Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2006, Blaðsíða 35

Freyr - 01.04.2006, Blaðsíða 35
mjólkar Esben með nákvæmlega 12 tíma millibili. Fyrri mjaltir hefjast klukkan rúmlega þrjú á nóttunni og standa til sex um morg- uninn. Á búinu er tveggja raða mjaltabás sem tekur tólf kýr hvoru megin. Tekur það einn mann um tvær klukkustundir að mjólka allar kýrnar. Esben hefur búið með kýr í um aldarfjórð- ung og segir að nythækkunin hafi að jafn- aði numið 5% á hverju ári þann tíma. Hann telur mikilvægt að menn hugi að umhverf- ismálum samhliða framleiðslunni enda hafi jarðaverð í Gamst hækkað umtalsvert hin síðari ár vegna vaxandi eftirspurnar, nú síð- ast um 250.000-300.000 kr. á hektara á síðasta ári. Ársvelta búsins er um 35-40 milljónir fyrir utan styrki. Það er skoðun bóndans að afnema beri alla styrki til mjólk- urframleiðslu og bændur komi því að verð- inu til neytenda með beinum hætti. Telur hann að hagur bænda muni vænkast tölu- vert við það. VINDURINN AUKABÚGREIN Fyrir nokkrum árum síðan hvatti danska ríkið bændur til þess að koma sér upp vindmyllum og lét Esben Kristensen ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. Nam kostn- aðurinn við uppsetninguna á sínum tíma einum 100 milljónum kr. Framleiðslugeta myllunnar eru 1,4 milljónir MW og sagðist Esben fá greiddar um 4 kr. fyrir hvert kW. Sagði hann að árlegur kostnaður og inn- koma héldist nokkurn veginn í hendur og að framkvæmdin myndi trúlega borga sig upp árið 2011. Hann taldi þó marga bændur hafa farið illa út úr þessu uppá- tæki danska ríkisins, sem lofað hafði styrkjum, en fellt þé seinna út með einu pennastriki þegar ný ríkisstjórn tók við völdum. KLUKKUTl'MA OG KORTER AÐ MJÓLKA 210 KÝR Bóndinn Allan Simonsen á Kærgárden var einnig sóttur heim. Hann tók í notkun legubásafjós fyrir 300 kýr fyrir um tveimur árum og notast hann við mjaltahringekju sem tekur 40 kýr í einu. Framleiðsluréttur- inn er 1,8 milljónir lítra á ári og mjólkar bóndinn á Kærgárd einar 210 kýr. Meðal- nytin er 9.000 lítrar sem stendur og er stefnan tekin á það að auka meðalnytina um rúm 10% og þar með framleiðslurétt- inn upp í 2,5 milljónir lítra. Við þetta bú eru þrjú ársverk en það tekur tvo menn einungis klukkutíma og fimmtán mtnútur að mjólka þessar 210 kýr. Um 70 kálfar eru á mjólkurfóðrun hverju sinni. Það vakti at- hygli gestanna að í fjósinu er svokallaður keðjufóðurgangur sem gefur ferskt heil- fóður átta sinnum á sólarhring. Mjaltahringekja sem tekur 48 geitur í einu á búinu Stenalt Gods. Ljósm. Eyjólfur Ingvi Bjarnason iin r ÆgP 1 þy* '•rtw - tjvr i 1 rt IIJH .4.-1 Nimá fmtij) Maríus Halldórsson vígreifur á sáðvél í sýningarsalnum. Ljósm. Einar Kári Magnússon ÞRÍR MJALTAÞJÓNAR FYRIR 150 KÝR Hópurinn heimsótti líka Skovgárd en þar er nýtt, alsjálfvirkt 240 kúa fjós sem tekið var í notkun árið 2004. Fjósinu er skipt upp í fjögur hólf. Geldkúnum er haldið frá í einu hólfanna og eru nú 150 mjólkandi. Bónd- inn getur þó ekki fullnýtt fjósið vegna vöntunar á svokailaðri umhverfissamþykkt, en hann þarf leyfi allra íbúa sem búa í 300 metra radíus kringum fjósið. Við mjaltir notast bóndinn við þrjá Galaxy-mjalta- þjóna frá SAC. Sem stendur eru 2,7 mjalt- ir á hverja kú á dag og meðalnyt hverrar kýr um 10.000 lítrar. Skovgárd-jörðin telur 220 ha og skiptist ræktin nokkurn veginn jafnt i gras-, maís- og kornrækt. Bóndinn kaupir alla vinnu við jarðvinnslu og heyöflun af verktökum. Fóðrið geymir hann í opnum stæðum úti og hefur hann pláss fyrir eina milljón FEm, sem er rífleg ársnotkun búsins. Við fóðrun- ina notar hann heilfóðurvagn. Þó megintilgangur þessa ferðalags bú- fræðinemanna hafi verið að kynna sér það fjölbreytta úrval véla og tækjabúnaðar sem sjá mátti á Agromek 2006, þá skilja heim- sóknirnar á Jótlandsbæina óneitanlega mikið eftir sig því sjón er sögu ríkari. Næsta Agromek-sýning verður haldin dag- ana 16. til 20. janúar að ári í Herning í Danmörku. FREYR 04 2006 31

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.