Morgunblaðið - 06.05.2017, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.05.2017, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2017 ✝ Marilou delRosario Suson fæddist á Filipps- eyjum 12. október 1955. Hún lést á kvenlækningadeild Landspítalans 31. mars 2017. Foreldrar hennar voru Conrada del Rosario, f. 1916, d. 1998, húsmóðir, og Ildefonso Suson, f. 1907, d. 1973, stórkaupmaður. Hún var yngst af níu systkinum og þau voru: 1) Aurelia, f. 1933, d. 1999. 2) Damiana, f. 1936. 3) Ernesto, f. 1939. 4) Lucila, f. 1943. 5) Yolanda, f. 1945. 6) Ant- onio, f. 1946. 7) Jose, f. 1948. 8) Erlinda, f.1950. Hún ólst upp í Baras, þorpi á Sto. Niño eyju í Samar á Filipps- eyjum. Hún útskrifaðist sem meinatæknir í Southwestern var Jón Hilmar Þórarinsson, f. 1938. Marilou eignaðist sex börn með fyrrverandi manni sínum á Filippseyjum. Hún kom með fjór- um þeim yngstu til Íslands árið 2003 og sambýlismaður hennar varð fósturfaðir barna hennar. Börn: 1) Francis Suson, f. 1982, unnusta hans er Ruth Zara An- gulo og sonurinn þeirra Franco Miguel, búsett í Noregi. 2) Fabio Eliseo Suson, f. 1985, giftur Joy Oliveria-Cagatin, búsett á Fil- ippseyjum. 3) Garri Lee Suson, f. 1986, búsettur í Noregi. 4) Kris- elle Lou Suson, f. 1988, í sambúð með Xabier Þór Tejero Landa og sonurinn þeirra er Lawin Þór Tejero Suson, búsett á Ásbrú í Reykjanesbæ. 5) Sara Lind Jóns- dóttir Glaser, f. 1989, gift David Glaser og sonurinn þeirra Mark- us, búsett í Svíþjóð. 6) Cephas El- ison Suson, f. 1996, búsettur í Noregi. Útför Marilou fór fram frá Landakotskirkju 7. apríl og á St. Therese á Filippseyjum 18. apríl 2017. University í Cebu árið 1979. Hún kláraði síðan diplómanám á Uni- versity of the Phil- ippines í Manila ár- ið 1980. Hún starfaði fyrst á Landspítalanum á Filippseyjum þar til hún giftist Eliseo Salinas Cagatin en þau slitu sam- vistum. Hún vann við kaup og sölu á vörum milli verslunar- og skrifstofu áður en hún flutti til Íslands í desember 1999. Hún byrjaði að vinna í Hampiðjunni en svo starfaði hún hjá Reykja- víkurborg. Hún var lærður fé- lagsliði hérlendis og starfaði ár- um saman við aðhlynningu og félagsstarf aldraða þar til hún lét af störfum vegna veikinda sinna. Sambýlismaður hennar Elskuleg sambýliskona mín, Marilou Suson, er látin. Þegar komið er að hinstu kveðjustund langar mig að þakka þér fyrir sambúðina og allt það góða und- angengin ár. Það var mér mjög mikils virði að fá tækifæri til að kynnast þér, og í hjarta mínu áttu alltaf sérstakan samastað. Ljúfum samverustundum okkar mun ég aldrei gleyma. Þú komst eins og sólargeisli inn í líf mitt. Það sama má segja um börnin þín, sem kölluðu mig pabba frá fyrstu tíð og gladdi það mig mik- ið. Það er sárt að horfa á eftir þeim sem hafa skipað stóran sess í lífi manns og manni þykir vænt um. En það er þó huggun að þú hefur fengið hvíld eftir erfið veik- indi. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Mig langar að lokum að þakka Marilou fyrir alla þá ást og hlýju sem hún hefur gefið mér. Ég sakna þín mikið, Malou mín. Guð geymi þig. Jón Hilmar Þórarinsson. Elsku mamma mín, undan- farnar vikur höfðu verið afskap- lega fyrirhafnarmiklar. Ég get enn varla trúað því að þú sért far- in og ég fæ illt í hjarta við tilhugs- unina að við eigum að lifa lífi okk- ar framvegis án þín. Þú varst alltaf heilsuhraust kjarnakona þess vegna er enn erfitt að sætta sig við það þú varst allt í einu með ólæknandi og illvígt krabbamein sem fór illa í þig. Hins vegar er ríkuleg huggun í því að þú sért nú laus við þjáningar og hafir loks fengið hvíld. Mér finnst ótrúlega erfitt að einskorða mig við örfá orð til að minnast þín. Ég er afar þakklát og heppin að eiga þig sem móður. Það var ekkert grín að ala upp sex börn miðað við krefjandi að- stæður í fjölskyldunni. En þú vildir alltaf veita okkur það besta. Þú ólst nefnilega upp eins og