Morgunblaðið - 06.05.2017, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.05.2017, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2017 ✝ Björn Ottóssonfæddist í Strandasýslu 19. nóvember 1947. Hann lést að heim- ili sínu á Sauð- árkróki 26. apríl 2017. Björn var sonur hjónanna Ottós Björnssonar, f. 26. júní 1922 á Fallandastöðum í Hrútafirði, og Jenneyjar Sigrúnar Jónas- dóttur, f. 16. júlí 1926 á Kleifum í Ísafjarðarsýslu, d. 3. febrúar 1989. Björn var næstelstur sex systkina, en elstur er Erling Birkir Ottósson, f. 16. mars 1946, Alda Sigrún Ottósdóttir, f. 5. júlí 1950, Jónas Ingi Ottósson, f. 18. nóvember 1952, d. 20. sept- ember 2016, Sigurður Þór Ott- ósson, f. 22. febrúar 1956, Heim- ir Ottósson, f. 28. desember 1960. Björn kvæntist 31. desember Björn ólst upp á Borðeyri við Hrútafjörð. Þar gekk hann í barnaskóla en síðar fór hann í Reykjaskóla við Hrútafjörð. Björn kom árið 1965 í Skaga- fjörðinn til að læra múrverk hjá Jóni Dagssyni múrarameistara og tók í framhaldinu sveinspróf við iðnskólann á Sauðárkróki. Meistarapróf tók hann árið 1973. Björn vann við múrverk um árabil en var einnig héraðslög- reglumaður í Skagafirði í 18 ár. Hann var húsvörður í íþrótta- húsinu á Sauðárkróki í 20 ár, eða til dánardags. Björn keppti meðal annars á sínum yngri ár- um í kúluvarpi, kringlukasti og spjótkasti á héraðsmótum þar sem hann vann til fjölda verð- launa. Hann var einnig einn stofnenda körfuboltafélagsins Molduxanna. Björn var í Kiwanishreyfing- unni í mörg ár. Eftir hann liggja mörg útsaumsverk ásamt verk- um úr steypu, steinum og tré. Útför Björns fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 6. maí 2017, klukkan 14. 1970 Sigríði Gísla- dóttur, f. 25. nóvem- ber 1949. Foreldrar hennar voru Gísli Gunnarsson, f. 21. júní 1922 frá Ábæ í Austurdal í Skaga- firði, d. 1. apríl 2008, og Fjóla Sveinsdóttir, f. 28. ágúst 1932 frá Sauðárkróki, d. 1. janúar 1999. Björn og Sigríður eignuðust þrjú börn: 1) Ragnhildur Sigrún, f. 27. júní 1971, eiginmaður hennar er Ólafur Stefánsson, synir þeirra eru Sigþór Björn, f. 10. október 2002, og Bergþór Páll, f. 12. júlí 2004. 2) Anna Birna, f. 23. ágúst 1974, eiginmaður hennar er Eg- ill Birkir Sigurðsson. 3) Davíð Þór, f. 13. mars 1984, sambýlis- kona hans er Margrét Rósa Har- aldsdóttir, sonur þeirra er Haraldur Björn, f. 2. nóvember 2016. Elsku pabbi er farinn. Hann dó eins og hann vildi fara, eld- snöggt og heima hjá sér. Við hin sitjum eftir. Ég er ekki alveg að trúa þessu, það er svo stutt síðan við sátum öll í Hvannahlíðinni – full mæting eins og þið kölluðuð það – og ræddum saman. Mest um litla manninn, nýja afaprins- inn sem er búinn að bræða alla og sem þið mamma elskuðuð að hafa. Alveg eins og mína stráka, þá og nú. Strákarnir mínir voru nú ekki gamlir þegar þeir fóru að vera hjá ykkur mömmu, alltaf spenntir fyrir að fara norður og ekki skemmdi fyrir að fara með afa niður í íþróttahús og fá að hlaupa um og ærslast. Þeir gauf- uðu með þér úti í bílskúr, tálg- uðu, smíðuðu og brölluðu ýmis- legt og ef einhver handlagni hefur smitast til þeirra frá þér eru þeir vel settir – þvílíkur handverksmaður sem þú varst. Þú átt nú líka alveg slatta í húsinu okkar enda búinn að hjálpa þvílíkt við múrverk, flísa- lögn og fleira og fleira. Enda alltaf gott og auðvelt að leita til ykkar mömmu með hvers konar aðstoð. Við munum öll sumarfríin, helgarnar og