Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2006, Blaðsíða 15

Freyr - 01.04.2006, Blaðsíða 15
SAUÐFJÁRRÆKT Þóra Sif Kópsdóttir, bóndi Ystu-Görðum í Kolbeinsstaðahreppi, undirbýr mjaltir á ám síðastliðið sumar. Ljósm. Sveinn Hallgrímsson frekar um að ræða aukaafurð með hefð- bundinni sauðfjárrækt. Þannig verði afurð- irnar markaðssettar sem sérvara eða mark- fæði í takmörkuðu magni og væntanlega jafnframt árstíðabundið. Takmarkað magn veldur hins vegar nokkrum erfiðleikum hvað vinnslu varðar þar sem ná þarf ákveðnu magni til að vinnsla í stóru mjólk- urbúunum teljist arðbær. Magnframleiðsla í mjólkurbúi fellur auk þess illa að kröfum þess vaxandi neytendahóps sem vill kaupa gæðavöru sem hefur þekktan framleiðslu- feril. Fyrir þennan neytendahóp skiptir gerð vöru mun meira máli en verðið. Vegna þessa er ekki óeðlilegt að ætla að þegar framleiðsla sauðamjólkur fari af stað fyrir alvöru gerist það í tengslum við ferðaþjón- ustu og þróist jafnvel í framhaldinu yfir í heimavinnslu og beina sölu afurðanna. Þá er horft til þess möguleika að í framtiðinni geti sauðfjárbóndi framleitt osta og/eða aðrar afurðir úr sauðamjólk heima á bæ. Hann muni þannig sjá um allan fram- leiðsluferilinn; mjöltun, geymslu, úrvinnslu og sölu. Erlendis hefur heimavinnsla og sala landbúnaðarafurða farið vaxandi og telja Norðmenn að þarna séu mikil tæki- færi. Eflaust á áhugi á vörum af þessum toga enn eftir að aukast hér á landi og því gætu legið í þessu mikil tækifæri og hags- munir fyrir dreifbýlið (Ólöf Þ. Hallgrímsdótt- ir 2004). Enn sem komið er þarf þó að tryggja samvinnu við mjólkurbú til að vinna úr sauðamjólkinni. Til að koma til móts við neytendur sem vilja kaupa beint frá bónda og þá ferðaþjónustuaðila sem vilja nota af- urðir úr heimahéraði í sínum rekstri getur sá möguleiki verið fyrir hendi að mjólkur- Frá mjaltatilraunum á Hvanneyri síðsumars 1996. Ljósm. Sveinn Hallgrímsson búin taki að sér að framleiða úr mjólkinni fyrir bóndann, gegn ákveðnu gjaldi, en bóndinn ráðstafi afurðinni að víld. FRAMKVÆMD ÁTAKSVERKEFNISINS Átaksverkefnið hefur verið unnið þannig að áhugasamir sauðfjárbændur hafa mjólkað ær eftir þvi sem aðstæður gefa tilefni til á hverjum stað. Stærsti hluti styrkja sem hafa fengist til verkefnisins hverju sinni hefur ver- ið nýttur til að kaupa mjólkina af bændum og mjólkursamlagið í Búðardal hefur fram- leitt osta úr henni. Með þessu móti hafa bændur getað prófað sig áfram með fram- kvæmd mjaltanna og mjólkursamlagið þró- að úrvinnslu afurðanna og markaðssetn- ingu. Jafnframt þessu hefur skapast ákveð- inn upplýsingagrunnur um framleiðslueigin- leika ánna, nauðsynlegan tækjakost og hvernig er best hægt að samræma þessa framleiðslu hefðbundinni sauðfjárrækt. Að fenginni reynslu undanfarinna tveggja ára áætla aðstandendur verkefnisins að ef framleiðsla sauðamjólkur eigi að geta orðið arðbær aukabúgrein hjá sauðfjárbændum sé æskilegt að ákveðnar forsendur séu til staðar. Þær sem mestu máli skipta eru: • Slátrun utan hefðbundins sláturtíma. Mælingar á nyt nú og úr fyrri rannsókn- arverkefnum benda til þess að með þvf að byrja að mjólka ærnar áður en kemur að hefðbundnum fráfæru- og sláturtíma fáist verulega