kó- kóshnetuprinsessa á Filippseyj- um þar sem afi og amma áttu risastóra lóð á eyju með fullt af kókóshnetum og afi var vel heppnaður stórkaupmaður. Þú gast valið hvaða nám og skóla sem þú vildir og ég er einstaklega stolt af þér fyrir að hafa verið svo klár og sjálfstæð kona sem klár- aði námið sitt langt frá fjölskyld- unni sinni. Þú vildir þess vegna bjóða okkur systkinum sömu forrétt- indi og tækifæri, efnahagsleg og til náms, eins og þú upplifðir í barnæsku þinni. En því miður varstu ekki eins heppin með eiginmanninn. Þrátt fyrir erfitt hjónaband sýndirðu þvílíka einurð og þú viðurkenndir aldrei mótlæti í lífinu, þar til við systkinin urðum fullorðin. Ég man að þegar ég var lítil var mér ráðgáta hvernig í ósköpunum þú gast gert allt. Þú varst alltaf fyrst að vakna og seinasta að sofa. Sem fullorðin uppgötvaði ég mun meiri erfiðleika sem þú sigraðist á um ævina, sem sannaði fyrir mér hversu mikil baráttukona og raunveruleg ofurhetja þú varst. Ég er stolt af þér að geta slitið hjónabandi fullu af heimilisof- beldi eftir næstum 20 ár og þú náðir að taka aftur vald yfir lífi þínu sem kona og móðir. Þú lagðir mikla áherslu á að mennta okkur og að við værum í góðum skólum þrátt fyrir mikinn kostnað. Þú gerðir allt sem hægt var til að gefa okkur systkinum frábært líf, ekki síst að starfa í bláókunnugu landi í þrjú ár, langt frá okkur, þangað til þér tókst að koma okkur til Íslands og ala okkur upp með stuðningi frá nýj- um pabba hér á Íslandi. Mér finnst það frábært að þú kynntist pabba sem elskaði þig og okkur og hann gerir það enn. Bestu þakkir fyrir skilyrðis- lausa ást sem þú veittir okkur og allt sem þú hefur gert skipar stærstan sess í lífi okkar. Þú munt alltaf vera ofurkona. Við sex systkinin, pabbi, ömmubörn, ættingjar og ástvinir þínir erum afskaplega heppin að hafa haft þig í lífi okkar. Það verður aldrei eins og það var án þín en gott að eiga myndir og myndbönd af þér, elsku mamma mín, og hægt er að sjá fallegu andlit þitt og hlusta á röddina þína, að hlæja, að segja sögur, að lifa. Þú ert ofurhetjan mín og eins og allar ofurhetjur heldur þú áfram að lifa í huga og hjarta okkar, alltaf. Ég elska þig, mamma. Þar til við föðmumst aft- ur. Kriselle Lou Suson. Marilou Suson Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Nú höfum við kvatt Huldu tengdamóður mína. Leiðir okkar lágu saman fyrir 38 árum þegar ég og Matti fórum að vera saman. Ég hitti Huldu fyrst á heimili hennar Litlagerði. Hún og fjölskyldan tóku mér svo vel frá fyrstu kynnum. Það var alltaf svo gott og hlýlegt að koma í Litlagerði, þar var oft glatt á hjalla enda stór systkina- hópur og vinir og vandamenn ætíð velkomnir. Það hefur verið afskaplega erf- itt síðustu árin að horfa á Huldu hverfa inn í heim Alzheimer- sjúkdómsins. Hún skipaði stóran sess í lífi okkar og manni þykir svo vænt um hana, það er huggun að hún hafi fengið hvíld eftir Hulda Jakobsdóttir ✝ Hulda Jakobs-dóttir fæddist 30. júlí 1937. Hún lést 16. apríl 2017. Útför Huldu fór fram 27. apríl 2017. þessi erfiðu veik- indi. Við Matti og börnin okkar þökk- um góða og kær- leiksríka samfylgd gegnum árin. Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þína. Drottinn mun varðveita útgöngu þína og inngöngu héðan í frá og að eilífu. (121. Davíðssálmur) Þín, Ásgerður. Elsku amma. Það er komið að kveðjustund, ég sit í eldhúsinu þínu í Litlagerði og minningarnar eru svo margar og allar svo góðar svo að tilfinn- ingarnar bera mig ofurliði og tár- in streyma niður. Þú tókst mér jafnt og öllum öðrum alltaf með opnum örmum og alltaf var jafn gott að fá ömmuknús. Alla mína ævi var ég mikið í Litlagerði og þökk sé þér og afa á ég mínar bestu minningar þaðan. Þegar ég var eldri og farinn að koma með syni mína var þeim tekið alveg jafn vel. Amma, þú varst einstök og alltaf var jafn gott að tala við þig. Ég veit að þú munt fylgjast áfram með