heimsóknirnar sem við áttum saman og eigum minn- ingarnar eftir sem ylja okkur og hjálpa. Bless pabbi, ég elska þig, við sjáumst síðar. Bið að heilsa tengdapabba, Jonna frænda og öllum hinum. Þín dóttir, Ragnhildur Sigrún. Elsku pabbi er farinn. Er ekki farin að trúa því ennþá að hann sé farinn. Að hann taki ekki á móti manni lengur úr stólnum í stofunni þegar við komum heim á Sauðárkrók. Að ég eigi ekki eftir að sjá hann labba um með rassinn upp í loft við að tína steina þegar fjölskyldan er á ferðalagi. Ekki fleiri gönguferð- ir fyrir ofan bæinn með hundana, eða niður á sanda að leyfa þeim að hlaupa um. Pabbi var mikil hundavinur og voru tíkurnar mínar mjög fljótar að bræða hann til að gera allt fyrir sig. Þær komu alltaf heim mjög vel haldnar og ofdekraðar, þegar mamma og pabbi voru búin að passa þær fyrir mig. Það er alltaf gott að eiga mömmu og pabba í símafjarlægð og nær þegar maður þurfti á hjálp að halda. Pabbi hjálpaði okkur Agli að gera við húsið okk- ar að utan og kenndi okkur verk- lagið svo við gætum haldið áfram að vinna í húsinu enda mikill meistari í múrverki. Mamma og pabbi eru bæði mikið blómafólk svo stutt var að fara til að fá hjálp með garðinn. Pabbi var búinn að vera með krabbamein í 10 ár og voru með- ferðirnar farnar að taka sinn toll af honum. Samt var hann bara nýfarinn í veikindaleyfi úr vinnunni. Hann hafði svo gaman af að vera nálægt krökkunum. Litlu strákarnir og stelpurnar sem komu til hans að biðja hann að reima skóna sína í byrjun hvers skólaárs vöktu alltaf bros á vör þegar hann talaði um það. Enda átti hann marga vini sem koma til með að sakna hans. Pabbi vildi alltaf hafa mikið að gera og vera að vinna í hönd- unum. Enda eigum við systkinin muni sem hann handsaumaði og einnig úr tré, steypu og til- skorna steina eftir hann. Mér er sérstaklega kært boxið sem hann skar út og gaf okkur Agli í brúðkaupsgjöf fyrir tveimur ár- um. Systkinabörnin mín voru hans uppáhalds. Alltaf voru þau vel- komin til ömmu og afa á krókinn í pössun. Enda elskuðu dreng- irnir hennar systur minnar að fara til ömmu og afa. Litli strák- urinn hans Davíðs bróður var al- gjör afastrákur og gátu þeir dundað sér saman tveir einir þótt kynni þeirra hafi verið svona ótrúlega stutt. Ferðalög fjölskyldunnar eru eitthvað sem við hlökkuðum öll til að fara í á hverju sumri. Ým- ist voru leigð sumarhús eða farið í útilegur. Minning sem mér dettur alltaf í hug ef ég sé sand var þegar við fórum niður á Rauðasand og pabbi og Ragn- hildur systir löbbuðu allan sand- inn með rassinn upp í loft að skoða steina og skeljar. Ferða- lög norður á Strandir, sumarbú- staður fyrir austan, sumarbú- staðir á Suðurlandinu. Við systkinin höfum farið mikið um landið með því að ferðast svona með mömmu og pabba. Mamma og pabbi eru miklar félagsverur og höfum við systkinin alist upp við það að allir séu velkomnir í mat og gistingu ef fólk þarfnast þess. Eiginleiki sem við höfum tekið með okkur út í lífið ásamt mörgu öðrum góðum siðum og yndislegum minningum. Bless, elsku pabbi, bið að heilsa. Þín dóttir, Anna Birna. Kominn er sá dagur þar sem ég kveð hann, elsku pabba minn, í hinsta sinn, þennan indæla og góða mann. Ég trúi því vart ennþá að þú skulir vera farinn og þegar ég sit hér heima í Hvannahlíðinni og hugsa til þín þá hef ég þá tilfinn- ingu að þú munir koma heim hvað úr hverju eftir langan vinnudag í íþróttahúsinu. En svo verður