Morgunblaðið - 06.05.2017, Blaðsíða 45
DÆGRADVÖL 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2017
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is
Landsins mestaúrval af trommumí öllum verð�lokkum.Hjá okkur færðufaglega þjónustu,byggða á þekkinguog áratuga reynslu.
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Stuttar ferðir, skriftir, kennsla og
tengsl við systkini veita þér mikla ánægju á
komandi ári. Forgangsraðaðu verkefnum og
hættu ekki fyrr en listinn er tæmdur.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú hefur auga fyrir verðmætum og safn
þitt er meira virði en þig grunar. Gakktu frá
praktískum atriðum, svo má teikna drauma-
heim og láta hann bera sig í burtu.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú hefur verið feiminn og mikið
pælt í hvað öðrum finnst um þig, í stað þess
hvað þér finnst sjálfum. Ef einhver vill ekki
lána þér eitthvað sem hann á verðurðu að
sætta þig við það.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú þarft að huga að framtíðinni og
tryggja stöðu þína sem best. Suma daga er
betra að fara í gönguferð og njóta himinsins,
trjánna og vindsins.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það myndi æra óstöðugan að leita að
orsökum allra hluta. Einhver ágreiningur gæti
komið upp varðandi heimilisþrifin og þá er að
komast að samkomulagi.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Eitthvað fer illa fyrir brjóstið á þér og
þú þarft að halda sjálfsstjórn. Ef það er valda-
barátta á milli framans og vinanna, leyfðu þá
vinunum að vinna.
23. sept. - 22. okt.
Vog Ef þú ert leið, reyndu að herða upp hug-
ann. Fólk virðist í einstaklega neikvæðum
stellingum þessa dagana.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú bjargar engu með því að vera
á sífelldum hlaupum. Margir væru til í að ríf-
ast núna. Sinntu vinunum eins og þér frekast
er unnt og leggðu annað til hliðar á meðan.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Samskipti við vinnufélaga batna
umtalsvert á næstunni. Farðu eftir eigin
sannfæringu og óttastu ekki því heilladísirnar
vaka yfir þér.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Ástarsamband, rómantík,
skemmtan eða frí er efst á óskalistanum
núna. Sýndu fjölskyldu þinni hlýju og ástúð
því þú vilt að hamingja ríki á heimilinu.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er líklegt að það beri árangur
að eiga orðaskipti við þá sem starfa að svip-
uðum málum og þú. Gerðu engar áætlanir í
dag.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það getur verið erfitt að standast þá
freistingu að kaupa einhvern hlut. Einhverra
hluta vegna áttu auðveldara með þessi sam-
skipti en áður og nýtur þeirra jafnframt.
Laugardagsgátan er sem endra-nær eftir Guðmund Arnfinns-
son:
Milli vængjabrodda bil.
Bjarg, sem Grettir tók í fang.
Skipaleið er landa til.
Um Langasand ég þreytti gang.
Helgi R. Einarsson leysir gátuna
þannig:
Hugsað var um hitt og þetta
hugmynd loks það gaf
er ermunum tókst upp að bretta.
Ýmiss konar haf.
Guðrún Bjarnadóttir svarar:
Er vænghaf bjargfuglsins breitt?
Á Bjargi tók Grettir upphafssporin.
Úthaf fer skipið skreytt.
Skrefar haf Langasand á vorin?
Þessi er lausn Árna Blöndals:
Haf er vængjabrodda bil.
Bjarg sem lyfta Grettir vann.
Skip um hafsins sigla hyl.
Sandauðn þá ei meta kann.
Þannig skýrir Guðmundur gát-
una:
Vænghaf þetta vera má.
Víða Grettishaf ég sá.
Halda skipin hafið á.
Höf eru sandaflæmi grá.
Þá er limra:
Hann Sæmi úr Svartaskóla
sundreið á erkifóla
„yfir hafið og heim“
og hrekkjóttum þeim
með saltara sökkti drjóla.
Og síðan kemur Guðmundur með
nýja gátu:
Vaknaði af værum dúr
og vatt mér fram úr eftir lúr,
græja þurfti gátu nú,
svo gæti birst í Mogga sú:
Af auga manns oft það hrýtur.
Í auganu blettur hvítur.
Mein af því margur hlýtur.
Menn sárt í kinnar bítur.
Páll Vídalín orti:
Best er að láta brekum af
og bera vel raunir harðar;
nú er meira en hálfsótt haf
heim til sælujarðar.
