Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2006, Blaðsíða 29

Freyr - 01.04.2006, Blaðsíða 29
NAUTGRIPARÆKT er margfeldismeðaltal einstakra gripa reiknast það hins vegar vera 243 þús./ml (234 þús./ml árið 2004) á árinu. Eins og áður er umtalsverður munur á milli héraða í þessum efnum. Snæ- fellingar halda þarna mjög sterkri stöðu sinni og hafa já- kvæðasta niðurstöðu fyrir land- ið ( heild. ( héruðum eins og Skagafirði, Eyjafirði og Austur- Skaftafellssýslu virðist hins veg- ar gæta talsvert mikillar öfug- þróunar á árinu í þessum efn- um. ÁSTÆÐUR FÖRGUNAR Yfirlit yfir greiningu á einstök- um förgunarástæðum hjá kún- um sem hverfa af skýrslum á árinu er að finna á mynd 6. Samtals eru það 7.962 kýr (7.746 árið 2004), eða 27,8% (27,0% árið 2004) af öllum kúastofninum, sem þarna eiga hlut að máli. Þessi samanburð- ur virðist við fyrstu sýn verulega neikvæður, en hér verður að huga að því að í þessum fjölda eru nær 600 kýr, eða um 7%, sem raunverulega er ekki slátr- að heldur ganga kaupum og sölu. Þetta eru mun fleiri kýr en nokkru sinni og gera þessar miklu breytingar í þessum efn- um gott betur en að skýra nei- kvæðan þátt heildarmyndar- innar. Það er öllum Ijóst að mjög neikvæð þróun hefur ver- ið í íslenska kúastofninum á síðasta áratug hvað endingu kúnna varðar. Á síðasta ári virt- ist mega greina stöðvun á þeirri öfugþróun og þegar horft er á áhrif sölugripanna að þessu sinni sýnist sem stöðvun öfug- þróunar á síðasta ári sé raun- veruleg enda Ijóst að framhald þeirrar þróunar sem verið hafði um árabil var fullkominn ófæra fyrir kúastofninn í landinu. Þegar bornar eru saman förg- unarástæður á milli ára þá virð- ist ekki vera hægt að greina stórar breytingar í raunveruleg- um förgunarástæðum. Líkt og áður er það júgurheilbrigði kúnna sem er langsamlega stærsti örlagavaldurinn í lífi þeirra flestra. KYNJAHLUTFALL FÆDDRA KÁLFA Upplýsingar um kynhlutfall kálfanna sem fæðast hefur ver- ið birt mjög lengi eða allt frá því að Ijóst var fyrir um þrem áratugum að það er nokkuð skekkt. Árið 2005 er þetta frá- vik með meira móti þar sem 54,1% (52,8% árið 2004) fæddra kálfa voru nautkálfar. Þessi sveifla á milli ára veldur því að breytingin á milli ára getur svarað til þess að einni kvígu færra hafi fæðst á hverju búi árið 2005 en 2004, þó að heildinni birtist þetta að sjálf- sögðu i allt annars konar sveiflu. Annað sem rétt er að benda á er að hlutfall burða þar sem fæðast fleiri en einn kálfur virðist heldur fara lækk- andi og var 1,22% (1,30% árið 2004) árið 2005. Myndir 7 og 8 gefa yfirlit um afdrif þeirra kálfa sem fæddust á árinu 2005 - greint annars vegar fyrir kvígur og hins vegar nautkálfa. Hér blasir því miður enn við framhald á þróun lið- anna ára með sívaxandi hlutfall dauðfæddra kálfa. Þessir þætt- ir hafa talsvert verið til skoðun- ar á síðustu misserum og verða í auknum mæli á næstu mán- uðum. Það er Ijóst að mikinn meirihluta kálfadauðans má rekja til kálfa sem drepast í fæðingu eða eru nýdauðir við burð. Því miður hefur ekki enn reynst mögulegt að greina neinar meginástæður þessarar þróunar þó að fleiri og fleiri rök hnígi að því að hér muni vera á ferðinni flókið samspil margra þátta þar sem ýmsir trúa því að nokkur snefilefni og bætiefni í fóðri geti gegnt veigamiklu hlutverki. Vonandi tekst að varpa hulunni af þessum vanda með markvissum rannsóknum á næstu misserum vegna þess að augljóst er að kúastofninn þolir ekki framhald þeirrar þró- unar sem verið hefur í gangi. Eins og mynd 8 sýnir þá má segja að nánast allir kvígukálfar sem fæðist séu settir á til við- halds kúastofninum. Mynd 7 sýnir einnig að talsvert hærra hlutfall nautkálfanna sem fæð- ast var alið til kjötframleiðslu en var árið 2004. Ætla má að það endurspegli að einhverju leyti jákvæðar væntingar um þann markað. Árið 2005 var á haustmán- uðum neikvæðara mjólkur- framleiðslunni í sumum lands- hlutum en verið hefur allmörg undangengin ár. Þrátt fyrir það er nokkur afurðaaukning hjá kúnum milli ára og efnahlutföll mjólkurinnar þróast á jákvæð- an veg. Frumutala í mjólk sýnir hins vegar neikvæða þróun og því miður gætir framhaldsþró- unar á þann veg varðandi van- höld kálfa sem fæðast. Mynd 5. Frumutala í mjólk árið 2005 Mynd 6. Förgunarástæður árið 2005 Mynd 7. Nautkálfar árið 2005 Dauðir 18% Slátrað 29% Mynd 8. Kvígukálfar árið 2005 FREYR 04 2006 25

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.