Freyr - 01.04.2006, Blaðsíða 32
HROSSARÆKT
Útrás íslenska hestsins
Útrás íslenska hestsins er heiti á B.S.
verkefni sem unnið var við Jarð- og
landfræðiskor Háskóla íslands. í
verkefninu er í megindráttum unnið
með upplýsingar um útflutning
íslenska hestsins frá upphafi og þær
settar í sögulegt samhengi. Með því
er hægt að sjá helstu strauma og
stefnur útbreiðslusögunnar. Einnig
eru settar fram vangaveltur um
áhrif ýmissa landfræðilegra þátta
sem hugsanlega stýra útbreiðslu og
dreifingu íslenska hestsins um
heiminn. í ritgerðinni eru teknar
saman tölur um fjölda íslenskra
hesta á erlendri grundu og kemur
þar fram að um 190.000 íslensk
hross er að finna í aðildarlöndum
FEIF, alþjóðasamtaka íslenska
hestsins. Þar af eru 70.000 hross á
íslandi og um 60.000 í Þýskalandi.
Þjóðverjar nálgast því óðum upp-
runalandið hvað hrossafjölda
varðar. Tölur þessar eru frá árinu
2003, en gera má ráð fyrir að
hrossum hafi jafnvel eitthvað
fjölgað síðan þá. Auk þess eru ekki
til tölur yfir þau hross sem er að
finna í löndum utan FEIF, en vitað er
um íslensk hross á Grænlandi, Nýja-
Sjálandi, í Kína, Ástralíu og víðar
svo dæmi séu tekin. Útrás íslenska
hestsins er því ekki minni en útrás
íslenskra fjárfesta og er árangur í
útflutningi hans gríðarlega athyglis-
verður í Ijósi þeirra hindrana sem í
vegi standa, sem m.a. eru vega-
lengdir, flutningsmáti og hefð fyrir
annars konar hestum og hesta-
mennsku.
SAGA ÚTFLUTNINGS
Alls hafa rúmlega 200.000 hross verið flutt
út frá (slandi frá því útflutningur íslenska
hestsins hófst en íslenski hesturinn hefur
verið útflutningsvara um langt skeið og er
útbreiðsla hans ekki nýtilkomin. Heimildir
sýna að íslenski hesturinn hefur verið fluttur
út um langt skeið og gegnt mismunandi
hlutverki. Marka má ákveðin tímabil í út-
flutningssögunni þar sem um meiri útflutn-
ing er að ræða en önnur og ákveðin ártöl
þar sem mikill fjöldi hesta er fluttur út. Á
seinni hluta 19. aldar og fram á 20. öld voru
margir hestar fluttir út sem vinnuhestar en i
kjölfar heimstyrjaldanna minnkaði útflutn-
ingur og stöðvaðist nánast alveg um hríð.
Um 1950 fór útflutningur að aukast aftur
en útflutningur á vinnuhestum lagðist að
mestu leyti af við vélvæðinguna og sókn ís-
lenska reiðhestsins erlendis hófst fyrir al-
vöru. í verkefninu er útflutningi íslenska
hestsins skipt í tvö megintímabil, annars
vegar þegar hesturinn var fluttur út sem
vinnuhestur og hins vegar sem reiðhestur.
Útflutningstímabil vinnuhestsins stóð yfir í
um 100 ár, til ársins 1950, en á því tímabili
voru flutt út um 150.000 hross. Upp úr
1950 tók við útflutningur á reiðhestum og
hafa um 50.000 hestar verið fluttir út frá
þeim tima.
ÚTBREIÐSLAN TAKMÖRKUNUM HÁÐ
Erfitt er að finna fullkomlega marktækar
tölur um fjölda íslenskra hesta í heiminum
þar sem ekki er til sameiginlegur gagna-
grunnur um íslenska hestinn sem öllum
löndum er skylt að vera aðili að. Á síðustu
árum hefur dregið úr útflutningi frá upp-
runalandinu (slandi en þrátt fyrir það hefur
útbreiðslan erlendis aukist þar sem umtals-
verð ræktun á íslenska hestinum á sér stað
IEftir Erlu Guðnýju
Gylfadóttur
landfræðing
í mörgum löndum. Talið er að um 200 þús-
und íslenska hesta sé að finna í dag í Evrópu
en þrátt fyrir þennan mikla fjölda er út-
breiðslan ýmsum takmörkunum háð. Tak-
markanirnar eru í eðli sínu mismiklar og
miserfiðar viðureignar. Landfræðileg stað-
setning upprunalandsins Islands er hugsan-
lega stærsti takmarkandi þátturinn varðandi
útbreiðsluna þar sem lega landsins gerir
það að verkum að flytja þarf hestana lang-
ar leiðir með tilheyrandi kostnaði. Komu-
staðir íslenska hestsins, þ.e. hafnir og flug-
vellir hafa verið tiltölulega fáir í gegnum tíð-
ina og oft tekur við langur flutningur land-
leiðis til endanlegra kaupenda. Þessi mikli
og oft langi flutningur gerir það m.a. að
verkum að útfluttir hestar eru jafnan dýrari
en þeir sem ræktaðir eru erlendis.
Nú í seinni tíð fer útflutningur hrossa
fram flugleiðina með örfáum undantekn-
ingum. Á síðustu árum hafa fáein hross ver-
ið flutt til Grænlands með skipaflutningum.
Komustaðir íslenska hestsins eru fáir en þeir
Ljósm. Jón Eiríksson
28
FREYR 04 2006