meira mjólkurmagn á hverja tímaeiningu sem fer í mjaltirnar. Þarna hafa þó gæði beitarinnar mikil áhrif. Þessi framleiðsla gæti því orðið ákjósanlegur kostur fyrir þá sem hafa að- stöðu til að slátra snemma, jafnvel allt frá miðjum júlí. • Að bændur hafi með sér samvinnu um mjöltun. ( þessu getur m.a. falist að að- eins sé einn sem mjólki, þótt ærnar séu á mörgum bæjum og sé þá notaður ein- hvers konar færanlegur mjaltabúnaður. Einnig mætti vel hugsa sér að ám af nokkrum bæjum væri safnað saman á einn bæ og þær mjólkaðar þar. Með þessu móti getur jafnvel skapast svigrúm til að nýta afkastameiri tækni og spara þannig vinnuafl, sem byggist þó á því að nokkur fjöldi sé mjólkaður. Þessi leið get- ur skapað möguleika á að nýta sauða- mjólk þó að ekki séu aðstæður til sumar- slátrunar þar sem hægt er, ef vel tekst til, að safna töluverðu magni á stuttum tíma. • Það þarf að leitast við að nýta þá tækni sem er til staðar og laga þá tækni sem hefur þróast í öðrum löndum að okkar aðstæðum. Á þetta bæði við um vinnu- hagræðingu í kringum mjaltirnar sjálfar en einnig hvernig staðið er að ræktun og skipulagi beitilands. Einnig má nefna að veruleg vinnuhagræðing er að því að vanir hundar séu til staðar og smölun ánna til mjalta getur reynst hin prýðileg- asta leið til að þjálfa hunda eða halda þeim í þjálfun. • Mögulegt sé að koma upp aðstöðu sem uppfyllir hreinlætiskröfur. Góð aðstaða þarf að vera til þrifa á mjaltabás og tækj- um og aðstaða til að geyma mjólkina full- nægjandi. Eins og fyrr segir má frysta sauðamjólkina og geyma hana þannig til frekari meðhöndlunar. Mikilvægt er að henni sé komið (frysti um leið og mjölt- um lýkur og hafa rannsóknir sýnt að með því móti megi koma í veg fyrir gerlavöxt og halda þannig gæðum mjólkurinnar á ásættanlegu formi þar til kemur að vinnslu. Samhliða þróun á verklagi og aðstöðu við söfnun mjólkurinnar þarf að sjálfsögðu að huga að þróun fjölbreyttra vöruteg- unda úr sauða- og geitamjólk og markaðs- setningu þeirra. Nýta þarf fyrirliggjandi þekkingu og móta í samræmi við hana markvisst starf um nýtingu sauðamjólkur. Það er Ijóst að í þessari aukabúgrein felast sóknarfæri fyrir bændur sem geta haft í för með sér mikilvæga tekjuaukningu fyrir sauðfjárbú. Verið er að vinna að gerð starfsáætlunar fyrir starfsárið 2006. Leitað verður samstarfs við Bl, Landsamtök sauðfjárbænda og Framkvæmdanefnd búvörusamninga. HEIMILDIR Boyazoglu, J. og Morand-Ferh, P. 2001. Medit- erranean dairy sheep and goat products and their quality. A critical review. Small ruminant research, 40, 1-11. Ólöf Þ. Hallgrímsdóttir. 2004. Heimavinnsla og sala landbúnaðarafurða - nýting auðlindar: Nor- egsferð 2004. http://bondi.is/landbunad- Ur/wgbi.nsf/199a414bd98db66c00256ab1004967c 2/fd038302a879915d002570ba006aa49b?0p- enDocument&Highlight=0,b%C3%A6nda- marka%C3%B0ir. Skoðað 27.3.2006. Sveinn Hallgrímsson. 1997. Tilraun með mjöltun áa og nýtingu sauðamjólkur til manneldis. Ráðu- nautafundur 1997. 287-295. The Brittish Sheep Dairying Association. 1994. The value and uses of sheep milk products. Wi- eld Wood, Alresford, Hampshire, Fjölrit, bls 2. Freyr 04 2006

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.