Morgunblaðið - 06.05.2017, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.05.2017, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2017 Allt streymir“ var niðurstaða Herakleitosar frá Efesos semsagði að við stigjum aldrei tvisvar í „sömu“ ána. Þetta varí árdaga heimspekinnar en kemur mörgum enn á óvartþegar við finnum þessum sannindum stað í málveruleika okkar. Íslenskan er í flokki elstu núlifandi tungumála heims. Nú- tímafólk getur lesið vandræðalaust þúsund ára gamla texta sem væru þeir á móðurmálinu. Framburðurinn hefur að vísu breyst tölu- vert en rituð birtingarmynd síður. Samt hefur allt breyst og við tölum aldrei „sama“ málið frá kyni til kyns. Ytri aðstæður, hugmyndaheimur og orðaforði streyma fram. Í fornum barnagælum er talað meira um fley og fagrar árar, knerri, sverð og víkinga en okkur er tamt; sagt er frá ferðum og orustum stráka sem réðu ráðum sínum á þingum, keyptu ambáttir og sigldu um til að fella mann og annan. Í þessum sagna- heimi var mönnum tamt að tala um alla og vísa þannig til allra viðstaddra. Kon- urnar voru heima með börnin eins og enn tíðkast víða. Þær voru ekki hluti af þeim hópi sem þurfti að ávarpa á mannþingum. Síð- an hafa tímarnir breyst og við kjósum því sum að tala um öll en ekki „bara“ alla þegar átt er við bæði menn og konur. Mikilsverður þáttur í máluppeldi er að tengja ungt fólk við fortíð- ina með orðfæri og orðtökum sem eiga rætur í horfnum tíma. Við notum t.d. ennþá orðið eldhús þótt maturinn sé ekki lengur eldaður í bókstaflegum skilningi. Þá sjaldan við eldum tölum við um að grilla. Málið geymir innsýn í veruleika sem eitt sinn var: Sólin var dóttir Mundilfara, dregin um himininn í kerru, en tveir úlfar hlupu á und- an og eftir líkt og við sjáum enn þegar rosabaugur er um sólu með tveimur hjásólum. Bil og Hjúki bera Mána bróður Sólar í sánum Sæg á stönginni Símul – „eins og sjá má af jörðu“ þegar rosabaug- urinn er um tunglið. Ennþá er sólin kvenkyns en máninn karlkyns. Breytingarnar streyma áfram. Það sem var lifandi veruleiki í ung- dæmi núlifandi manna er horfið í fortíðarmyrkrið líkt og orðið rúllu- gjald sem var algengt fyrir 30-40 árum en kemur nú bara fyrir í stöku blaðagrein og upprifjunum um næturlífið á Íslandi þegar amma var ung. Þau sem borguðu rúllugjald til að komast inn á skemmtistaði geta þó talað kunnuglega sín á milli og skilið myndlík- ingar í orðtökum þar sem rúllugjald kemur fyrir. Ekki er þó á vísan að róa að merkingin komist til skila hjá hinum yngri. Rúllugjald er orð horfins tíma og sprottið af úreltu fyrirkomulagi skemmtanahalds; þó ekki jafn úreltu og því sem tíðkaðist þegar strákarnir fóru einir út að skemmta sér í siglingum, ránsferðum og bardögum – og allir víkingarnir voru mættir. Á dögum rúllugjaldsins var búið að taka upp þann sið hér á landi að leyfa bæði körlum og konum að stunda vínstúkur. Um leið breyttist veruleikinn um alla í öll þótt íhaldssemi tungumálsins sé enn að laga sig að þeirri þjóð- félagsbyltingu. „Frá arninum út í samfélagið“ Tungutak Gísli Sigurðsson Síbreytilegt Málið geymir innsýn í veruleika sem eitt sinn var: Sólin var dóttir Mundilfara, dregin um himininn í kerru, en tveir úlfar hlupu á undan og eftir . Þegar horft er yfir heimsbyggðina alla er erf-itt að komast að annarri niðurstöðu enþeirri að í um 70 ár hafi ekki verið ófrið-legar um að litast en nú. Þótt kalda stríðið hafi verið kalt var það þó aldrei meira en það, ekki sízt vegna þess að beggja vegna borðs sátu menn sem gerðu sér raunsæja grein fyrir stöðunni og gengu ekki lengra en fært var, þótt litlu munaði í Kúbudeilunni 1962. Nú eru hins vegar á of mörgum vígstöðvum óút- reiknanlegir ráðamenn sem ómögulegt er að vita hvað kunna að gera. Það á jafnvel við