Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2006, Blaðsíða 23

Freyr - 01.04.2006, Blaðsíða 23
Landgræðsluflugvélin Páll Sveinsson. Ljósm. óþekktur AÐKOMA FYRIRTÆKJA AÐ UPPGRÆÐSLUMÁLUM Svo fara fyrirtækin að koma að upp- græðslumálunum, bæðl af þvi að þau sáu þörfina og vildu efla ímynd sina með því að leggja þessum málum lið. Hvenær kemur þetta til sögunnar og hvaða máli hefur þetta skipt? Það gerðist í kjölfarið á stofnun Land- verndar, náttúruverndar- og landgræðslu- samtakanna, um 1970, þar var Hákon Guð- mundsson hæstaréttarritari lengi stjórnar- formaður og þeir Ingvi Þorsteinsson hjá RALA og Karl Eiriksson hjá Bræðrunum Ormsson voru miklir hvatamenn að stofnun samtakanna. Þessi samtök, sem voru mjög öflug og eru enn, voru þannig uppbyggð að félög og fyr- irtæki gátu gerst aðilar að þeim, jafnvel sveitarfélög. Aðild fyrirtækja að land- græðslumálum má rekja til þessa og þar var það Karl Eiriksson sem tók fyrsta skrefið með fyrirtæki sitt. Síðar lögðu Búnaðarbankinn og fleiri fyrirtæki landgræðslumálefninu lið. Að því sem sneri að samvinnu beint við Landgræðsluna í stórum stíl þá var það Árni Gestsson í Glóbus sem tók frumkvæðið. Hann stofnaði árið 1989 til „Átaks í land- græðslu". Það er það fyrsta sem ég man eft- ir i sambandi við að fyrirtæki kæmu með svo öflugum hætti beint í samstarf við Land- græðslu ríkisins. Á vegum þess átaks var safnað miklu fé í þágu landgræðslu. Meðal rausnarlega gefenda má nefna Búnaðar- bankann og fleiri banka, sem og Eimskip og olíufélögin sem komu fljótlega í hópinn. Þetta átak í landgræðslu stóð nokkuð fram á 10. áratuginn. En fékk ekki Landgræðslan lika áhöld og tæki að gjöf? Jú, þar ber náttúrulega hæst land- græðslufiugvélina Pál Sveinsson sem Flugfé- iag (slands gaf fullbúna til landgræðslu- starfa árið 1973. Annars tengdist það eink- um frærækt og fræsöfnun á vegum Land- græðslunnar. Allt frá því Sandgræðslan var stofnuð árið 1907 þá var farið að safna mel- fræi og það hefur verið gert alla tíð síðan. Þegar Graskögglaverksmiðjan Fóður- og fræframleiðslan var lögð niður árið 1986 þá fengum við húseignir hennar til afnota. Á árunum 1987 - '88 hóf Landgræðslan þar fræverkun. Það var mjög spennandi verk- efni og félög eins og Eimskip og Samskip lögðu þessari verksmiðju geysilega gott lið, með alls konar áhöldum, og gripum, eink- um þó gámum. Auk þess gáfu (slandsbanki, Hagkaup og Seðlabankinn og fleiri margs konar vélar og tæki, dýrar sáðvélar o.fl., og alltaf valið í samráði við okkur. Varðandi þetta átak í landgræðslu var gjöfunum oftast varið í sérstaklega skil- greind verkefni, þar sem gjafarinnar sá stað og þar má m.a. nefna uppgræðslu Hauka- dalsheiðar. Þegar átakinu lauk þá hafði Óli Kr. Sig- urðsson í Olís, sá mikli athafnamaður, feng- ið mikinn áhuga á landgræðsluverkefnum og hratt af stað verkefni undir kjörorðinu „Græðum landið með Olís" með geysimik- illi auglýsingaherferð sem tókst afar vel. Svo voru það félagasamtök eins og Rót- arýhreyfingin, Lionshreyfingin, Kíwanis og fleiri klúbbar og samtök sem lögðu mikla áherslu, og gera enn, á landgræðslutengd verkefni. Það hefur komið sér afar vel, bæði í fjárframlögum og vinnu og það hefur vak- ið athygli á málefninu. Við höfum líka verið ötulir við að fara í klúbbana og halda erindi og kynna málstaðinn. Það hefur skilað heil- miklu enda má segja að í verkefnum eins og landgræðslu og skógrækt þá skiptir öll kynning og ímyndarsköpun miklu máli. Svo veitið þið árlega landgræðsluverðlaun. Já, við höfum veitt þau frá því 1991. Ég hef lært það á stjórnunarnámskeiðum, sem ég hef sótt, hversu mikilvægt það er að virða það sem vel er gert og veita viður- kenningar. Það voru ekki margir sem voru farnir að veita svona viðurkenningar þegar við byrj- uðum á því. Við gerðum þetta þannig að við settum reglur og útnefndum dómnefnd til að velja verðlaunahafa. Þeir, sem verð- laun hafa fengið, hafa verið bændur, félög, svo sem skógræktar-, upprekstrar- og land- græðslufélög, og einstaklingar í þéttbýli sem hafa vakið athygli fyrir landbótastörf. Við munum tvímælalaust halda áfram þess- um verðlaunaveitingum. 100 ÁRA AFMÆLI SANDGRÆÐSLUNNAR Varðandi kynningarstarfsemi okkar þá lögð- um við á sfnum tíma mikla áherslu á útgáfu fréttablaða en þó einkum á árbókina Græð- um Island sem kom út sex sinnum á árun- um 1987 - 1996 og var mjög efnismikið og vandað rit. Nú er það hins vegar vefsíða okkar, www.land.is , sem hefur tekið við þessu hlutverki í takt við nútímann. Mig langar að koma því hér að til gamans að á 50 ára afmæli Sandgræðslu Islands árið 1958 þá var ákveðið síðla árs 1956 að gefa út bók í tilefni af afmælinu. Það skipti svo engum togum að stórglæsileg nær 400 blaðsíðna bók kemur út í febrúar 1957. Það tók þannig aðeins örfáa mánuði með þeirra tíma tækni að gefa út þessa bók sem enn- þá er f miklum metum. Ritstjóri hennar var Arnór Sigurjónsson. Núna, þegar við erum að tala um að gefa út bók í sambandi við 100 ára afmælið 2007 og 2008, þá vitum við að það tekur eitt eða tvö ár, með allri þeirri tækni sem nú er til. /ME FREYR 04 2006 19

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.