Morgunblaðið - 06.05.2017, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.05.2017, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 126. DAGUR ÁRSINS 2017 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 941 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Öllum verslunum Hagkaups lokað 2. Vísað frá borði vegna barnanna 3. Ice Hot 1 gjaldþrota 4. 5 ástæður fyrir því að fólk grennist ekki  Sýning Aðalsteins Þórssonar myndlistarmanns, Einkasafnið, maí 2017, verður opnuð í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, í dag klukkan 15. Undanfarna áratugi hefur Aðalsteinn verið búsettur í Hollandi en flutti í fyrra heim í Eyjafjörðinn. Sýningin fjallar um neyslu hans sjálfs. Einkasafn Aðalsteins sýnt í Ketilhúsinu  Barokkbandið Brák heldur í dag kl. 17 tónleika í Norðurljósasal Hörpu undir yfir- skriftinni 11 m/s. Boðið verður upp á ítalska vorveislu en gestur verður ungverski fiðlu- leikarinn Kingu Ujszászi. Leikur hann „Vorið“ eftir Vivaldi en Laufey Jens- dóttir fiðlukonsert eftir Tartini. Vorveisla barokk- bands í Norðurljósum  Óratórían Júdas Makkabeus eftir G.F. Händel, eitt vinsælasta verk tón- skáldsins, verður flutt í Neskirkju í kvöld kl. 18. Flytjendur eru Kór Nes- kirkju, einsöngvararnir Hallveig Rún- arsdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Gissur Páll Gissurarson og Fjölnir Ólafsson, og Hátíðarbar- okksveit Vesturbæjar. Stjórnandi er Stein- grímur Þórhallsson og er með flutn- ingnum haldið upp á 60 ára afmæli Neskirkju. Flytja Júdas Makka- beus í Neskirkju FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg norðlæg átt, skýjað með köflum norðan- og austanlands, þokuloft og svalt við ströndina. Lengst af léttskýjað fyrir sunnan og vestan með hita að 19 stigum, en líklega þokuloft um kvöldið. Á sunnudag Hæg breytileg átt og víða skýjað, en bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Hiti 5 til 17 stig, hlýjast í innsveitum norðaustan til. Á mánudag Vestlæg átt, 5-10 m/s og skýjað, en bjart með köflum austanlands. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast fyrir austan. 1. deild karla í knattspyrnu, Inkasso- deildin, hófst í gærkvöldi með þrem- ur leikjum. Í Breiðholti gerðu Leikn- ismenn og Keflvíkingar 1:1 jafntefli en Keflavík er spáð góðu gengi í sum- ar. Fram sem átt hefur erfitt upp- dráttar undanfarin ár náði í þrjú stig í Kórnum í Kópavogi gegn HK. Selfyss- ingar náðu einnig í þrjú stig en þeir fengu ÍR-inga í heimsókn. » 3 1. deild karla farin af stað í fótboltanum „Ef ég geri eitthvað vitlaust þá fæ ég það oft óþvegið frá hon- um. Ég er líka ófeiminn að svara í sömu mynt ef mér sýn- ist hann ekki standa sína vakt eins og best verður á kosið. Orri stjórnar vörninni og við hlýðum honum. Stundum er Orri full- harður. Þá hlusta ég ekkert á hann og geri bara betur næst,“ segir Ýmir Örn Gíslason hand- boltamaður úr Val sem leikur þar við hlið bróður síns. »4 Stundum hlusta ég ekkert á hann Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, segir að ís- lenska liðið þurfi að spila betur í Laugardalshöllinni annað kvöld þegar það mætir Makedóníu í undankeppni EM, en það gerði í tapleiknum í Skopje í fyrrakvöld. „Staða okkar þrengdist allverulega við þetta tap. Fyrir þennan leik þurftum við 75% af stigunum sem eftir voru en nú þurfum við 100%,“ segir Geir. »1 Þurfum 100 prósent af því sem eftir er Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Persónan Magnús Magnús Magn- ússon vakti athygli í nýjasta ára- mótaskaupi Ríkissjónvarpsins og víkingaklapp hans lifir góðu lífi hjá leikaranum Hallgrími Ólafssyni. Magnús Magnús fylgir straumn- um og aðhyllist hjarðhegðun, en honum er fyrirmunað að klappa í takt og er eini maðurinn sem nær ekki víkingaklappinu. Út á það geng- ur grínið og Hallgrímur hefur vart haft undan við að gleðja landann á árshátíðum og öðrum vinnustaða- og félagsskemmtunum. „Fólk er mjög hrifið af Magnúsi mínum,“ segir hann. „En hann finnur ekki taktinn og veit ekki hvenær á að klappa.