Morgunblaðið - 06.05.2017, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.05.2017, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2017 Áburðardreifarar Grasið verður grænnameð góðri og jafnri áburðargjöf ModelWE-B Rafhlöðuknúinn kastdreifari Vinnslubreidd allt að 2,5 m Hentugur fyrir minni garða ModelWE-330 Áburðardreifari Vinnslubreidd 41 cm Rúmtak 15 lítrar ModelWE-430 Áburðardreifari Vinnslubreidd 43 cm Rúmtak 20 lítrar Mosatætarar Vandaðir mosatætarar á hagstæðu verði Mosatætari með bensínmótorMosatætari með rafmótor ÞÓR FH Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 - 18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Kosningabaráttunni fyrir forseta- kosningarnar í Frakklandi á morgun lauk formlega í gær. Emmanuel Macron, sem hefur mik- ið forskot á Marine Le Pen sam- kvæmt síðustu skoðanakönnunum, tilkynnti í gær að hann hefði þegar ákveðið hvern hann myndi skipa sem forsætisráðherra, sigri hann í kosn- ingunum á morgun. Hróp voru gerð að Le Pen þegar hún kom í dómkirkjuna í Reims í gær. Frambjóðandinn tjáði sig um það á Twitter og sagði að stuðningsmenn Macrons væru ofbeldisfullir allstaðar, jafnvel á helgum stöðum eins og í dómkirkju. Kjörstaðir verða opnaðir klukkan 6 að íslenskum tíma á morgun og flest- um verður lokað klukkan 17. Fyrstu talna er að vænta skömmu síðar. Kosningabaráttu lokið í Frakklandi Veggspjöld Kosningaauglýsingar frönsku frambjóðendanna tveggja í París. Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Það gengur mikið á í smábænum Ta- ormina á Sikiley þessa dagana, bæn- um sem Halldór Laxness dvaldi í sumarið 1925 og skrifaði Vefarann mikla frá Kasmír. Hermenn standa vörð við bygg- ingar og stórvirkar vinnuvélar eru notaðar til að laga vegi og flikka upp á fornar rústir. Það á nefnilega að halda leiðtogafund svonefndra G7 ríkja í bænum síðar í maí. Heimamenn eru æfir og segja að framkvæmdirnar fæli á brott gesti þegar ferðamannatíminn sé að hefj- ast. „Það er eins og sprengjum hafi verið varpað á bæinn. Þetta er algert brjálæði,“ sagði Turi Siligato veit- ingamaður við AFP þar sem hann stóð við rykfallna götu og horfði á gröfur brjóta upp gamalt malbik. „Ferðamenn sem sjá þetta munu aldrei koma hingað aftur. Það er ótrúlegt að hefja svona umfangs- miklar framkvæmdir þegar ferða- mannatíminn er hafinn. Þeir eru að eyðileggja staðinn,“ sagði hann. Fundurinn verður haldinn 24. maí en áformað er að loka bæinn af í ör- yggisskyni þegar í næstu viku. Þá verður umferð bíla innan bæjar- markanna bönnuð og íbúar fluttir með rútum undir hervernd vilji þeir fara út fyrir bæjarmörkin. Hataðastur Eligio Giardina bæjarstjóri við- urkennir að hann hafi ekki aflað sér vinsælda bæjarbúa með því að sam- þykkja að leiðtogafundurinn verði haldinn þarna. „Ég er sennilega sá maður í Ta- ormina sem flestir hata – en þegar þessu lýkur og fólki rennur reiðin mun það sjá að uppbyggingin skilar sér,“ sagði Giardina. Ítalska ríkið ætlar að verja yfir 14 milljónum evra, rúmlega 1,6 millj- örðum króna, til að laga til í Taorm- ina fyrir leiðtogafundinn. Frægar rústir af grísku hringleikahúsi eru í bænum og meðal verkefnanna er að hreinsa þar til. Þá er verið að gera við gamla brú á aðalveginum inn í bæinn, en Giardina segir að hún hafi verið að hruni komin. Hann segir hins vegar að það sem skipti mestu máli fyrir bæinn sé um- talið sem hann fái í tengslum við