Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2006, Blaðsíða 10

Freyr - 01.04.2006, Blaðsíða 10
NAUTGRIPARÆKT Tafla 8. Framleiðsla og sala nautgripakjöts 2000-2005 Framleiðsla (kg) Sala (kg) Sala á íbúa (kg) Fjöldi sláturgripa (stk.) 2000 3.626.408 3.663.261 12,9 24.252 2001 3.682.787 3.673.938 12,9 23.374 2002 3.639.023 3.687.480 12,8 22.700 2003 3.624.440 3.614.505 12,5 22.728 2004 3.611.132 3.531.200 12,3 21.538 2005 3.540.404 3.443.201 11,5 20.019 Heimild: Bændasamtök íslands Tafla 9. Þróun framleiðendaverðs mjólkur og nautakjöts 2001 - 2005 Mjólk, meðalverð ársins (kr. á Itr.) Mjólk, verðlag 2005 (kr. á Itr.) Nautakjöt, meðalverð ársins (kr. á kg) Nautakjöt, verðlag 2005 (kr. á kg) 2001 70,59 81,13 247,75 284,73 2002 74,29 81,47 235,48 258,22 2003 76,16 81,79 234,63 251,97 2004 78,30 81,47 257,62 268,05 2005 80,62 80,62 309,02 309,02 Heimild: Bændasamtök íslands VERÐLAGSMÁL í ársbyrjun var lágmarksverð á mjólk til framleiðenda hækkað í 83,49 kr/lítra úr 80,74 kr/lítra. Meðalverð ársins, að teknu tilliti til uppgjörs fyrir umframmjólk, var 80,62 kr/lftra. Reiknað á verðlagi ársins 2005 hefur meðalverð til framleiðenda frá árinu 1998 lækkað um 0,89%. Samkvæmt gildandi búvörusamningi um framleiðslu mjólkur skulu beingreiðsl- ur nema 47,1% grundvallarverðs mjólkur en afurðastöðvar skulu greiða 52,9%. Frá árinu 1993 eru greiðslur frá afurðastöð al- gerlega miðaðar við efnainnihald mjólkur- innar þannig að 75% miðast við prótein en 25% við fituinnihald. Töluverð samkeppni ríkti á kjötmark- aðnum á árinu þó að heldur hafi dregið úr alls kyns undirboðum frá fyrri misserum, þegar verð til framleiðenda lækkaði bæði að raungildi og krónutölu. Á árinu 2004 jafnaðist þetta aðeins aftur og framleið- endaverð tók að hækka á ný. Á árinu 2005 var meðalverð á nautgripakjöti til framleiðenda rúmlega 309,0 kr pr.kg. og er þá komið í svipað verðgildi og árið 2000. Þróun verðs til framleiðenda á mjólk og nautgripakjöti 2000 - 2005 er sýnd í töflu 9. FRAMLEIÐSLUSTJÓRN Heildargreiðslumark verðlagsársins 2004/2005 var 106.000 milljónir Iftra. Heildarbeingreiðslur fyrir mjólk til fram- leiðenda árið 2005 námu rúmlega 4.130 milljónum. Framleiðsla umfram heildar- greiðslumark á verðlagsárinu 2004/2005 var 5.351.721 lítrar. Flutningur á greiðslumarki milli lögbýla hefur verið heimill síðan 1992. Fram til ársins 1998 lét nærri að um 3% af heild- argreiðslumarki flyttust árlega milli lög- býla en síðan hefur hert á þróuninni og milli 5% og 6% af heildargreiðslumarkinu verið flutt árlega á milli lögbýla. Til viðbót- ar koma svo eigendaskipti að greiðslu- marki við ættliðaskipti á jörðum og sölu til nýrra ábúenda. Síðastliðin ár hafa á bilinu 3-5 milljónir lítra greiðslumarks færst þannig milli aðila árlega. Mest var um þetta verðlagsárið 1999/2000, sem virðist hafa verið metár í breytingum mjólkur- framleiðslu, mælt í flutningi á greiðslu- marki milli lögbýla og einstaklinga. Greiðslumark hefur einkum flust frá Suð- vestur- og Vesturlandi til Skagafjarðar og Suðurlands. Verðlagsárið 2004/2005 virtist heldur draga úrframboði á greiðslumarki og verð hækkaði umtalsvert er á leið. f upphafi verðlagsársins var algengt verð 'rúmlega 270 kr/ltr. en í lok verðlagsársins um 420 kr/ltr. og munu fá dæmi um breytingar af þessu tagi innan sama verðlagsárs. Tafla 10. Aðilaskipti á greiðslumarki í mjólk 1999-2005 Verðlagsár Þús. Itr. 1999/2000 5.864 2000/2001 5.576 2001/2002 5.320 2002/2003 4.595 2003/2004 3.586 2004/2005 5.320 Heimild: Bændasamtök íslands 6 FREYR 04 2006

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.