Freyr - 01.04.2006, Blaðsíða 12
að lægra hlutfall aðgengilegrar orku fyrir
vambarörverurnar er notað til viðhalds en
orkan nýtist þess í stað til vaxtar og fram-
leiðslu á örverupróteini. Þó svo AAT-gildið
hækki með auknu fóðuráti þýðir það ekki
sjálfkrafa meiri mjólkurframleiðslu. Nýting
AAT til mjólkurframleiðslu minnkar með
hækkandi hlutfalli milli próteins og orku -
AAT/NOM. Þess vegna er mikilvægt að
finna jafnvægið á milli AAT og NOM til að
ná mikilli mjólkurpróteinframleiðslu. í Nor-
For- aðferðinni er tekið tillit til þessa við
samsetningu á fóðurskammti.
SAMSETNING FÓÐURSKAMMTSINS
Eins og getið er um að framan hefur sam-
setning fóðurskammtsins einnig áhrif á fóð-
urgildið. Þar vegur þyngst hlutfallið á milli
auðmeltanlegra kolvetna (sykurs og sterkju)
og NDF í fóðrinu, en það hefur áhrif á nið-
urbrot fóðursins í vömbinni og örverupró-
teinframleiðsluna. Með aukinni hlutdeild
kjarnfóðurs I fóðurskammtinum hækkar
venjulega sterkjumagnið í fóðrinu en magn
NDF lækkar. Á mynd 3 er sýnt hver áhrif
þetta hefur á AAT-gildið í fóðrinu. Til að
bera saman núverandi fóðurmatsaðferð og
NorFor-aðferðina eru notuð hlutfallsgildi.
AAT-gildið við kjarnfóðurhlutfall 15 er sett
jafnt og 100. í núverandi AAT/PBV-kerfi er
reiknað með fastri 0,5% aukningu í AAT-
gildi fóðurskammtsins fyrir hvert prósent-
ustig sem kjarnfóðurhlutfallið hækkar, en
með NorFor-aðferðinni er gengið út frá því
að þetta samhengi sé ekki línulegt. Þetta
þýðir að hlutfallsleg aukning í AAT-gildi fóð-
urskammtsins minnkar með hækkandi hlut-
deild kjarnfóðurs.
Sem dæmi hækkar AAT-gildið um 1,2%
þegar kjarnfóðurhlutfallið hækkar úr 40 í
45% en í núverandi fóðurmatskerfi er hlið-
stæð aukning 2,5%.
Dæmin á myndum 1-3 sýna á hver ólíkt
NorFor-kerfið og núverandi matskerfi meta
orku- og próteingildi fóðursins. Áhugaverð
og mikilvæg spurning er hvort NorFor-að-
ferðin hefur áhrif á hlutfallslegt fóðurgildi á
milli fóðurtegunda. Sé það tilfellið leiðir það
til þess að fóðurtegundir raðast á annan
hátt en nú er en það getur haft áhrif á verð-
hlutföll, t.d. milli hráefna í kjarnfóðri. Þar
sem stærð fóðurskammtsins og samsetning
hefur áhrif á reiknað fóðurgildi er erfitt að
gera þannig samanburð. Einn möguleiki er
að skilgreina staðlaða fóðurskammta og
reikna síðan fóðurgildi í hverri fóðurtegund
fyrir sig við þær stöðluðu aðstæður. I Nor-
For-aðferðinni hafa verið skilgreindir tveir
slíkir fóðurskammtar. Þeir eru annaðhvort 8
eða 20 kg þurrefnis á dag og innihalda
50% kjarnfóður. Til viðbótar er einnig gerð
krafa um próteininnihald, sterkju og NDF í
fóðurskammtinum. Samanburður á virkri
orku til mjólkurframleiðslu (NOM), AATp og
Mynd 1. Áhrif fóðuráts á orkuinnihald í fóðurskammti, annars vegar ákvarðað
samkvæmt NorFor-aðferðinni og hins vegar samkvæmt núverandi fóðurmats-
aðferð
Fóðurát, kg þurrefnis á dag
Mynd 2. Áhrif fóðuráts á AAT-innihald í fóðurskammti, annars vegar ákvarðað
samkvæmt NorFor-aðferðinni og hins vegar samkvæmt núverandi fóðurmats-
aðferð
8
FREYR 04 2006