Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2006, Blaðsíða 26

Freyr - 01.04.2006, Blaðsíða 26
NAUTGRIPARÆKT Skýrsluhald nautgriparæktar- félaganna árið 2005 IEftir Jón Viðar Jónmundsson Bændasamtökum (slands '1 t /• wf t •'iv ;óvfir> Mynd 1. Þátttaka í skýrsluhaldi árið 2005 y/ w/j'f/fj'/y & Þessi grein gefur yfirlit um nokkrar lykiltölur úr uppgjöri nautgriparæktar- félaganna fyrir árið 2005. Framsetning á niðurstöðum er með hefðbundnum hætti og er það gert að yfirlögðu ráði vegna þess að af ýmsum eru þessar niðurstöður notaðar til heimildaöflunar þegar verið er að afla upplýs- inga um þróun íslenskrar mjólkurframleiðslu. Áfram gætir sömu meginþátta í þróuninni og hafa einkennt hana nú í nær áratug. Kúnum fækkar, búum f framleiðslunni fækkar enn hraðar, búin stækka því að jafnaði og meðalafurðir aukast ár frá ári þannig að framleiðslumagn hvers bús vex umtalsvert með hverju ári. Árið 2005 urðu um margt þáttaskil f íslenskri mjólkurfram- leiðslu. Islenski mjólkurmarkað- urinn hefur þróast á jákvæðan hátt á undanförnum árum. Eftir áratugaskeið þar sem mjólkur- framleiðendur hafa þurft að hafa hömlur á framleiðslu sinni á hverjum tíma standa þeir nú i fyrsta skipti frammi fyrir því að markaðurinn kallar eftir allri þeirri mjólk sem mjólkurfram- leiðendur hafa möguleika á að framleiða. Árgæska til fram- leiðslunnar var hins vegar tals- vert breytileg eftir landsvæðum á árinu 2005 eins og síðar verð- ur vikið að. SKÝRSLUHALD Tafla 1 gefur yfirlit um nokkrar helstu fjölda- og meðaltalstölur úr skýrsluhaldinu árið 2005 og er þeim skipt á hefðbundinn hátt eftir framleiðslusvæðum auk landsyfirlits. Þar má sjá að samtals skiluðu 684 bú skýrslum árið 2005 og hefur þeim því fækkað um 25, eða 3,5% frá fyrra ári. Þessar breytingar og gott betur má að öllu rekja til búa sem á árinu 2004 hættu mjólkurframleiðslu og því miður varð lítið lát á áframhaldi slíkrar þróunar á árinu 2005. Örfá þeirra fáu búa sem staðið hafa utan skýrsluhaldsins hófu hins vegar skýrsluhald á árinu 2005. Skýrslur komu samtals á 28.661 kú á árinu (28.731 kýr árið 2004) sem er örlítil fækkun frá árinu áður. Reiknuðum árs- kúm fækkar einnig í líku hlutfalli á milli ára en þær voru 20.603,2 árið 2005 (20.765,2 árskýr árið 2004). Einnig fækkar heilsárs- kúnum, sem eru þær kýr sem eru á skýrslum frá fyrsta til síð- asta dags ársins, um nokkrar kýr, en þær voru 14.117 árið 2005 (14.170 heilsárskýr árið 2004). Stærstu nautgriparæktarfé- lögin mæld I fjölda skýrslu- færðra kúa eru þau sömu og áður og líkt og verið hefur ná tvö þeirra þúsund kúa markinu. Þau eru Nf. Hrunamanna með 1.206 kýr og Nf. Austur-Hún- vetninga þar sem kýrnar voru 1098 árið 2005. Næst þessum félögum kemur Nf. Skeiða- hrepps með samtals 936 skýrslufærðar kýr. Af því sem þegar hefur verið sagt má ráða að hlutfallsleg þátttaka í skýrsluhaldinu eykst enn. Hún hefur um langt árabil verið metin á grundvelli skipt- ingar greiðslumarks í mjólkur- framleiðslu í landinu og á hverju landsvæði á milli búa með skýrsluhald og þeirra sem utan þess standa. Mynd 1 sýnir það sem slíkur samanburður fyrir árið 2005 gefur. Hún er að von- um mjög lík hliðstæðum mynd- um frá síðustu árum vegna þess að eftir að þátttaka er orðin jafn almenn og raun ber vitni í þessu starfi er ekkert svigrúm fyrir miklar sveiflur á milli ára í þess- um efnum. ( mörgum héruðum verða ekki aðrar breytingar frá því sem nú er nema þær að það mark náist að skýrsluhald verði á öllum búunum í mjólkurfram- leiðslunni. Þetta mark néðistfyr- ir nokkrum árum í Dalasýslu en því miður heltist síðar einn framleiðandi þar úr lestinni. Þátttakan á landinu öllu er 92,4% (90% árið 2004) og hafa því orðið talsvert miklar breytingar á milli ára í rétta átt í þessum efnum. MEÐALBÚIÐ STÆKKAR Framleiðslueiningarnar í mjólk- urframleiðslunni hafa farið ört stækkandi á síðustu árum og tölulega þróunin árið 2005, sem þegar hefur verið rakin, segir að ekkert lát hafi orðið á slíkri þró- un. Að jafnaði voru 41,9 kýr (40,6 árið 2004) skýrslufærðar á hverju búi og reiknaðar árskýr fóru nú I fyrsta skiptið að með- altali yfir 30 kýr og voru samtals 22 FREYR 04 2006

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.