhækkanir á húsnæði séu vara-
samar. „Öfgakenndar sveiflur í
íbúðaverði eru ekki æskilegar bæði
út frá lánveitenda sem og lántak-
anum. Íbúðarkaupandi sem keypti
íbúð árið 2007 með 65% skuldsetn-
ingu sá allt eigið fé sitt brenna upp,
fyrir skuldaleiðréttingar, meðan sá
sem keypti í lok árs 2010 jafnvel með
100% láni (t.d. með eiginfjárframlagi
frá aðstandendum) hefur notið eigin-
fjárávinnings allt til dagsins í dag.“
Skortur á byggingarlóðum á
þátt í hækkandi fasteignaverði
Hvatt til varkárni í fasteignakaupum í nýrri skýrslu Reykjavik Economics
Verðmunur eftir hverfum höfuðborgarsvæðisins árið 2016
Í samanburði við miðborg, þ.e.a.s. innan Hringbrautar og Snorrabrautar
-0-5-10-15-20-25-30-35-40-45
Heimild: Þjóðskrá Íslands og Reykjavík Economics ehf.
Innan Hringbrautar og Snorrabrautar, Reykjavík
-7%
-9%
-9%
-10%
-11%
-12%
-15%
-18%
-21%
22%
-22%
-23%
-25%
-25%
-27%
-27%
-28%
-28%
-29%
-29%
-29%
-29%
-29%
-30%
-31%
-31%
-31%
-32%
-32%
-35%
-35%
-36%
-37%
-41%
Seltjarnarnes
Sjáland, Garðabær
Melar og Hagar, Reykjavík
Teigar og Tún, Reykjavík
Lönd, Reykjavík
Grandar, Reykjavík
Hlíðar, Reykjavík
Garðabær, (ekki Akrar og Sjáland)
Vogar, Reykjavík
Smárar, Kópavogur
Akrar, Garðabær
Norðan Kópavogslækjar (ekki Lundur), Kópavogur
Heimar, Reykjavík
Salir, Kópavogur
Ás, Hafnarfjörður
Mosfellsbær
Borgir, Reykjavík
Lindir, Reykjavík
Vellir, Hafnarfjörður
Engi, Reykjavík
Grafarholt, Reykjavík
Rimar, Reykjavík
Kórar, Hvörf, Þing, Kópavogur
Berg, Hafnarfjörður
Foldir, Reykjavík
Víkur, Reykjavík
Hraunbær, Reykjavík
Hólar, Reykjavík
Háaleitisbraut, Reykjavík
Hús, Reykjavík
Sel, Reykjavík
Hraun, Hafnarfjörður
Álfaskeið, Hafnarfjörður
Vangur, Hafnarfjörður
Jón Gunnarsson samgönguráðherra
segir engar ákvarðanir hafa verið
teknar varðandi framlög ríkisins til
uppbyggingar borgarlínu.
Borgarlína er fyrirhugað kerfi al-
menningssamgangna á höfuðborg-
arsvæðinu. Áformað er að taka
fyrsta áfanga í notkun 2022 og er
hann talinn kosta 30-40 milljarða.
Sveitarfélögin á höfuðborgar-
svæðinu gera ráð fyrir framlagi rík-
isins til þessa verkefnis.
„Við höfum ekki tekið upp form-
legar viðræður við sveitarfélögin á
höfuðborgarsvæðinu um þetta mál. Í
gildi er samningur sem gerður var
2012 um framlag ríkisins til almenn-
ingssamgöngumála á höfuðborgar-
svæðinu. Þar er gert ráð fyrir að
framlagið sé um 900 milljónir á ári í
tíu ár. Á þessu ári greiðir ríkið 890
milljónir til eflingar almennings-
samgangna á höfuðborgarsvæðinu.“
Skoði líka stofnbrautir
„Í ljósi þess hve kostnaðarsöm
borgarlína yrði, þá tel ég eðlilegt að
einnig yrði skoðað í hvaða endur-
bætur á stofnbrautum mætti ráðast
fyrir sömu fjárhæð og stórbæta
jafnframt umferðarflæði.“
Spurður hvaða aðrar nýfram-
kvæmdir en borgarlína séu í undir-
búningi á höfuðborgarsvæðinu
bendir Jón á hugmyndir um að taka
Reykjanesbraut í gegnum Hafnar-
fjörð. Þá sé Sundabraut í skoðun.
Vegagerðin hafi lengi haft mikinn
hug á byggingu mislægra gatnamóta
á mótum Reykjanesbrautar og Bú-
staðavegar, en borgin hafi ekki léð
máls á því. baldura@mbl.is
Teikning/Kópavogsbær
Borgarlína Drög að biðstöð fyrir
borgarlínu við Smáralind.
Ekkert fé
eyrnamerkt
borgarlínu
Samgönguráðherra
nefnir aðra valkosti
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS