Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2006, Blaðsíða 39

Freyr - 01.04.2006, Blaðsíða 39
TÓNNINN í fótspor feðranna - íslensk kornrækt Ingvar Björnsson í þúsund ár höfum við þraukað við ysta sæ, lifað af landinu og nýtt það í hárfínu jafnvægi við náttúruöflin. Miklar hafa vonir akuryrkjuþjóðar- innar verið þegar hún settist að á þessu frjóa og búsældarlega landi eftir langa siglingu frá heima- högunum. Bestu kynbótagripi sína höfðu þeir með sér, þarfanaut og góðhesta og sáðkornið úr heima- högunum. Á þessu hlýskeiði á fyrstu árum byggðarinnar hefur kornræktin staðið með mestum blóma í landinu og virðingin fyrir jörðinni sem fóstraði og margfaldaði matkornið verið takmarkalítil. En sælan var skammvinn og kuldi og óáran þvingaði þjóðina til breyttra bú- skaparhátta. Kornræktin hvarf og hjarðbúskapurinn varð allsráðandi. Eftir áttahundruð ára vetrartíð voraði aftur, ekki síst í brjóstum nýfrjálsrar þjóðar. Kornræktar- menningin var endurvakin. GRUNDVÖLLUR GÆÐAFÓÐURS Síðasti áratugur hefur verið landbúnaðinum hagfelldur, hlýskeið með tilheyrandi tæki- færum. Kornræktin hefur blómstrað. Haust- ið 2005 uppskáru ríflega 500 kornbændur I landinu korn sitt af 3.600 hekturum lands. En úrtöluraddirnar eru ávallt skammt undan. Enn heyrast spurningar eins og: „Er þessi kornrækt ekki vitleysa - er þetta ekki bara dýrt áhugamál vélasjúkra bænda?" Því er til að svara að kornrækin er ekkert öðruvísi en önnur ræktun og fóðurframleiðsla. Hana má stunda þannig að kostnaðurinn verði óhóflegur en það á ekki slður við um hey- skapinn. Kostnaðarvitund kornbænda er al- mennt mikil þar sem uppskeruna og að- föngin er auðvelt að mæla og þar með reikna kostnaðinn á fóðureiningu eða kíló korns. En hver bóndi þarf að spyrja sig: „Hvað er ásættanlegur kostnaður?" Þar koma til mismunandi forsendur ræktand- ans. Bóndinn sem ræktar korn til að selja til fóðurgerðar eða á almennum markaði verð- ur að miða sig við innflutningsverð á korni. Hinn sem ræktar korn sem hluta af sínu fóð- urframleiðsluskipulagi spyrsig: „Hvernig get ég lágmarkað fóðurkostnað minn á fram- leidda einingu, kjöt eða mjólk?" Þetta á við um flesta mjólkurframleiðendur sem rækta korn. Samanburðurinn við verð á innfluttu korni er ekki endilega rétti mælikvarðinn því innflutta kornið kemur ekki í staðinn fyrir það heimaræktaða í fóðuröflunarskipulag- inu. Það er nefnilega svo að í langflestum til- fellum er kornræktin stunduð sem hluti af stærri heild og samofin því skipulagi sem er grundvöllur fyrir framleiðslu á gæðafóðri á búunum. Þar koma áhrif kornræktarinnar gleggst fram. Hún hefur hjálpað okkur að endurheimta tilfinningu og virðingu forfeðr- anna fyrir ræktunarlandinu. Hún hefur skap- að tilefni til þess að bylta gamalgrónum sverði og skapað góðan sáðbeð fyrir nær- ingarríkt sáðgresið. Þessu hafa kýrnar svarað og aukið afurðir sínar. Kornræktin hefur fært ræktunarþekkingu bænda á hærra plan, þjappað þeim saman og blásið þeim í brjóst von og framfarahug. AÐ NÝTA LANDIÐ Kornræktin er að slíta barnsskónum og tækifærin eru mörg. Landrýmið og land- gæðin eru ekki takmarkandi en tíðarfarið setur okkur skorður. Með aðlögun kornsins að íslenskum aðstæðum hefur ræktunarör- yggið stóraukist og þar með framtíðar- möguleikarnir. Enn flytjum við inn stærstan hluta þess korns sem notað er í landinu. Ætla má að markaðshlutdeild (slensks korns sé nærri 20%. Raunhæft er að tvöfalda framleiðsluna á næstu tíu árum og fram- leiða 20-25 þúsund tonn af korni í landinu. Þá eru vannýttir möguleikar í nýtingu á mat- korni en þar þarf að endurskapa löngu glat- aða hefð forfeðranna. Islenskir bændur hafa rikum skyldum að gegna gagnvart jörðinni sem þeir yrkja og hafa að láni hjá afkomendum sínum. Þeirra skylda er að nýta tækifærin sem í landinu búa, þjóðinni til hagsældar og farsældar. Kornræktin er hluti af þessari nýtingu og gott dæmi um framfarahug og aðlögunar- hæfni íslenskra bænda. Milligerðir Öryggisgrindur Beislur Hjarðstíur VELAVAL-Varmahlíð hf. Sími 453 8888 • Fax 453 8828 Netfang: velaval@velaval.is • Heimasíöa: www.velaval.is FREYR 04 2006 35

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.