“ Hallgrímur segir að Magnús Magnús hafi í raun frekar lítið að segja. „Hann er mjög brotinn maður vegna þessa taktleysis og er eins og illa gerður hlutur, en reynir að klóra í bakkann.“ Íslenska landsliðið í knattspyrnu fór á kostum í Evrópukeppninni í fyrra og víkingaklapp leikmanna og stuðningsmanna vakti athygli víða um heim. Margir hafa tekið það upp og til dæmis fagnaði þýska liðið Bay- ern München Þýskalandstitlinum um liðna helgi með þessu fræga klappi. Á sama tíma reyndi Magnús Magnús að halda takti án árangurs sem fyrr. Boltinn rúllar hjá Magnúsi Í skaupinu er Magnús Magnús niðurbrotinn maður en strax á öðr- um degi ársins var búið að panta hann á skemmtun hjá fleiri hundruð manns í Hörpu. „Síðan hefur boltinn haldið áfram að rúlla og ég hef ekk- ert þurft að hafa fyrir því að kynna hann, þetta hefur gengið af sjálfu sér,“ segir Hallgrímur. Leikarinn er önnum kafinn í leik- húsinu, leikur í tveimur sýningum um þessar mundir, Fjarskalandi og Álfahöllinni, var í Djöflaeyjunni þar til sýningar hættu fyrir um mánuði og æfir í verkinu Risaeðlum, sem verður frumsýnt í haust. „Ég gæti sinnt Magnúsi Magnúsi mun betur ef ég væri ekki upptekinn í leikhús- inu því það er mikið hringt og bók- anir fram á sumarið.“ Hallgrímur kann vel við Magnús Magnús. „Hann er indælis gaur en bara með þessa örlitlu fötlun. Hann er taktlaus en vill vera með og gefst ekki upp. Þessi vesæli maður er tilbúinn að reyna og kemur í raun bara fram til þess að láta hlæja að sér.“ Hlutverkið í skaupinu var eins og hvert annað hlutverk og Hallgrímur segist ekki hafa átt von á þessum viðbrögðum. „Ég ætlaði aldrei að fara áfram með hann og það síðasta sem hvarflaði að mér eftir skaupið var að Magnús Magnús ætti eftir að slá í gegn en það bara gerðist. Þessi vesalingur varð allt í einu stór og það er alltaf gaman, þegar fólk kann að meta það sem maður gerir.“ Hallgrímur segir að þrátt fyrir vinsældir Magnúsar Magnúsar togi leikhúsið alltaf mest í sig. Hins vegar sé skemmtilegt að blanda þessu saman. Hann bendir á að hann hafi byrjað í leiklistinni fyrir tilviljun. „Ég ólst upp á Akranesi og sá lítið leikhús sem barn fyrir utan skóla- sýningar,“ segir hann. „Ég sá Hárið, sem Baltasar setti upp í Gamla bíói, þegar ég var unglingur og þá kvikn- aði eitthvað hjá mér, að þetta gæti verið eitthvað sem ég gæti lagt fyrir mig. Ég var samt orðinn 26 ára þeg- ar ég sótti um í leiklistarskólanum og útskrifaðist þrítugur.“ Áður en Hallgrímur fór í leik- listina var hann sölumaður hjá heild- sölu og seldi meðal annars tískufatn- að í búðir. Hann var líka háseti á Akraborginni og æfði fótbolta með Skagamönnum upp í 2. flokk. „Það kemur sér vel í hlutverki Magnúsar Magnúsar að hafa aðeins vit á fót- bolta og ég held áfram að mæta eins lengi og fólk óskar eftir því.“ Ekki fylgir sögunni hvort hann hafi tryggt sér miða á næsta heimaleik, en upp- selt er á HM-leik Íslands og Króatíu á Laugardalsvelli 11. júní. Víkingaklappið lifir góðu lífi  Magnús Magnús Magnússon fer um víðan völl og skemmtir landsmönnum Ljósmynd/ Skjáskot úr áramótaskaupi Ríkissjónvarpsins Taktleysi Hallgrímur Ólafsson í hlutverki Magnúsar Magnúsar Magnússonar hefur ekki enn náð taktinum og vinsældirnar aukast í takt við það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.