væntanlegan leiðtogafund. Mikið um dýrðir Fundinn sækja leiðtogar Banda- ríkjanna, Bretlands, Kanada, Frakk- lands, Japans, og Þýskalands. Mikið verður um dýrðir í tengslum við fundinn og mun hljómsveit La Scala- óperunnar m.a. leika undir borðum. En dökk ský eru hins vegar einnig á himninum. Eitt er öskuský frá eld- fjallinu Etnu, sem gýs nánast stöð- ugt. Þá er óttast að „svarta blokkin“ svonefnda, grímuklæddir stjórnleys- ingjar, muni lauma sér í raðir þeirra sem vilja mótmæla alþjóðavæðingu í tengslum við leiðtogafundinn. Um 10 þúsund öryggislögreglu- menn munu vakta svæðið, þar á með- al nágrannaþorpið Giardani Naxos þar sem mótmælendur og fjölmiðla- fólk munu dvelja á meðan á leiðtoga- fundinum stendur. Meðal nýliða á leiðtogafundinum verða Donald Trump Bandaríkja- forseti, Theresa May, forsætisráð- herra Bretlands, og nýr forseti Frakklands sem verður kosinn um helgina. Trumpís í boði Sumir bæjarbúar ætla þó ekki að leggja árar í bát. Ísbúðin Fanaberia hefur blandað nýjan ís, Trumpís, í bandarísku fánalitunum með gulrót- arlitum toppi til að líkja eftir hári forsetans. Ekki er hins vegar búist við því að Trump líti við í ísbúðinni því bandaríska leyniþjónustan hefur kveðið upp þann úrskurð að engar flóttaleiðir séu af götunni þar sem ís- búðin stendur verði gerð árás. Leiðtogafundur setur allt á annan endann í ítölskum bæ  Leiðtogar G7 ríkjanna koma saman í Taormina á Sikiley síðar í maí AFP Sveitasæla Friðsæl gata í Taormina á Sikiley. Það mun breytast 24. maí. Breski Íhaldsflokkurinn vann sigur í sveitarstjórnakosningum, sem fóru fram í Bretlandi á fimmtudag. Úrslitin styrkja stöðu Theresu May, leiðtoga flokksins og forsæt- isráðherrra, verulega fyrir þing- kosningar, sem boðaðar hafa verið 6. júní. May sagði hins vegar í gær að þótt hún væri ánægð með niðurstöð- una væri ekki á vísan að róa fyrir þingkosningarnar. Verkamannaflokkurinn, stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, tapaði töluverðu fylgi frá síðustu sveit- arstjórnarkosningum og Sjálfstæð- isflokkurinn (UKIP) þurrkaðist nán- ast út í sveitarstjórnum. Þegar búið var að telja atkvæði í 82 af 88 sveitarstjórnum síðdegis í gær hafði Íhaldsflokkurinn fengið 1.776 fulltrúa, bætt við sig 510 fulltrúum. Verkamannaflokkurinn hafði fengið 954 fulltrúa, tapað 290, Frjálslyndir demókratar fengu 388 fulltrúa, töpuðu 32, og Skoski þjóð- arflokkurinn 359, bætti við sig 11. UKIP hafði aðeins fengið 1 fulltrúa og tapað 109. AFP Talning Starfsmenn kjörstjórnar í Manchester telja atkvæði í gær. Íhaldsflokkurinn sigraði í Bretlandi Norskar konur í hópi sjómanna ætla að skera upp herör gegn gaspri með kynferðislegum undir- tónum, sem tíðkast meðal karla í þessari atvinnugrein. Kvenkyns sjómenn hafa verið boðaðir á fund í Alta í lok maí til að ræða hvernig þær geti látið rödd sína heyrast betur í sjómanna- samfélaginu. Trude Halvorsen, sjó- maður frá Hasvik, stendur fyrir þessum fundi og segir við Fisk- eribladet að þetta sé nauðsynlegt til að fá fleiri konur inn í atvinnu- greinina. Halvorsen segist hafa byrjað að undirbúa átakið í vetur eftir að hún las viðtal við Söndru Andersen Eira, 30 ára sjómann frá Finn- mörku, sem gagnrýndi karlkyns sjómenn fyrir að tala niður til kvenna, sem störfuðu á sjó. Um 270 konur eru skráðar sjó- menn í Noregi. Vilja kveða karl- rembuna í kútinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.