Er nema von Helgi R. Einarsson
segi: „Vaðlaheiðargöngin (loks-
ins)“:
Til eyrna barst funheit fregn,
sem til framtíðar skiptir hvern þegn.
Með bauga’ undir augum
og búnir á taugum
slæptir þeir slógu í gegn.
Guðmundur Stefánsson orti á
Boðnarmiði:
Umferðin er mjög um megn
og mætti liggja þar í jörð.
Hún myndi renna greið í gegn
í göngum undir Skagafjörð
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Það fýkur í hafið
Í klípu
STÖFFIÐ SEM ENGINN
VILL KANNAST VIÐ
= 199 KR.
BRÚN HRÍSGRJÓN
= 150 KR.GULLIN HÖRFRÆ= 200 KR.
HEILDSALI
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„MAMMA SENDI ÞÉR BÓK Í
AFMÆLISGJÖF. HÚN SEGIR AÐ ÞAÐ
SÉ MIKIÐ AF MYNDUM Í HENNI.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að lenda í
rigningunni með þér.
HUNDAR ERU SVO SANNARLEGA
BESTU VINIR MANNSINS
ÞÚ GÆTIR
SPURT „HVÍ?“
VEGNA ÞESS AÐ KETTIR
HAFA SJÁLFSVIRÐINGU
ÉG ER
HRÓLFUR
HRÆÐILEGI!
EKKERT GETUR
STÖÐVAÐ MIG!
ÉG ER HÉR
TIL AÐ TAKA
KASTALANN
ÞINN
ÞEIR
BREYTTU
SÍKINU Í
FROÐUBAÐ!
KANNSKI
VAR ÉG OF
FLJÓTUR
Á MÉR!
Hvað á að gera um helgina? Þettaer sígild spurning sem á vel rétt
á sér. Þeir sem hafa ekkert gott svar
við þessu eru ekki á leiðinni í utan-
landsferð, fermingu eða stórafmæli
geta samt fengið smá í magann við
þessa spurningu. Efasemdirnar leita
á hugann; það er bara ekkert að gera
hjá mér, gerir það mig að verri
manneskju? Svarið við því er nei því
það er kúnst að hreinsa til í dagatal-
inu. Fullt dagatal skapar ekki heilli
manneskju, heldur aðeins mann-
eskju sem er mjög upptekin.
x x x
Víkverji hefur tekið mörg viðtöl ogoftar en einu sinni hefur komið
upp mikilvægi þess að gera ekki
neitt. Sérstaklega kemur þetta upp
hjá listamönnum því það er í hinu
hversdagslega, ómerkilegum athöf-
unum, úr engu, sem merkilegustu
hugmyndirnar spretta upp. Það þarf
einhvern veginn að skapa þetta and-
rými til að eitthvað nýtt geti fæðst í
huganum.
x x x
Það er svo auðvelt að fá sam-viskubit yfir því að vera að gera
ekki neitt en það er algjör óþarfi. Það
verður alltaf til staðar langur listi yf-
ir það sem þarf að gera, það þarf
bara að sleppa takinu og njóta stund-
arinnar. Fólk er of upptekið til að
fara í stefnulausa göngutúra eða
glápa út um gluggann. Ef það er
tímaeyðsla þá er allra mesta tíma-
eyðslan falin í því að skrolla síður
samfélagsmiðlanna í símanum, sem
er sjaldnast langt undan. Það getur
kannski gefið fólki eitthvað en Vík-
verji getur lofað því að það er meiri
hvíld frá daglegu amstri fólgin í því
að fara í göngutúr.
x x x
Útivist er meira að segja orðinþannig að hún getur vart verið al-
veg stefnulaus. Fólk er svo bundið í
öppin sem það notar, fylgist of vel með
RunKeeper eða Strava til að raun-
verulega njóta stundarinnar. Áskorun
helgarinnar til lesenda Morgunblaðs-
ins er að fara í göngu- eða hjólatúr
sem er hvergi mældur eða skráður
nema í huganum. Ekki hlusta á tónlist
og ekki ákveða fyrirfram hvert þú
ætlar að fara. vikverji@mbl.is
Víkverji
En mín gæði eru það að vera nálægt
Guði, ég gerði Drottin að athvarfi
mínu og segi frá öllum verkum þínum.
(Sálmarnir 73:28)