Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2006, Blaðsíða 40

Freyr - 01.04.2006, Blaðsíða 40
NAUTGRIPARÆKT Milligerðir í legubásafjósum Niðurstöður danskrar rannsóknar í nýútkominni skýrslu á vegum dönsku ráðgjafarþjónustunnar (Dansk Landbrugsrádgivning) er fjallað um innréttingar og milligerðir í dönskum legubásafjósum. Skýrslan er úttekt á 30 legubásafjósum, unnin af sérfræðingum dönsku ráðgjafar- þjónustunnar með góðri samvinnu við söluaðila innréttinga, rannsóknar- stofnanir, ráðgjafa á sviði innrétt- inga fyrir húsdýr og síðast en ekki síst bændur. Til grundvallar liggur þriðja útgáfa viðmiðunarreglna sem gefnar voru út árið 2001. Danir hafa þó gefið út fjórðu útgáfuna (mars 2005) þar sem tekið er enn frekar mið af heilbrigði og góðri aðstöðu skepnunnar, sérstaklega með tilliti til aukinnar stærðar hennar. TILGANGUR Megintilgangur þessarar úttektar var að bera saman þá valmöguleika sem danskir bændur hafa þegar kemur að þvl að endur- innrétta gömul fjós eða innrétta nýbygging- ar með legubásum. Á undanförnum 13 érum hafa um 4.000 nýjar fjósbyggingar verið reistar I Danmörku og I langflestum til- fellum er um legubásafjós að ræða. Á markaðnum er að finna margar gerðir inn- réttinga. Form og útlit milligerða er mjög fjölbreytt en skýrslan greinir frá kostum og göllum þeirra, ásamt því að bera uppsetn- ingu þeirra saman við fyrrgreindar viðmið- unarreglur. ( þessari úttekt uppfylltu fæst fjósin viðmiðunarreglurnar sem útgefnar voru árið 2001 og enn færri nýjustu útgáfu þeirra reglna frá síðasta ári. VANDA BER VALIÐ Við val á innréttingum I legubásafjós ber að hafa í huga að milligerðir og innréttingar hindri ekki skepnuna ( þv( að leggjast og standa upp svo eðlilegt geti talist, né hafi skaðleg áhrif á snertifleti á skepnunni þeg- ar hún hreyfir sig um I básnum. ( úttektinni voru nokkrir þættir skoðaðir. Lengd og breidd bása var mæld, sem og hæð jötu- kants frá undiriagi skepnunnar og lengd hans frá básenda. Þá voru svokölluð fram- rör, sem notuð eru til þess að stífa af milli- gerðirnar, skoðuð sérstaklega. Hæð þeirra frá básdýnu skiptir umtalsverðu máli þegar kemur að hreyfanleika skepnunnar ( básn- um. Hnakkabómur, eða hnakkabönd, sem hafa þann tilgang að varna þvl að skepnan skíti á legusvæði sitt, voru llka til athugun- ar. Að endingu var hreinlæti legubásanna og skepnanna sjálfra skoðað og gerð úttekt á sárum af völdum milligerða og/eða inn- réttinga sem finna mátti á hæklum og mjaðmakúlum. NIÐURSTÖÐUR Úttekt dönsku sérfræðinganna leiddi í Ijós að I einungis helmingi tilfella uppfyllti bás- breiddin ráðlagða staðla. I 54% tilfella upp- fyllti lengd bása við vegg staðlana og básar í tvöföldum röðum (bás á móti bás) voru í 38% tilfella af réttri lengd. Innan sama býl- is var að finna allt að 10 cm vik á milli bása frá ráðlögðum stöðlum þegar það kom að breidd þeirra og allt að 20 cm vik hvað lengdina snerti é básum I tvöföldum röðum. f þeim tilfellum þar sem jötukant var að finna fór hæð hans ekki yfir 10 cm viðmið- unarstaðal. Hins vegar fylgdi lengd frá bás- enda að jötukanti ekki viðmiðunarstöðlum í tæpum 25% tilfella. Úttektin ( heild sinni sýnir að básar þar sem ekki er að finna svokölluð framrör veita skepnunni mesta svigrúmið til þess að hreyfa sig óheft. Á þessu er þó einn Ijóður en hann er sá að hætta er á að skepnan geti komið sér fram úr básnum. Því hafa sumir bændur brugðið á það ráð að setja framrör á básana eftir á, þó svo að styrkur milligerð- anna sé alveg nægur. Þetta má þó leysa á annan hátt með þv( að strengja taum, svip- aðan þeim sem notaður er til þess að festa vörubflshlass, til þess að hindra skepnurnar I þvl að ganga (gegnum básinn. ( úttektinni er mælt með taumnum. Lega hnakkabómu hefur umtalsverð áhrif á velltðan skepnunnar. Sé henni komið fyrir of aftarlega ( básnum, eða of lágt í sam- hengi við hæð skepnunnar, mun skepnan leggjast skakkt I básinn til þess að forðast það að koma við bómuna. Þetta veldur því að skepnan mun skíta básinn, og þar með sjálfa sig, meira út. Einungis tvö fjós af þrjá- tíu uppfylltu ráðlagaða danska staðla í þess- um efnum skv. úttektinni. FORMIÐ STÝRIR LEGUNNI Form milligerða hefur vissulega áhrif á það hvernig skepnan leggst í básinn. Milligerðir með dropalagaðri hönnun þar sem dropinn vísar niður á við, er best til þess fallið að stýra skepnunni rétt í básinn. Þá var fylgni á milli aukinnar tíðni skinnskaða á hæklum og mjaðmakúlum í þeim tilfellum þar sem dropinn vísaði upp á við samanborið við milligerðir með dropa sem vísaði niður á við eða hafði engan dropa. Höfundar skýrsl- unnar telja þó meiri líkur á því að undirlag skepnunnar hafi meiri áhrif á skinnskaða á hæklum og mjaðmakúlum en form milli- gerðanna. Teikn. Dansk Landbrugsrádgivning FREYR 04 2006

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.