Morgunblaðið - 06.05.2017, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.05.2017, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2017 Hælisleitandi börn, fylgdarlaus börn á flótta Hefur þú áhuga á að taka inn á heimili þitt barn sem gæti verið á aldrinum 13 – 17 ára og kemur án fylgdar fullorðinna til Íslands? Óskað er eftir áhugasömu fólki sem er tilbúið að vista eða fóstra barn á heimili sínu til lengri eða skemmri tíma. Æskilegt er að þeir sem taka að sér börn í slíkum aðstæðum hafi reynslu eða þekkingu á málefnum flóttabarna, mismunandi menningu þeirra, trú og hefðum og eða tali tungumál þeirra. Nauðsynlegt er að umsækjendur sæki undirbúningsnámskeið á vegum Barnaverndarstofu, hafi möguleika á að sinna þörfum barna í nýju umhverfi og veita þeim öruggt skjól á heimili sínu. Mikilvægt er að umsækjendur hafi sveigjanlegan vinnutíma. Áhugasamir vinsamlega hafi samband við Barnaverndarstofu í síma 530 2600 eða sendi tölvupóst á bvs@bvs.is. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Alveg frá því við vorumkrakkar höfum við heyrtskemmtilegar sögur af Ís-lendingasamfélaginu á Kanarí, samsöngnum, Klörubar og Indverjanum Harrý sem rekur sam- nefnda verslun og talar íslensku. Slíkar sögur er löngu orðnar lifandi í þjóðarminninu. Það merkilega er að þarna leynast inni á milli kaffihús og búðir sem hafa lítið breyst frá því þetta var byggt upp fyrir ferðamenn á sjöunda áratugnum. Það var gam- an að koma inn í verslun þar sem voru kassettutæki til sölu, eins og við fengum þegar við fermdumst. Þetta er orðið það sem við köllum retró, við viljum ná í skottið á elstu kynslóð Íslendinga sem fer reglu- lega til Kanarí en talar litla eða enga ensku. Við viljum fanga það sem er að hverfa,“ segja þær Magnea Björk Valdemarsdóttir, leikkona og leik- stjóri, og Marta Sigríður Péturs- dóttir, menningar- og kynjafræð- ingur, en þær vinna nú að heimildar- kvikmynd um íslenska samfélagið á Kanarí. „Þetta er mjög fallegt samfélag og þarna hittast þeir árlega íslensku farfuglarnir, fólkið sem hefur vetur- setu í sólinni í suðri. Þarna er eilíft vor og ljúft loftslag og fólk talar um að það upplifi sig síður einangrað og innilokað á Kanarí heldur en heima í frosti, kulda og hálku. Fólk getur auðveldlega sótt sér félagsskap í söngstundir, mínígolf og aðra fasta liði. Myndin okkar er líka stúdía um lífið eftir að fólk hættir að vinna, hvað tekur þá við.“ Magnea segir að útgangspunkt- urinn í myndinni sé Klara, íslensk kona sem búsett er á Kanarí og rak þar Klörubar í 28 ár. „Hún er einstök manneskja, elskuð og dáð, enda fer hún á fætur um nætur ef þarf til að hjálpa ís- lenskum ferðamönnum, hún reddar öllu mögulegu.“ Eins og í íslensku sveitaþorpi En Klara er ekki eini Íslending- urinn sem er búsettur á Kanarí, þar býr líka Ella hárgreiðslukona, Andr- ea fótaaðgerðafræðingur og hennar maður, Jón Ottó, sem sér um að geyma töskur fyrir fastagesti meðan þeir eru heima á Íslandi. Svo eru það Vestmannaeying- arnir Marý á Kirkjubæ og Runólfur maðurinn hennar, sem dvelja á Kan- arí yfir veturinn og eru þá aðal- sprauturnar í því að halda uppi söngskemmtunum á Roque Nublo, vinsælasta Íslendingahótelinu. „Við fórum á slíka söngskemmtun, það