Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2006, Blaðsíða 11

Freyr - 01.04.2006, Blaðsíða 11
Orku- gildi í + ■ 1=1 og protein- fóðri - NorFor (5) NorFor Norrænt fóðurmatskerfi Það sem aðskilur NorFor-fóðurmats- kerfið og þær fóðurmatsaðferðir sem nú eru í notkun, t.d. á Norður- löndum, er að hver fóðurtegund hefur ekki fast orku- eða prótein- gildi. Það er breytilegt eftir fóðuráti (fóðurumsetningu) og efnasamsetn- ingu fóðursins. Þá fyrst getum við reiknað fóðurgildið þegar við þekkjum fóðurátið í gróffóðri og kjarnfóðri, svo og aðrar framleiðslu- aðstæður hjá gripunum. Þetta þýðir að í NorFor-fóðurmatskerfinu er metið eins raunverulegt fóðurgildi í tilteknum fóðurskammti og tök eru á en ekki staðlað gildi eins og við gerum nú. Þar með fáum við traustari grundvöll til að reikna eða áætla væntanlega svörun hjá grip- unum við fóðrinu, t.d. í framleiðslu á mjólk. ( grein nr. 4 í 8. tbl. Freys 2005 um NorFor- fóðurmatskerfið var einkum fjallað um meltingu fóðursins. Melting eða ummynd- un fóðursins í mismunandi hlutum melting- arvegarins er undirstaða ákvörðunar á orku- og próteingildi fóðursins. Um það verður fjallað í þessari 5. grein um NorFor. FRÁ FÓÐUREININGU í MEGAJÚL (MJ) Ein afleiðing nýja, norræna fóðurmatskerfis- ins (NorFor) er að mælieiningin fyrir orku breytist úr „fóðureiningu" (FEm) í „megajúl" (MJ). Áfram verður orka fóðursins metin sem virk orka til mjólkurframleiðslu (NOM) en mælieiningin verður MJ. I Svíþjóð er orka í fóðri ákvörðuð sem breytiorka (BO) og mæld í MJ. I Danmörku hefur skandinavíska fóður- einingin (nfe) verið notuð. Það er ekki sama fóðureining og sú sem Norðmenn og við not- um hér á landi (FEm). Öll löndin sem standa að NorFor-samvinnunni munu því taka í notk- un nýja viðmiðun í fóðurorku, annaðhvort sem nýja mælieiningu (Noregur, Island og Danmörk) eða sem nýtt orkugildi (Svíþjóð og Danmörk). Flvað ísland og Noreg varðar þýð- ir þetta að 1 FEm (mjólkurfóðureining) sam- svarar 6,9 MJ (megajúlum). Að því er varðar prótein þá verður AAT- einingin (aminósýrur uppteknar í mjógirni) og PBV (próteinjafnvægi í vömb) notaðar áfram. Til þess að sýna að þær gildi í NorFor verða táknin AATp og PBVp notuð. Á sama hátt og í núverandi fóðurmatskerfi er það AAT, annars vegar amínósýrur úr örverupró- teini og hins vegar beint úr fóðrinu, sem ákvarðar próteingildi fóðursins. Aðferðin við útreikning þessara tveggja gilda er ekki sú sama í NorFor-fóðurmatsaðferðinni og í núverandi próteinmatskerfi - AAT/PBV. BREYTILEG ORKU- OG PRÓTEINGILDI Meltanleiki kolvetna (sykurs, sterkju og NDF), próteins og fitu er grunnur að út- reikningi á orkugildi fóðursins. I NorFor stjórnast meltanleikinn af fóðuráti eða fóð- urumsetningu. Almenna reglan er að við aukið fóðurát styttist sá tími sem fóðrið er í vömbinni - flæðihraði þess gegnum vömþ- ina eykst og vambarörverurnar fá þá skemmri tíma til að vinna á því. Dæmi um hvernig fóðurátið virkar á reiknað orkugildi fóðurskammtsins og AATp-gildið er sýnt á myndum 1 og 2. Til þess að einfalda fram- setninguna er samsetning fóðurskammtsins í dæminu höfð föst (60% gróffóður og 40% kjarnfóður). Á myndunum má einnig sjá samanburð við núverandi fóðurmatsað- ferð. Núverandi matsaðferð gefurfast orku- gildi í fóðurskammti 6,7 MJ NOM (0,97 FEm) í kg þurrefnis en samkvæmt NorFor- aðferðinni alltfrá 7,1 MJ NOM við 1,5-falda viðhaldsfóðrun og niður í 6,2 MJ NOM við fóðurát sem svarar til fimmfaldrar viðhalds- fóðrunar (u.þ.b. 45 kg dagsnyt). Orkugildi fóðurskammtsins lækkar um 13% á þessu bili. I núverandi fóðurmatskerfi er einnig tekið tillit til hliðstæðra áhrifa, en ekki í eins ríkum mæli, því þar er leiðréttingin aðeins um 7%. Afleiðingin er því sú að í NorFor er gerð vaxandi krafa um orku í fóðrinu, um vaxandi orkustyrk, með hækkandi dagsnyt. Fóðurskammturinn í dæminu reiknast sam- kvæmt núverandi fóðurmatsaðferð inni- halda fast AAT-gildi 94 g/kg þurrefnis (þe), en samkvæmt NorFor-aðferðinni vex AATp- gildið úr 78 upp í 109 g/kg þurrefnis þegar fóðurátið eykst úr 7,5 kg ( 27,5 kg þe/grip/dag. AATp-innihald fóðurskammts- ins eykst um u.þ.b. 40%. Ástæðan fyrir því að AAT-gildið hækkar, þrátt fyrir að vam- barmeltanleiki fóðursins lækki með auknu fóðuráti, er að virkni örverupróteinfram- leiðslunnar í vömbinni vex. Það stafar af því FREYR 04 2006

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.