Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2006, Blaðsíða 17

Freyr - 01.04.2006, Blaðsíða 17
lega fjölbreytni hafa margar plöntu- og dýrategundir aðlagast sambýlinu við manninn gegnum aldirnar. Margar þeirra plöntutegunda sem er á válista yfir teg- undir í útrýmingarhættu í Noregi má ein- mitt finna í blönduðu landslagi hefðbund- ins landbúnaðar. Landbúnaðarsvæðin geyma dýrmætar menningarminjar og sögu fólksins í landinu fyrr og nú. Menn- ingarlandslagið er mikið notað í tengslum við ferðamennsku og aðra útivist. Sfðast en ekki síst er það hluti af sjálfsmynd margra Norðmanna og grundvöllur þess að þeim finnist þeir „eiga heima" f lands- laginu. En hvernig er hægt að halda í þetta landslag ef landbúnaðurinn hverfur af við- komandi svæði? Norsk stjórnvöld hafa frá nfunda áratug síðustu aldar boðið mis- munandi styrki og annan fjárhagslegan ávinning í skiptum fyrir „lifandi" menn- ingarlandslag. Sem dæmi um styrkhæf verkefni má nefna heyskap á gömlum engjum, viðhald tegundafjölbreytileika f beitilandi, endurgerð og viðhald gamalla húsa, hlaðinna veggja og annarra land- búnaðarmannvirkja eða viðhald á gömlum þjóðleiðum sem oft tengja saman menn- ingarminjaheildir. Það fjármagn sem eyrnamerkt er við- haldi á menningarlandslagi skiptist árlega í almennar greiðslur upp á um 3 milljarða norskra króna (heildarútgjöld til landbún- aðar eru um 12 milljarðar) og sérstakar greiðslur upp á 100 milljónir norskra króna (Rönningen o.fl. 2005). Rannsóknir sýna að greiðslur vegna menningarlands- lags eru eftirsóttar og hafa veruleg áhrif á það að fleiri býli haldist í byggð og að gildin í menningarlandslaginu glatist ekki (Daugstad og Rönningen 2004; Daugstad o.fl. 2005). Þó eru enn sterkari öfl að verki sem valda því að um 4000 býli fara í eyði ár hvert eins og nefnt var hér að framan. Þetta er því varnarbarátta. Önnur leið til að halda lífi í landbúnað- arlandslaginu er nýsköpun og framþróun. Margir bændur hafa valið að fara út í ferðaþjónustu. I landbúnaði og ferðaþjón- ustu er sameiginlegra hagsmuna að gæta eins og fram kemur f lesendabréfi frá for- manni Ferðamálaráðs Noregs: „Náttúra og náttúruupplifun mun einn- ig í framtíðinni verða mikilvægur þáttur í norskri ferðaþjónustu. En til að tryggja samkeppnishæfni verðum við að auki að leggja áherslu á menningu, fólk, mat, tísku, sögu og lifandi menningarsamfélag á landsbyggðinni. Þetta krefst byggða- stefnu; að það búi fólk á landsbyggðinni. Án fastrar búsetu, atvinnuþátttöku í hin- um dreifðu byggðum og þróttmikils land- búnaðar, mun íbúum landsbyggðarinnar fækka og menningarlandslagið fara í nið- urníðslu" (Nationen 2003). Margir hafa tekið í sama streng síðustu ár. Hræðslan við að fjölfarnar samgöngu- leiðir endi sem „græn göng" (svo þéttur skógur í vegarkanti að upplifun af lands- lagi tapast og útsýnið hverfur) veldur ferðaþjónustuaðilum í mikilvægum ferða- þjónustufylkjum áhyggjum. Sem dæmi má nefna að embætti fylkismannsins í Sogn- og Fjarðafylki hefur hafið rannsóknar- og þróunarverkefni þar sem mismunandi að- ferðir og vélbúnaður við skógarhögg eru prófuð meðfram Gaularfjallsveginum til að endurskapa útsýni frá vegstæðinu. Annað dæmi er frá ferðaþjónustusvæðinu Geirangri innst í samnefndum firði í Vest- ur-Noregi. Þar er helsta aðdráttarafl fyrir ferðamenn stórfenglegt landslagið með háum fjöllum og litlum landbúnaðarsvæð- um í bröttum hlíðum. TIL UMHUGSUNAR Ekki getur allt landbúnaðarlandslag lifað sem „ferðaþjónustuafurð", sumt landslag er einfaldlega ekki nógu fallegt eða liggur of afskekkt. Annað