um Bandaríkin sjálf. Mesta spennan er í kringum Norður-Kóreu. Þótt hún hafi verið til staðar í ár og áratugi hefur hún skyndilega magnast. Ástæðan er sú að sögn sérfróðra að Norður-Kóreumenn búa nú yfir eldflaugum sem geta náð til Alaska og ekki langt í að þeir verði búnir að koma sér upp eldflaugum sem nái til Kaliforníu. Þegar svo er komið sögu er Bandaríkjamönnum ekki lengur rótt og það er skýringin á harðari yfirlýs- ingum af þeirra hálfu en áður. Að sumu leyti má kannski segja að Kína sé sá póll í þess- ari deilu, sem haldi mestu jafn- vægi. Það er ekki bara af mann- gæzku heldur líka vegna þess að Kínverjar þurfa að gæta sín vegna ástandsins heima fyrir, sem ekki er jafn rólegt og ætla mætti af fréttum. Dag hvern eru jafnvel mörg hundruð skærur og uppákomur um allt Kína, sem stjórnvöld þurfa að halda í skefjum. Þótt spennan sé mikil í tengslum við Norður-Kóreu er þó margt jákvætt að gerast í Asíu og þá ekki sízt sú mikla áherzla sem Kínverjar leggja nú á að byggja upp samgöngur á landi milli Asíu og Evrópu með vegakerfi og hraðbrautakerfum sem geta haft mikil áhrif á samgöngur á milli þessara heimshluta. Reyndar vilja þeir líka byggja upp víðtækara kerfi sjóflutninga milli Asíu og Afríku. En það er fleira sem ógnar friði í heiminum en Norður-Kórea. Stríðið í Sýrlandi og að hluta til í Írak er alvöru stríð sem haft getur víðtæk áhrif í Evrópu og ekki bara vegna þess flóttamannastraums sem það hefur framkallað til Evrópulanda. Fyrir skömmu var John McCain, öldungadeildar- þingmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi repú- blikana í Bandaríkjunum, á ferð um Balkanskaga og sneri heim með þau uggvænlegu tíðindi að það væri ekki lengur hægt að útiloka að ný hernaðarátök mundu brjótast út í þeim hluta Evrópu. Ástæðan er bæði ýfingar á milli ólíkra þjóða sem þar búa og und- irróður Rússa sem vinna markvisst að því að koma illu til leiðar. Í Kósóvó eru nú umræður um að sam- einast Albaníu. Í Bosníu eru Serbar sem þar búa að ókyrrast. Í Makedóníu og Montenegró getur allt gerzt. Boðskapur McCain við heimkomuna var sá að á Balkanskaga væri að skapast tómarúm sem ESB- ríkin eða Bandaríkin þyrftu að fylla upp í. Gerist það er hins vegar fyrirsjáanlegt að Rússar muni ekki taka því með þögninni einni. Þeir vinna nú markvisst að því að byggja upp sambærilegan „múr“ og leppríkin voru í tíð Sovétríkjanna, þótt með öðrum hætti sé nú. Að þessu sinni reyna þeir ekki að leggja löndin undir sig heldur snýst viðleitni þeirra um að skapa sér áhrif, þ.e. eins konar „finnlandíseríngu“ þeirra ríkja sem hlut eiga að máli. Í því felst að þau geri ekkert sem Rússum er á móti skapi. Bandamenn Rússa í þessum löndum eru ekki leng- ur kommúnistaflokkar heldur flokkar yzt til hægri og jafnvel bara venjulegir hægri flokkar. Það er ekki fráleitt að halda því fram að rússneska sendiráðið við Túngötu, sem einu sinni var helzti samstaður innsta kjarna þess Sósíalistaflokks sem þá var, horfi nú von- araugum til Valhallar! Það liggur í augum uppi að Rússar munu á næstu árum leggja áherzlu á að skapa sér eins sterka áhrifastöðu á norð- urslóðum og kostur er eins og m.a. má sjá á mótmæl- um þeirra vegna fundarhalda NATÓ-ríkja á Sval- barða. Það sem mun valda Rússum erfiðleikum í þessari viðleitni er að öðrum þjóðum er ljóst að Rússland er í dag pappírstígrisdýr í þeim skilningi að það hefur ekki efnahagslegt bolmagn til að hafa í hótunum sem ástæða er til að taka mark á nema vegna þess að þeir búa yfir kjarnorkuvopnum. Til viðbótar við þessa kvíðvænlegu mynd af stöðu mála í okkar heimshluta er svo sú pólitíska staða sem upp er komin í Tyrklandi og getur haft mikil áhrif í suðurhluta Evrópu. Það eru samningar ESB og pen- ingagreiðslur til Tyrkja sem