Morgunblaðið - 06.05.2017, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.05.2017, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2017 Breiðumörk 1c, 810Hveragerði / www.hotelork.is / booking@hotelork.is / sími: +354 4834700 / fax: +354 4834775 Fallegt umhverfi og fjölmargir möguleikar til afþreyingar tryggja betri fundarhlé. Fundarfriður áHótelÖrk ÁHótel Örk er öll aðstaða til fundahalda til fyrirmyndar. Starfsfólk okkar býr yfir mikilli reynslu og metnaði til að aðstoða stóra og litla hópa, fyrirtæki og félagasamtök við skipulagningu og undirbúning á fundum og ráðstefnum. Húsvíkingurinn Jón Olgeirsson á 70 ára afmæli í dag. Hannfór ungur til sjós og var háseti og matsveinn á bátum fráHúsavík. Jón kom í land 1987 og rak síðan fiskverkunar- fyrirtæki og útgerð ásamt föður síðan og bræðrum. Hann hætti í útgerðinni 1997, flutti suður 2001 og hefur búið í Kópavogi síðan. „Ég vann hjá Osta- og smjörsölunni í þrjú ár og að því loknu sótti ég um sem húsvörður í Kópavogsskóla og hef starfað þar síð- an og er að klára síðustu dagana þar, en ég hætti í næstu viku.“ Jón starfaði í Kiwanisklúbbnum Skjálfanda frá stofnun hans 1974, sat í stjórn hans og var þar formaður. Hann er núna í Kiwanisklúbbnum Eldey í Kópavogi. „Aðaláhugamál mitt er fjölskyldan og við konan ætlum að fara í Húsafell á nýja hótelið þar ásamt börnum og tengdabörnum. Við förum m.a. í íshellinn í Langjökli og ætlum síðan að njóta veð- urblíðunnar í Húsafelli. Svo eigum við fjölskyldan sumarbústað í Grímsnesi og þar finnst okkur gott að vera.“ Um þessar mundir fagnar Jón einnig þeim merka áfanga að fimm ár eru liðin síðan hann kláraði erfiða krabbameinsmeðferð eftir að hafa greinst með briskrabbamein átta mánuðum áður. Hann er orðinn fullfrískur og er við góða heilsu. Eiginkona Jóns er Hulda Salómonsdóttir sjúkraliði og börn þeirra eru: Björg, Örvar Þór og Særún. Barnabörnin eru orðin níu. Hjónin Jón og Hulda í brúðkaupi Særúnar og Hauks í fyrra. Íshellirinn í Lang- jökli skoðaður Jón Olgeirsson er sjötugur í dag Þ órhildur Sunna Ævars- dóttir fæddist 6. maí 1987 á Akranesi. Hún fluttist 10 mánaða gömul til Freiburg í Þýskalandi þar sem foreldrar hennar voru við nám. Sunna var í Anne Frank Schule í Freiburg í fyrsta bekk, Melaskóla í öðrum bekk, Waldorf-skólanum í Lækjarbotnum í 3.-5. bekk, Austur- bæjarskóla í 6. bekk, Gagnfræða- skólanum í Mosfellsbæ 7.-9. bekk og Laugalækjarskóla 9.-10. bekk. Sunna byrjaði í Menntaskólanum í Reykjavík en fluttist yfir í Fjöl- brautaskólann í Breiðholti og kláraði stúdentinn þaðan 2007. Hún tók LL.B-próf í alþjóða- og Evrópu- lögum frá Háskólanum í Groningen í Hollandi árið 2012 og LL.M-próf í mannréttindum og alþjóðlegum Þórhildur Sunna Ævarsdóttir alþingismaður – 30 ára Þingflokkur Pírata Píratar eru næststærsti flokkurinn á Alþingi ásamt Vinstri grænum, með tíu þingmenn hvor. Berst fyrir mann- réttindum á Alþingi Þingmaðurinn Sunna er lögfræðingur að mennt og lauk meistaragráðu í mannréttindum og alþjóðlegum refsirétti frá Háskólanum í Utrecht. Borgarnes Fríða Kristín Adamsdóttir fæddist í Reykjavík 13. maí 2016 kl. 23.42. Hún vó 3.590 g var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Adam Orri Vilhjálmsson og Erla Rún Rúnarsdóttir. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.