Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2006, Blaðsíða 28

Freyr - 01.04.2006, Blaðsíða 28
NAUTGRIPARÆKT AFURÐAHÆSTU BÚIN Tafla 2. Bú með fleiri en 10 árskýr sem voru með 510 kg af verðefnum úr mjólk eða meira eft- ir kúna árið 2005 Eigandi Heimili Árskýr Kg mjólk Verðefni, kg Eggert og Páll Kirkjulæk II í Fljótshlíð 35,5 7.669 581 Jón Gíslason Lundi í Lundarreykjadal 20,2 6.772 532 Jóhann og Hildur Stóru-Hildisey II í A-Landeyjum 33,3 7.125 529 Laufey og Þröstur Stakkhamri á Snæfellsnesi 29,0 7.137 524 Valdimar Sigmarsson Sólheimum í Skagafirði 29,0 6.540 524 Ragnheiður og Klemens Dýrastöðum í Norðurárdal 19,4 6.976 518 Einar og Elín Egilsstaðakoti í Flóa 39,2 6.944 517 Bertha og Jón Miðhjáleigu í Landeyjum 32,1 6.993 517 VogabúI Vogum í Mývatnssveit 15,6 6.895 517 Halldór Jónasson Ytri-Hofdölum í Viðvikursveit 26,9 6.844 515 Þórunn og Samúel Bryðjuholti í Hrunamannahreppi 29,5 6.607 510 Hópur búanna sem nær glæsi- legum árangri í framleiðslunni á ári hverju verður stfellt stærri og öflugri. Á síðasta ári var byrjað að birta lista um afurðahæstu bú, raðað á grunni samanlagðs magns verðefna eftir hverja kú, en það eru kg mjólkurpróteins og mjólkurfitu. Mörkin eru að þessu sinni sett 10 kg ofar en á síðasta ári eins og sjá má í töflu 2. Bú þeirra feðga Eggerts og Páls á Kirkjulæk II í Fljótshlíð stendur efst í þessari töflu. Þeir voru með 35,5 árskýr árið 2005 sem skiluðu að meðaltali 7.669 kg af mjólk hver og 581 kg af magni verðefna (259 kg af mjólkurpróteini og 322 kg af mjólkurfitu). Þetta er glæsilegur árangur og þessar meðaltalstöl- ur, hvort sem horft er til mjólk- urmagnsins eða magns af verð- efnum, eru glæsileg íslandsmet. Hér má minna á viðtal við Egg- ert í Frey fyrir réttum tíu árum þar sem hann fjallar ítarlega um búskap sinn. Búið á Kirkjulæk hefur um árabil verið í hópi af- urðahæstu búa landsins og þaðan hefur komið fjöldi lands- þekktra kynbótanauta sem hafa skilið eftir sig spor í kúastofni landsmanna. Næstur í töflunni kemur Jón Gíslason á Lundi í Lundarreykjadal en hjá honum skilar kýrin að jafnaði 532 kg verðefna. Til viðbótar miklu mjólkurmagni eru efnahlutföll mjólkur hjá kúnum á þessu búi ákaflega há, bæði fyrir prótein og fitu. Þriðja sætið skipa síðan Jóhann og Hildur í Stóru-Hildis- ey II í Landeyjum, en þau hafa verið í efsta sæti þessa lista síð- ustu ár eins og margir þekkja. ( framhaldinu má síðan sjá mörg af toppbúum landsins á undan- förnum árum í bland við bú sem hafa sótt upp þennan lista með leifturhraða á síðustu árum. BREYTINGAR Á BURÐARTÍMA KÚNNA Mynd 3 bregður upp yfirliti um burðartíma kúnna og hvernig hann hefur þróast á síðustu árum. Þegar þessi mynd er skoð- uð blasir skýrt við að ákveðin þróun hefur verið í gangi síðustu árin sem einkennist af auknum fjölda kúa sem ber á fyrstu mán- uðum ársins og tilsvarandi fækk- un kúa sem bera á haustmánuð- um. Það má í raun segja að ákveðin hreyfing á þennan veg hafi verið orðin æskileg með til- liti til mjólkurmarkaðarins i land- inu. Fyrir rúmum tveimur ára- tugum kallaði mjólkurmarkaður- inn eftir aukinni framleiðslu mjólkur að vetrinum og bændur brugðust hratt og vel við því ákalli á þeim tíma. Burður fyrsta kálfs kvígna varð því að mestu bundinn við haustmánuði eða fyrstu vetrarmánuði. Þessu fylgdi hins vegar að aldur kvígnanna þegar þær báru fyrsta kálfi varð víða talsvert hærri en æskilegt og hagkvæmt er. Enn er meðal- aldur fyrsta kálfs kvfgnanna tals- vert hærri en æskilegt væri eða fast að 29 mánuðum að jafnaði. Ég held að það sé tæpast nokk- uð áhorfsmál að einn af þeim þáttum sem ástæða kann að vera að taka til endurskoðunar á sumum búum er skipulag á burðartíma hjá fyrsta kálfs kvíg- um. Það er Ijóst að slíkar breyt- ingar hafa ákveðna kosti en um leið vissa annmarka og þess vegna er þetta dæmigerður þáttur sem á og ber að skoða með tilliti til aðstæðna á hverju einstöku búi. ENDURNÝJUN KÚASTOFNSINS OG AÐRIR ÞÆTTIR Yfirlit yfir meðalafurðir hjá full- mjólka kúm árið 2005, þegar þær eru flokkaðar eftir burðar- mánuði þeirra á árinu, er birt á mynd 4. Þeim kúm sem ekki bera á árinu er sleppt í þessum samanburði. Eins og margoft hefur verið bent á ber að varast að lesa meira úr þessari mynd en það sem hún í raun sýnir og alls ekki má túlka þetta sem áhrif burðartíma. Samanburður við fyrri ár sýnir samt jafnvel meiri mun en áður, sem er í samræmi við það sem vitað er að mjólkurframleiðsla kúnna á síðari hluta ársins var slakari en á fyrri hluta þess í samanburði við nokkur undangengin ár. FRUMUTALA Á mynd 5 er að finna yfirlit yfir niðurstöður úr mælingu á frumutölu í mjólk hjá kúm i ein- stökum héruðum. Þessi mynd sýnir því miður ákveðna öfug- þróun í samanburði við fyrra ár og sá mikli ávinningur, sem þá kom fram í hliðstæðum tölum, hefur allur hrokkið til baka og gott betur. Meðaltal þessara mælinga fyrir landið allt reyndist árið 2005 vera 318 þús./ml (296 þús./ml árið 2004). Þegar notað Mynd 3. Burðartímadreifing á árunum 2002-2005 ■ 2002 □ 2003 0 2004 D2005 Mynd 4. Afurðir eftir burðarmánuðum árið 2005 hjá fullmjólka kúm jan feb mar apr maí jún júl ág sep okt nóv des 24 FREYR 04 2006

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.