mikilvægt atriði er að ferðamenn vilja lifandi landslag, með íbú- um, sem geta boðið upp á hefðbundnar, menningartengdar afurðir bæði í mat og afþreyingu. Nútímalegt landbúnaðarlandslag við gamalt sel í Heiðmörk. Ljósm. Karoline Daugstad Nútlmaræktunaraðferðir hafa í sumum tilfellum orðið eðlilegur hluti af nýtingu á gömlum seljum. Það má rökstyðja út frá menningarminjavernd að þessi landnýting geti verið óæskileg. Fyrir bóndann er þetta eðlilegur og nauðsynlegur hluti af rekstri búsins. Spurningin er þá hvaða tímabil í landbúnaðarsögunni skiptir mestu máli í þessu samhengi? Er það virk notkun, útlit landslagsins eða eitthvað annað sem mik- ilvægt er að halda í? Viðhald er nauðsyn- legt svo verðmætin haldist. Ef við greinum hvernig þær aðgerðir sem gripið hefur verið til virka, þ.e.a.s. hvaða hlutar lands- ins og hvaða gerðir af menningarlandslagi hljóta mesta styrki, þá fer stór hluti af stuðningnum til sveitarfélaganna inn til landsins, í Suður-Noregi, en minna til Norður-Noregs og strandsvæðanna. Meira en helmingur fer í viðhald og verndun bygginga og annarra menningarminja, þ.e.a.s. ekki í sjálft landslagið. Skýringarn- ar á þessari skiptingu eru margar. Arfurinn frá rómantíska ttmabilinu þegar landslag innlandsins var lofsungið er ein skýringin en líka þættir eins og hvar stór og öflug landbúnaðarhéruð liggja og f hvaða mæli ráðgjafaþjónustan hvetur bændur til að nýta sér slíka styrki. Niðurstaðan er að stuðningurinn nær ekki í öllum tilfellum þeim tilgangi að vernda skilgreind og mik- ilvæg verðmæti í landbúnaðarlandslaginu (Rönningen o.fl. 2005). LOKAORÐ Stöðugt fleiri vísindamenn, stjórnmála- menn og aðrir sem málið varðar verða sammála um að besta leiðin til að vernda þau verðmæti og gildi sem falin eru í norsku landbúnaðarlandslagi sé með sterkum og sýnilegum landbúnaði. Ekkert annað skipulag hefur hingað til getað keppt við kerfið sem í upphafi skóp þau verðmæti sem við viljum vernda í dag. Þetta kann að virka sem augljós staðreynd en það er mikilvægt að minna á þessa grundvallarþætti til þess að enda ekki með sviðsett menningarlandslag eða að landbúnaðarlandslagið hverfi í skóg eða órækt og tapi fjölbreytileika sínum. Von- andi geta íslendingar lært af reynslu Norð- manna í þessum efnum þó að aðstæður séu að mörgu leyti mismunandi. Breytt starfsumhverfi landbúnaðarins og alþjóð- leg áhersla á „grænar greiðslur" í stað framleiðslutengds stuðnings kallar á nýja stefnu. Það er mikilvægt að skilgreina þau gildi sem felast í menningarlandslagi og standa vörð um þau. HEIMILDIR Daugstad, K., Ringdal, S., Ronningen, K. & Skar, B. 2002: Agriculture and cultural heritage. A state of the art report on research based knowl- edge. Centre for Rural research, R-7/02. Daugstad, K. & Ronningen, K. 2004: Landskapet som felles gode og privat ressurs. I: Setten, G. (red.): Det levende landskapet. Trondheim: Tapir forlag, bls. 111-129. Daugstad, K., Ronningen, K. & Skar, B. 2005: Agriculture as an upholder of cultural heritage? Conceptualizations and value judgements - A Norwegian perspective in international context. Journal of Rural Studies. Nationen 09.09.2003: Levende bygdesamfunn. Lesendabréf. Norsk landbrukssamvirke 2005: Aktuelle tall i landbruket. www.landbruk.no Ronningen, K., Skar, B„ Daugstad, K. & Risan, T. 2005: Dependence between cultural heritage protection and 'active agriculture' in the era of decoupling. An analysis of the Norwegian STILK scheme. Landscape Research. Freyr 04 2006 13

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.