Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2006, Blaðsíða 13

Freyr - 01.04.2006, Blaðsíða 13
Tafla 1. Dæmi um orku- og próteininnihald I fóðri ákvarðað í stöðluðum fóðurskammti [ NorFor sem samanstendur af 50% kjarnfóðri og 20 kg þurrefnisáti á dag. Til samanburð- ar er einnig sýnt orkugildi í mjólkurfóðureiningum (FEm) Orkugildi, í kg þurrefnis Próteingildi, g/kg þurrefnis Fóðurtegund MJ FEm* AATp PBVp Bygg 7,29 1,06 109 -32 Hafrar 6,31 0,91 86 -18 Hveiti 7,77 1,13 115 -29 Ertur 8,29 1,20 110 57 Repjufræ 11,31 1,64 89 68 Sojamjöl 8,22 1,19 198 257 Vothey, snemmslegið 6,26 0,91 86 45 Vothey, síðslegið 4,85 0,70 75 2 *reiknað orkugildi samkvæmt NorFor-aðferðinni en sýnt í FEm Mynd 4. Hlutfallsleg orku- og próteingildi í kjarnfóðri samanborið við núver- andi fóðurmatsaðferð og bygg reiknað samkvæmt NorFor-aðferðinni Bygg Hafrar Hveiti Ertur Maís Repjufræ Sojamjöl PBVp í stöðluðum fóðurskammti sem er 20 kg þurrefnis á grip/dag er sýndur (töflu 1. Almennt eru orkugildi fóðurtegundanna í töflu 1 lægri en samkvæmt núverandi fóð- urmatskerfi af því að þau eru reiknuð út frá 20 kg þurrefnisáti (þessi sömu áhrif má sjá á mynd nr. 1). Við 8 kg þurrefnisát er orku- gildið samkvæmt NorFor-aðferðinni hærra og AAT-gildið lægra en við 20 kg þurrefnis- át. Samkvæmt núverandi orkumatskerfi inniheldur 1 kg af byggi 1,15 FEm en sam- kvæmt NorFor-aðferðinni er samsvarandi orkugildi við 20 kg þurrefnisát 1,06 FEm í kg þurrefnis. Áhugavert er að bera saman orkugildi kjarnfóðurtegundanna í hlutfalli við bygg og núverandi fóðurmatskerfi (sjá mynd 4). NorFor-aðferðin gefur hlutfallslega lægra orkugildi í höfrum og rapsfræi en metur orkugildi f hveiti, ertum og sojamjöli hlut- fallslega hærra. ( höfrum og repjufræi reiknast AAT-gíldið hærra í hlutfalli við bygg en í ertum og sojamjöli hlutfallslega lægra. Hveitið er óbreytt. Að því er varðar gróffóður metur NorFor-aðferðin bæði orku- og AAT-gildi í síðslegnu grasi lægra en núverandi fóðurmatsaðferð en snemmslegið gras er metið hærra. Þetta leiðir til þess að í útreikningum og fóður- áætlun með NorFor-aðferðinni munum við fá meira út úr því að framleiða gott gróf- fóður. Þessir útreikningar benda til þess að núverandi fóðurmatskerfi ofmeti fóður- gildi í slöku gróffóðri en vanmeti aftur á móti gott gróffóður. SAMANTEKT Að framan hefur verið fjallað um hvernig orku- og próteingildi í fóðri er ákvarðað í nýja NorFor-fóðurmatskerfinu. Sýnd eru dæmi um þætti sem eru ráðandi hvað varð- ar næringargildi í fóðurskammti. Með Nor- For-aðferðinni munum við sjá meiri breyti- leika í næringargildi fóðurs en áður, einkum vegna misstórra fóðurskammta, mismikils fóðuráts og ólíkrar fóðursamsetningar. Með því að taka tillit til þessara þátta, svo og annarra næringaraðstæðna hjá gripunum, komumst við nær því að meta raunverulegt fóðurgildi og þar með verður fóðuráætl- anagerð nákvæmari. í NorFor-kerfinu verð- ur einnig sérstakt hliðarkerfi til þess að áætla fóðurát og í næstu grein um NorFor (6) verður fjallað um það. Höfundar frumtexta eru Harald Volden, fóðurfræðingur við Institutt for husdyr- og akvakulturvitenskap við Norska landbúnað- arháskólann og ráðgjafi TINE i Noregi, Mogens Larsen, fóðursérfræðingur hjá Dansk Kvæg, og Maria Mehlqvist, sérfræð- ingur hjá Svensk Mjolk og starfsmaður Nor- For-verkefnisins. Gunnar Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Bændasamtökum íslands, þýddi og staðfærði. FREYR 04 2006

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.