víst ekki og raunveru- leikinn tekur við, tilveru þinni hér er lokið og sú næsta tekin við. Eftir standa allar góðu minningarnar sem ég met svo mikils. Ég er svo feginn að hafa feng- ið tækifæri til að vera með ykkur mömmu og öllum hinum núna um páskana. Fá að sjá þig með honum elsku litla Haraldi Birni mínum. Það gleður mig svo að hann hafi veitt þér svona mikla gleði og hamingju en það hryggir mig líka svo ótrúlega mikið að hann skuli ekki fá að kynnast honum afa sínum. Elsku pabbi minn, sem varst, þrátt fyrir allt sem þú hefur gengið í gegnum síðustu ár, bú- inn að vera svo ánægður með líf- ið og tilveruna upp á síðkastið. Þú varst fullur tilhlökkunar yfir öllu því skemmtilega sem fram- undan var. Tónleikar í Dan- mörku sem þig hafði aldrei dreymt um að hafa nokkurn tím- ann tækifæri til að fara á í eigin persónu og svo voruð þið mamma að kaupa nýjan bíl og gastu ekki beðið eftir því að hann kæmi norður. Þú hafðir líka svo gaman af því þegar ég sendi ykkur mömmu myndir og myndbönd á snapchat af elsku Haraldi Birni, litla purrudýrinu hans afa síns. Ég hafði svo gam- an af því að senda ykkur alls- konar skrípamyndir af okkur feðgum og veit ég að þú munt gleðjast áfram yfir þeim sem ég mun senda mömmu. Við töluðum líka annað slagið saman á skype síðustu vikur og var það svo gaman að fá að fylgjast með Haraldi Birni reyna að tjá sig við ykkur, ýmist með því að purra, frussa, ýla eða skrækja. Það gleður mig svo að hann litli minn skyldi hafa á þessum 6 stuttu mánuðum veitt þér svona mikla gleði og hamingju. Ég vildi bara óska að ég hefði verið duglegri að hringja svo þið hefðuð getað rætt meira saman. Þrátt fyrir mikla sorg í hjarta þá er ég svo glaður að eiga svo margar góðar minningar um þig og mömmu sem munu ylja mér um hjartarætur um ókomna tíð. Ég mun segja Haraldi Birni frá þér og öllu því skemmtilega sem við gerðum saman þessi ár sem ég fékk að eiga með þér. Ég elska þig, pabbi minn, og mun alltaf sakna þín. Davíð Þór Björnsson. Í dag kveð ég vin minn og tengdabróður, Björn Ottósson frá Borðeyri. Björn, eða Baddi eins og hann var alltaf kallaður, var heilsteyptur og traustur drengur sem lét fátt setja sig út af laginu, hann naut virðingar meðal vina og vinnufélaga og var einstaklega bóngóður. Okkar kynni hófust þegar hann og Sigga systir mín fóru að vera saman. Skömmu eftir að þau kynntust veiktist Baddi og foreldrar mínir sóttu hann út á Hólaveg fárveikan. Þau komu með hann heim á Bárustíg og þar með hófst sambúð þeirra Siggu, veturinn 1968. Vinskapur okkar Badda hefur verið óslitinn í öll þessi ár og reyndist hann mér eins og besti faðir. Það er margs að minnast frá þessum árum, eins og t.d. að vera vakinn upp fyrir allar aldir á H-daginn til að keyra öfugu megin út á Reykjaströnd. Nú eða allar veiðiferðirnar sem við fórum, að ógleymdum ferðunum í Brautar- holt og á Borðeyri. Við hittumst skiljanlega sjaldnar þegar ég flutti að heim- an en síðustu 17 ár höfum við brallað margt saman og átt ynd- islegar stundir. Í heimsóknunum á Krókinn var ætíð slegið upp stórveislum að hætti Siggu syst- ur og yndislegt að eiga með þeim ljúfar stundir, nú síðast um páskana. Við það tækifæri var lagt á ráðin um bílakaup og ferð um hvítasunnuna til Kaup- mannahafnar á tónleika með André Rieu sem þú hlakkaðir svo til að fara í, en það fór óvænt á annan veg. Ég veit að þú verð- ur með okkur í anda í þessari ferð. Því fór