okkur öllum og ég vona að við náum að gera þig stolta. Takk fyrir allt, elsku amma Hulda, og skilaðu kveðju til afa. Björn Kolbeinn Þorsteinsson. Á morgun eru 70 ár frá fæðingu Guðrúnar Þorgeirs- dóttur. Mér þykir við hæfi að minnast hennar á þessum tímamótum og votta henni virðingu og þakklæti fyrir það sem hún gaf. Hún lést 12. september 2013. Það var mikið heillaskref á minni ævigöngu þegar ég kynntist Guðrúnu. Við felldum hugi saman og eignuðumst þrjá syni. Elstur er Þorgeir, sem er kvæntur Stellu Skúladóttur og eiga þau börnin Jóhann Rúnar, Sylvíu og Selmu. Næstelstur er Sturla, kvæntur Önnu Kristínu Björnsdóttur og eiga þau Krist- ínu Rúnu og Hilmar Björn. Guðrún Þorgeirsdóttir ✝ Guðrún Þor-geirsdóttir fæddist 7. maí. 1947. Hún lést 12. september 2013. Útför Guðrúnar fór fram 26. sept- ember 2013. Yngsti sonurinn er Áki, kvæntur Krist- ínu Bjarneyju Sig- urðardóttur. Börn þeirra eru Karel, Máni, Apríl Mist og Hermann Hrafn. Guðrún fæddist í Reykjavík en bjó um tíma á æskuár- unum á Akranesi og Hvítárvallaskóla í Borgarfirði. Hún var einn vetur í Reykholti og í húsmæðraskóla í Danmörku auk þess sem hún stundaði ensk- unám í Brighton á Englandi eitt sumar. Eftir að Guðrún hóf starfsævina vann hún við ýmis afgreiðslustörf, auk þess vann hún hjá Pósti og síma, en síð- asta hálfan fjórða áratug var hún bankastarfsmaður, fyrst hjá Útvegsbanka Íslands og síðar Íslandsbanka. Það er alveg óhætt að segja að Guðrún var samviskusöm og dugleg í öllum þeim verkendum sem hún tók sér fyrir hendur. Guðrún vissi að í fjölskyld- unni átti hún dýrmætasta fjár- sjóð. Hún var ákaflega stolt af af- komendahópnum og fylgdist vel með öllum þeirra verkefnum og viðfangsefnum. Þó að við höfum slitið samvistum eru minning- arnar bjartar frá sambúðarár- um og er ég ákaflega þakklátur fyrir dýrmætar samverustundir sem við áttum saman og bið ég góðan Guð að blessa minningu hennar. Pétur R. Sturluson. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, VILHJÁLMS K. SIGURÐSSONAR, Álfalandi 2. Við þökkum sérstaklega starfsfólki á Sólteigi, Hrafnistu, Reykjavík, góða umönnun, hlýhug og vináttu. Sigríður Vilhjálmsdóttir Vilhjálmur Vilhjálmsson Steinunn Ósk Guðmundsdóttir Guðríður Vilhjálmsdóttir Sigurbergur Björnsson Sigurður Vilhjálmsson Ingunn Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Kæra fjölskylda, vinir og samstarfsmenn. Hugheilar þakkir til allra sem hafa sýnt okkur vináttu, hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar okkar yndislegu eiginkonu, móður, dóttur, ömmu, systur og tengdamóður, SÓLVEIGAR ÞORSTEINSDÓTTUR, Lundi 3, Kópavogi. Það er ómetanlegt að finna allan þann kærleika og hlýhug á erfiðum stundum. Sérstakar þakkir færum við Heimahlynningu LSH fyrir alúð og kærleiksríka umönnun. Gunnar Olsen Gerhard Olsen Kimberly Mahaney Olsen Andrea Olsen Einar Örn Ævarsson Þorsteinn Árnason Surmeli Fríða Dís Guðmundsdóttir Guðrún Ólöf Olsen Ásgeir Orri Ásgeirsson Guðrún Ólöf Guðjónsdóttir Þorsteinn Árnason Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GÍSLÍNU ERNU EINARSDÓTTUR, Flétturima 6, Reykjavík. Ragnar G. Gunnarsson Guðríður Sigurjónsdóttir Eiríkur Gunnarsson Bára Jensdóttir Már Gunnarsson Erna Sigurðardóttir Einar Gunnarsson Matthildur Sigurðardóttir Sveinn Gunnarsson Jóna Birna Guðmannsdóttir Aldís Gunnarsdóttir Hafsteinn Örn Guðmundsson Hulda Gunnarsdóttir Örn Gunnarsson Sólveig Franklínsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar HJALTA ÞÓRÐARSONAR, fyrrverandi bónda að Bjarnastöðum, Ölfusi. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Ási Hveragerði fyrir einstaka umönnun. Einey Guðríður Þórarinsdóttir Erna Björk Hjaltadóttir Steinarr Þór Þórðarson Gunnar Þór Hjaltason Ásta María Hjaltadóttir Þóra Jóhanna Hjaltadóttir Lúðvík Björgvinsson Hulda Svandís Hjaltadóttir Benedikt Hallgrímsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.