Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2006, Blaðsíða 19

Freyr - 01.04.2006, Blaðsíða 19
NAUTGRIPARÆKT fjarskylt flestum öðrum nautum sem nú eru í mikilli notkun. Spuni 99014 skilar mjólkur- lögnum og gallalitlum kúm en veikustu þættir í hans mati eru spenar og mjaltir. Ótti 99029 gefur góðar mjólkurkýr en prótein- hlutfall er heldur undir meðaltali. Þessar kýr hafa góða júgurgerð og ágætt skap en mjaltir eru heldur í slakari kantinum. Sá þátt- ur sem mest dregur niður heildareinkunn hans er mat um frjósemi, í því samhengi er ástæða til að benda á að meðan dætur hans eru ekki fleiri vegur ætternisdómur fremur þungt og geldur hann þar verulega fyrir móðurföður sinn, Andvara 87014. Undan Ganganda 99035 kom til skoðunar einhver gallaminnsti hópur sem nokkru sinni hefur komið fram undan einu nauti hér á landi. Þessar kýr hafa ákaflega góða júgur- og spenagerð og fá frábæra umsögn um mjalt- ir. Þessar kýr eru í meðaltali hvað afurðasemi snertir. Sá þáttur sem hins vegar dregur lang- mest niður kynbótaeinkunn er mat hans um frumutölu. Hér er full ástæða til að leggja áherslu á að Gangandi 99035 geldur þar enn, meðan dætur hans eru ekki fleiri með upplýsingar, föður síns Krossa 91032. Hann hefur afbrigðilega lágt mat um þennan þátt. Rauntölur um dætur hans gefa ekki tilefni til varúðar. Reynist þetta rétt mun þetta naut hækka verulega í mati þegar meiri upplýsing- ar fást um dætur þess. Þó að uppskera kyn- bótagripa úr þessum árgangi nauta sé rýrari en flestir hefðu viljað sjá þá má segja að þessi hópur, sem valinn er til áframhaldandi notk- unar, sé um ýmislegt jákvæð viðbót fyrir ræktunarstarfið. SAMANTEKT f lokin er gerð tilraun til að draga saman niðurstöður fyrir þennan árgang með því að gefa yfirlit um úrvalsnýtingu úr hópnum á hliðstæðan hátt og áður hefur verið gert. Skoðað er hve stór hluti af raunverulegum úrvalsmöguleikum innan árgangsins gagn- vart einstökum eiginleikum hafi verið nýtt- ir með því vali sem endanlega var gert. Þessi mynd er um margt miklu neikvæðari en tilsvarandi yfirlit fyrir síðasta érgang (nautin fædd áriðl998) sem birt var fyrir einu ári. Þetta endurspeglar einmitt það sem fjallað er um hér að framan, að naut- in í hópnum einkenndust verulega af því að sameina í sömu einstaklingum mikla kosti fyrir einstaka eiginleika og umtals- verða galla fyrir aðra eiginleika, en fátt var um gripi sem sameinuðu jákvæða þætti fyrir flesta af eiginleikunum sem horft er til í valinu. Frjósemi er eini eiginleikinn sem úrvalið verður neikvætt gagnvart. Jákvæð- asti þátturinn er ef til vill að valið virðist talsvert í takt við mat eigenda kúnna vegna þess hve vel tekst til um val með til- liti til gæðaraðar. Einnig er rétt að benda á að gagnvart kynbótamatinu, sem er hið skilgreinda ræktunarmarkmið, næst nán- ast 100% úrvalsnýting. Það er í raun í fullu samræmi við það að þegar um jafn sund- urlausan hóp og þennan er að ræða verð- ur hið endanlega val að byggjast á heilda- reinkunn. Tafla 1. Kynbótamat nautanna sem fædd voru árið 1999 Pottur Trandill 99041 99042 32 37 97 107 102 101 101 106 116 86 111 97 103 105 99 99 100 101 92 87 96 92 115 63 106 81 94 92 94 96 99 91 102 96 FREYR 04 2006 15

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.