hafa komið í veg fyrir að flóttamannastraumurinn til Evrópu frá Mið-Austur- löndum og Norður-Afríku fari gersamlega úr bönd- um. Tyrkir geta hvenær sem er skrúfað frá þeim krana. Í fréttum Stöðvar 2 fyrir nokkrum dögum var það mat íslenzkrar konu sem vinnur á vegum Atlants- hafsbandalagsins í Afganistan að búast mætti við að aðildarríkin mundu fjölga hermönnum sínum þar. Það bendir til slíks umtals í herbúðum NATÓ þar í landi en gera má ráð fyrir að áður en það verður verði miklar sviptingar í Washington. Var það ekki eitt af kosningaloforðum Trumps að setja Bandaríkin í fyrsta sæti? Í því felst m.a. að láta af slíkum ævin- týrum. Fleiri og fleiri álitsgjafar tala nú um að staðan á heimsvísu sé svipuð og í Evrópu á fyrri hluta 20. ald- ar. Þá ypptu menn öxlum og tóku ekki mark á slíkum vísbendingum nema einn og einn sérvitringur á borð við Winston Churchill. Sennilega er skynsamlegt að læra af þeirri reynslu. Viðsjár á mörgum vígstöðvum Norður-Kórea getur náð til Alaska með eldflaugum Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Út er komin í Danmörku bókinListin að tæma banka og kom- ast vel frá því, Kunsten at tømme en bank og slippe godt fra det, eftir við- skiptafréttamanninn Thomas Svane- borg á danska ríkisútvarpinu. Áður hafði hann skrifað ásamt öðrum blaðamanni hina fróðlegu bók Ann- arra manna fé, Andre folks penge, um fjármálakreppuna 2008, þegar danskir bankar riðuðu til falls vegna örs vaxtar árin á undan. Munurinn á þeim og íslenskum bönkum var, að danski seðlabankinn gat bjargað þeim frá falli, því að hann fékk ólíkt hinum íslenska lausafjárfyrirgreiðslu í Bandaríkjunum. Bankinn, sem nú hefur verið tæmdur að sögn Svaneborgs, er eng- inn annar en FIH banki, sem Kaup- þing keypti 2004. Hann var einn af stærstu og öflugustu bönkum Dan- merkur. Kaupþing bað Seðlabankann íslenska um 500 milljóna neyðarlán 6. október 2008, og beittu ráðherrar Samfylkingarinnar í ríkisstjórn sér fyrir láninu. Seðlabankinn vildi tryggja sig og tók þess vegna (að höfðu samráði við danska seðlabank- ann) veð í FIH banka, sem átti að vera tvöfalt meira virði en lánið. Var það allsherjarveð, fyrir öllum skuld- um Kaupþings. Þegar nýir stjórn- endur komu í Seðlabankann eftir brottrekstur Davíðs Oddssonar, Ei- ríks Guðnasonar og Ingimundar Friðrikssonar, flýttu þeir sér hins vegar að selja bankann hópi danskra fjárfesta og lífeyrissjóða. Í bók sinni staðfestir Svaneborg það, sem ég hef haldið fram opin- berlega, að kaupendur FIH banka léku á forsvarsmann seljenda, Má Guðmundsson seðlabankastjóra. Þeir greiddu aðeins út hluta kaupverðsins, en frá afganginum skyldi draga tap næstu ára. Kaupendurnir einbeittu sér að því að taka út allt tap á þeim tíma, sögðu upp lánum fjölmargra gamalgróinna viðskiptavina og fluttu áhættusöm fasteignalán yfir í opin- beran sjóð. Nú hefur bankinn skilað inn rekstrarleyfi sínu. Eftir sitja kaupendurnir, Christian Dybvig, Fritz Schur kammerherra og lífeyris- sjóðirnir dönsku með hreinan ávinn- ing upp á líklega um fjóra milljarða danskra króna, 62 milljarða íslenskra króna. Seðlabankinn fékk aldrei nema fyrstu útborgun. Schur kamm- erherra, sem er góður vinur dönsku konungsfjölskyldunnar, hefur fyrir nógu að skála í veislum á Fredens- borg. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Listin að tæma banka PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til kl. 16 mánudaginn 15. maí. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Blaðið verður með góðum upplýsingum um garðinn, pallinn, heita potta, sumarblómin, sumarhúsgögn og grill ásamt girnilegum uppskriftum. Garðar &grill fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 19. maí SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.