sem fór, kæri vinur, og það var ljúft og gott að geta létt undir með ykkur síðustu árin í veikindum þínum. Ég þakka fyr- ir allar yndislegu minningarnar sem þú skilur eftir hjá okkur. Farðu í friði, kæri vinur. Þinn mágur, Haraldur (Halli Gísla). Björn Ottósson Elsku besta langamma mín var svo yndisleg kona í alla staði. Ég man þegar ég gisti hjá henni og við spiluðum og hlóg- um, ég lék mér með skartgripi og skoðaði flottu fötin hennar. Hún sagði mér frá ferðalögum sem hún hafði farið í og talaði um nýju flíkina sem hana langaði í. Við áttum afar dýrmætt sam- band og vissi ég alltaf að hún elskaði mig mikið, bara með því einu hvernig hún horfði á mig og brosti sínu einlæga brosi. Það var alltaf stutt í hláturinn og gleðina hjá henni langömmu. Ég mun ávallt sakna þín, Ingveldur Sigríður Filippusdóttir ✝ Ingveldur Sig-ríður Filipp- usdóttir fæddist 1. júlí 1916. Hún lést 19. apríl 2017. Útför hennar fór fram 2. maí 2017. elsku langamma mín, elska þig. Þín Hanna. Hanna Björg. Ég vil minnast hennar Ingveldar vinkonu minnar í fáum orðum. Ingveldur var frábær heim að sækja í alla staði og mikill húmoristi. Hún sá fatabúð- irnar í hillingum er ég kom í heimsókn og þegar við fórum að versla í Hagkaup eða hjá Hrafn- hildi var drifkraftur í henni. Hún vissi svo sannarlega hvað hún vildi. Ef ég minntist á það að hún ætti nóg af fötum sagði hún allt- af að þessi flík væri öðruvísi. Það sem er mér efst í huga af því sem við gerðum saman var að ferðast um Vestfirðina, þar keyrðum við, töluðum og hlógum mikið saman. Þín er sárt saknað. Guðjón Ólafsson. Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSMUNDUR BREKKAN, læknir og prófessor, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 11. apríl. Útförin fer fram frá Neskirkju við Hagatorg mánudaginn 8. maí klukkan 13. Ólöf Helga S. Brekkan Friðrik Brekkan Jóhanna Jóhannsdóttir Elísabet Brekkan Þorvaldur Friðriksson Hólmsteinn Brekkan Helga Brekkan Hanna Brekkan barnabörn og langafabörn HELGA BJARNADÓTTIR, Skálpastöðum, andaðist á hjúkrunarheimilinu Ísafold 25. apríl. Útför hennar verður gerð frá Reyk- holtskirkju þriðjudaginn 9. maí klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað. Guðmundur Þorsteinsson Bjarni Guðmundsson Hildur Jósteinsdóttir Þórunn Guðmundsdóttir Jón Loftur Árnason Þorsteinn Guðmundsson Björg Magnúsdóttir Margrét Helga Guðmundsdóttir Eyjólfur Kristinn Örnólfsson og fjölskyldur FALLEGIR LEGSTEINAR AF ÖLLUM LEGSTEINUM Verið velkomin Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Afsláttur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN RAGNARSDÓTTIR sjúkraliði, Melateigi 33, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 30. apríl. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 8. maí klukkan 13.30. Þórir Steindórsson Birna Laufdal Heiðrún Steindórsdóttir Hlöðver Steingrímsson Marsibil Kristjánsdóttir Anna R. Hermannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, GUNNAR GUNNARSSON, Vatnsstíg 15, lést laugardaginn 29. apríl. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 11. maí klukkan 15. Chandrika Gunnarsson Ísarr Nikulás og Jóhanna Preethi Gunnarsbörn Elskulegur eiginmaður minn, SIGURÐUR HANNES ODDSSON rafmagnstæknifræðingur, Hringbraut 2a, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 4. maí. Fyrir hönd aðstandenda, Hrafnhildur Lúthersdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.