Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2006, Blaðsíða 27

Freyr - 01.04.2006, Blaðsíða 27
NAUTGRIPARÆKT 30,1 (29,3 árið 2004). Meðal- búið stækkar þannig um 3% á milli ára. ( þessu samhengi má rifja það upp að fyrst árið 1998 náði meðalbúið 25 árskúm, og þar á undan hafði það þróast úr 20 í 25 árskýr á um það bii tveimur áratugum sem sýnir best hinar miklu breytingar í framleiðsluumhverfinu. Likt og áður er mikill munur á bústærð á milli héraða og búin lang- stærst á Eyjafjarðarsvæðinu og í báðum félögunum við austan- verðan Eyjafjörð. Nf. Sval- barðsstarandarhrepps og Nf. Grýtubakkahrepps eru með yfir 80 kýr að jafnaði á hverju búi. f slikum samanburði ber að vísu að geta þess að í Nf. Skarðs- hrepps er meðalbúið langstærst eða 108,1 árskú, en þar er að- eins eitt bú í mjólkurframleiðslu á félagssvæðinu. AFURÐAÞRÓUN Tafla 1 sýnir að meðalafurðir mældar í magni mjólkur voru 5.281 kg (5.229 kg árið 2004) eftir hverja árskú árið 2005. Af- urðaaukning eftir hverja kú er því nákvæmlega 1 % á milli ár- anna 2004 og 2005 sem er heldur minni aukning en verið hefur nokkur síðustu ár. Hjá full- mjólka kúm eru breytingarnar mjög hliðstæðar en þær mjólk- uðu að jafnaði 5.304 kg árið 2005 (5.254 kg árið 2004). Efnahlutföll mjólkurinnar hækka örlítið á milli ára, pró- teinhlutfall 3,37% (3,36% árið 2004) og fituhlutfallið 4,06% (4,04% árið 2004). Vegna nei- kvæðs sambands magns og hlutfalla meginefnanna í mjólk- inni hlýtur það að teljast mjög jákvæð þróun ef efnahlutföll hækka samhliða aukningu í mjólkurmagni eftir hverja kú. Þegar þessi mál eru rædd er samt full ástæða til að draga, líkt og áður, fram þá brotalöm sem er fyrir hendi hjá alltof mörgum skýrsluhöldurum að sinna ekki sem skyldi þeirri þjónustu að fá mjólk úr einstök- um kúm efnagreinda hjá Rann- sóknarstofu mjólkuriðnaðarins (RM). Rannsóknarstofan jók þjónustu sina í þessum efnum á árinu 2005. Það er hagsmuna- mál mjólkurframleiðslunnar í landinu að geta þróað samsetn- ingu mjólkurinnar sem best að kröfum markaðarins. Það er löngu þekkt að markvisst rækt- unarstarf er lykilatriði i að breyta efnasamsetningu mjólkurinnar. Það starf verður hins vegar ekki unnið nema grunnurinn sé nægjanlega traustur. Þann grunn má treysta umtalsvert með almennari þátttöku í þess- um mælingum en er í dag. Sú þróun í frumutölu í mjólk sem gerð er grein fyrir síðar í grein- inni gefur einnig tilefni til þess að hvetja bændur enn frekar til að nýta sér þá þjónustu sem þeim stendur til boða um efna- mælingar úr einstökum kúm hjá RM. Góður meirihluti skýrsluhald- ara skráir kjarnfóðurnotkun hjá einstökum kúm, en betur má ef duga skal. Það er löngu vitað að sú skráning er ekki unnin á sam- ræmdan hátt. Þessar upplýsing- ar má hins vegar nota til að gera sér grein fyrir þróun kjarnfóður- snotkunar í fóðrun kúnna. Sam- kvæmt þessum tölum var með- alnotkun kjarnfóðurs 998 kg (942 kg árið 2004) fyrir hverja árskú og hafði aukist nokkuð frá árinu áður. Mestar meðalafurðir í ein- stökum héruðum eru að þessu sinni í Árnessýslu, sem um leið er það hérað sem telur flestar kýr. Þar eru meðalafurðir 5.497 kg af mjólk eftir árskúna. Líkt og á síðasta ári eru meðalaf- urðir í einu félagi mestar i Nf. Austur-Landeyja en þar eru 809 skýrslufærðar kýr og skilar hver árskýr að jafnaði 6.063 kg af mjólk sem verður að teljast frábær árangur. Eins og árið áður nálgast kýrnar i Nf. Auð- humlu í Hjaltadal einnig 6.000 kg múrinn en þær skiluðu að jafnaði 5.994 kg af mjólk hver árið 2005. Á mynd 2 er afurðaþróun síðustu þriggja ára í einstökum héruðum sýnd. í sumum af kúafæstu héruðunum gætir, líkt og eðlilegt getur verið, smátröppugangs í afurðaþróun frá ári til árs. í Borgarfirði er nokkuð jöfn og veruleg aukn- ing afurða síðustu árin og á Snæfellsnesi eru meðalafurðir talsvert meiri, en afurðaaukn- ing milli ára örlítið minni en í Borgarf irði. Á Norðurlandi vestra eru Skagfirðingar eins og áður með mestar meðalaf- urðir en í öllum héruðum þar er mikil afurðaaukning frá ári til árs og á milli áranna 2004 og 2005 er afurðaaukningin í Austur-Húnavatnssýslu meiri en í öðrum héruðum. Á Norð- urlandi eystra er hægari af- urðaþróun á milli ára en á öðr- um landsvæðum og Suður- Þingeyjarsýsla er eitt af stærri mjólkurframleiðslusvæðunum þar sem meðalafurðir kúnna eru minni árið 2005 en árið áður. Vafalítið hefur óblíð haustveðrátta árið 2005 haft meiri áhrif á þessu landsvæði en ( öðrum landshlutum, en einnig hafa undangengin sum- ur ekki verið jafn eindregin heyskaparsumur þar eins og í sumum öðrum landhlutum. Á stóru framleiðslusvæðunum á Suðurlandi er nokkur afurða- aukning á milli ára þó að hún sé umtalsvert minni en var á milli áranna 2003 og 2004 eins og sjá má á mynd 2. Tafla 1. Nokkrar fjölda- og meðaltalstölur úr skýrsluhaldinu árið 2005 Búnaðarsamband Fjöldi búa Fjöldi kúa Árskýr Bústærð Nyt, kg Kjarnfóður Kjalarnesþings 6 239 154,4 25,7 4.842 1.172 Borgarfjarðar 59 2.174 1672,6 28,3 5.145 952 Snæfellinga 26 900 663,6 25,5 5.393 889 Dalasýslu 15 551 383,9 25,6 4.788 642 Vestfjarða 23 892 657,4 28,6 4.836 915 Strandamanna 1 49 31,4 31,4 4.040 V-Húnavatnssýslu 19 649 434,2 22,9 5.234 971 A-Húnavatnssýslu 32 1.098 780,5 24,4 5.219 1.078 Skagfirðinga 59 2.653 1919,8 32,5 5.401 1.045 Eyjafjarðar 104 5.496 4020,8 38,7 5.196 956 S-Þingeyinga 67 2.015 1505,7 22,5 5.058 947 Austurlands 31 1.092 806,9 26,0 4.893 1.030 A-Skaftafellssýslu 11 394 275,8 25,1 5.489 966 V-Skaft., Rang. 111 4.644 3246,7 29,2 5.477 989 Árnessýslu 120 5.815 4049,5 33,7 5.497 1.104 Landið allt 684 28.661 20.603,2 30,1 5.281 998 FREYR 04 2006 23

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.