var sungið og spilað á harmonikku, tekið í nefið og skálað. Þetta var Á Mannabar er boðið upp á Mannakjöt Þær Magnea og Marta eru heillaðar af samfélagi Íslendinga á Kanarí, þangað sem margir þeirra fara til að dvelja yfir vetrartímann. Þær vinna nú að heimild- arkvikmynd um þetta samfélag þar sem sungið er og spilað á harmonikku, tekið í nefið og skálað. Þær segja mikla og fallega nánd í þessum félagsskap eldra fólks. Vinir Harry í verslun Harrys talar íslensku. Hér með Klöru á Kanarí. Manni á Mannabar Með íslenska ösku í krukku sem honum var færð. Á blíðviðrisdögum er fátt betra en stíga á bak góðum hesti og njóta þess að ríða út. Og nú er aldeilis lag að njóta félagsskapar annars hesta- fólks á höfuðborgarsvæðinu og eiga notalega stund, því á morgun, sunnu- dag, stendur fólki til boða að ríða saman til messu. Áralöng hefð hefur verið fyrir kirkjureið þessari þar sem kirkjugestir koma ríðandi til messu í Seljakirkju, Hagaseli 40 í Breiðholti. Séra Valgeir Ástráðsson kom á þess- ari góðu hefð á sínum tíma og hefur hún lifað góðu lífi. Lagt verður af stað úr hesthúsa- hverfunum í Víðidal (frá skiltinu) klukkan 12.30 á morgun, sunnudag, og riðið um Heimsenda þar sem hóp- ar sameinast. Riðið verður í hóp til Seljakirkju, þar sem tekið verður á móti hestum í trygga rétt og gæslu. Guðsþjónustan hefst síðan klukk- an 14 og sr. Valgeir Ástráðsson pre- dikar. Brokkkórinn syngur og leiðir söng undir stjórn Magnúsar Kjart- anssonar. Allt er það hestafólk sem leggur hönd á plóg. Að lokinni guðsþjónustunni verður kirkjukaffi að vanda. Kirkjureiðin er ætluð fyrir alla fjölskylduna og full ástæða til að hvetja fólk til taka þátt í góðum reiðtúr og njóta stundarinnar í kirkjunni. Þeir sem ekki eiga hross til að ríða á til messu ættu hiklaust að koma og hlusta á sönginn og njóta samverunnar með hestafólkinu. Hin árlega kirkjureið Seljakirkju Seljakirkja Fersk stemningin fylgir því að fólk komi ríðandi til messu. Komið ríðandi á fákum ykkar til messu á morgun, sunnudag Raftónlistarmaðurinn Futuregrapher treður upp í dag, laugardaginn 6. maí, á Reykjavík Roasters í Braut- arholti frá klukkan 14 til 16. Hann mun spila „tjillaða“, ambi- ent tónlist sem mun setja tóninn fyrir eftirmiðdagskaffi gesta kaffi- hússins og gera þá tilbúna til að mála bæinn rauðan þetta kvöldið, eins og segir í tilkynningu. Fólk er hvatt til að koma og njóta. Futuregrapher, eða Árni Grétar Jóhannesson (fæddur 6. desember 1983), er íslenskur raftónlist- armaður og einn stofnenda Möller Records. Hann hefur gefið út tvær breiðskífur, ‘LP’ og ‘Skynvera’, og spilað víða við góðar undirtektir – m.a. á Iceland Airwaves, Sonar Reykjavík, Aldrei fór ég suður, Extreme Chill og bæði í N-Ameríku og Evrópu. Futuregrapher hefur gefið út fjöldann allan af smáskífum – og gert endurhljóðblandanir fyrir marga, t.a.m. Mick Chillage, Sam- aris, Ghostigital og Kimono. Árni Grétar starfar einnig í hljómsveit- inni Royal, ásamt Birni Kristjánssyni (Borko), og með tónlistarmanninum Jóni Ólafssyni (Jón Ólafsson & Fut- uregrapher). Allir eru hjartanlega velkomnir! Endilega … Árni Grétar Hann er Futuregrapher. … njótið raftónlistar og kaffis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.