Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2006, Blaðsíða 24

Freyr - 01.04.2006, Blaðsíða 24
NÝJA GRÓÐURHÚSIÐ Nýtt gróðurhús í Hrunamannahreppi Spennistöðin á Flúðum annar ekki eftirspurn Horft yfir gróðurhúsin á Hverabakka. Nýja gróðurhúsið er fjærst á myndinni Þorleifur bóndi í nýja húsinu með tæplega tveggja mánaða gamlar tómatplöntur Á bænum Hverabakka II í Hruna- mannahreppi búa hjónin Þorleifur Jóhannesson og Sjöfn Sigurðardóttir ásamt tveimur af fjórum börnum sínum, þeim systrum Hildi Guðrúnu og Þórnýju Vöku. Þau stunda tómatarækt af miklum þrótti og þann 1. október á síðasta ári hófu þau að reisa 1.500 m2 gróðurhús sem þau tóku í notkun nú í byrjun mars- mánaðar. Með nýja húsinu eru því fermetrarnir sem eru undir gleri á Hverabakka II orðnir 4.100. Foreldrar Sjafnar stunduðu garðyrkjubúskap á Hverabakka fram til ársins 1990 en þá tóku þau Þorleifur og Sjöfn alfarið við og hafa smám saman verið að stækka garðyrkjustöðina. Þorleifur, sem er kennari að mennt eins og Sjöfn, starfaði sem kennari samhliða búskapnum en hefur nú í tíu ár starfað að fullu við garðyrkju- búið. Sjöfn er í fullu starfi sem kennari við grunnskólann á Flúðum. HÚSAKOSTUR Gróðurhúsin sem fyrir eru á Hverabakka II voru byggð á árunum 1983 til 2001. Elsta húsið, svokallað uppeldishús, er innflutt 306 m2 hús frá Hollandi byggt 1983. Bróðir Þorleifs, Pétur Bolli, teiknaði hinar bygging- arnar í þremur áföngum á frá 1994 til 2001 og voru teikningarnar byggðar á þeirri þró- un sem átti sér stað í byggingu gróðurhúsa á þeim tíma. Þorleifur segir byggingarnar vera gríðarlega sterkar og tekur sem dæmi að jarðskjálftarnir sem riðu yfir Suðurland árið 2000 hafi ekki valdið neinum skemmd- um á þeim. Nýja húsið er hefðbundið hol- lenskt hús, svokallað VENLO-hús, en vegg- hæðin er mun meiri í þeim húsum en þeim tslensku sem fyrir eru; um 4,5 metrar undir rennur. Tengdafaðir Þorleifs, Sigurður Tómasson, stofnaði ásamt fleirum fyrirtækið Gróður ehf. um nýtinguna á hvernum í landi Hvera- bakka árið 1944. Voru Sigurður og Svava Sveinbjörnsdóttir kona hans því með fyrstu garðyrkjubændum í uppsveitum Árnessýslu og bjuggu þá með blandaðan búskap, ef svo má að orði komast; tómata, gúrkur og kál. I dag er garðyrkjustöð Þorleifs og Sjafn- ar ein af fjórum stærstu stöðvunum sem framleiða tómata allt árið með hjálp raflýs- ingar. Við stöðina eru fjögur stöðugildi og telur Þorleifur að með tilkomu nýja hússins komi hann til með að bæta við heilu stöðu- gildi á ársgrundvelli. Á sumrin stunda þau hjónin útirækt og þá bætast einir fjórir, jafn- vel fimm, starfsmenn við til þess að sinna henni. Þorleifur og Sjöfn byrjuðu að rækta gúrk- ur með aðstoð lýsingar en færðu sig fljótt yfir f það að rækta eingöngu tómata. f upp- hafi notuðust þau við 120W á fermetrann en nú eru öll húsin á Hverabakka komin í 210W á hvern fermetra og nýja húsið eitt og sér er með á bilinu 230-240W lýsingu á hvern fermetra. Þorleifur segir allt stefna í það að menn auki hjá sér lýsinguna en það komi þó vissulega til með að ráðast af því verði sem fólki býðst rafmagnið á. Fram- leiðslan á Hverabakka II fór yfir 80 kg/m2 í fyrra og segir Þorleifur það með því besta 20 FREYR 04 2006

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.