Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2006, Blaðsíða 34

Freyr - 01.04.2006, Blaðsíða 34
Danskir bændur sóttir heim Búfræðinemar við LBHÍ fóru á Agromek 2006 Hin árlega véla- og tækjamessa, Agromek 2006, var haldin í Herning í Danmörku í janúar síðastliðnum. Er þetta stærsta árlega sýningin á vélum og tækjabúnaði ætluðum landbúnaði í norðanverðri Evrópu, en alls sóttu hana ríflega 66.000 manns að þessu sinni. Á sjötta hundrað sýnenda tók þátt í sýning- unni í ár og gátu gestir kynnt sér úrval þeirra tækja og tóla sem bændum og búaliði býðst til notkunar við iðju sína. MJALTAHRINGEKJA FYRIR GEITUR Eitt þessara búa sem hópurinn heimsótti er geitabú en alls eru tólf geitabú í Danmörku. Sjö af þessum búum eru Iffræn og er Sten- alt Gods eitt þeirra. Geiturnar á búinu voru fluttar inn frá Hollandi árið 2003 og hefur stofninn rfflega tvöfaldast frá þvf og telur nú um 400 mjólkandi geitur. Eigendur bús- ins, sem sjálfir koma ekkert að daglegum rekstri þess, hyggja á frekari stækkun en byggingar og hönnun miða við að þarna geti verið 700 mjólkandi geitur. Meginaf- urðin er geitamjólk en þó eru þeir gripir sem ekki eru settir á aldir til 6-8 mánaða aldurs og þá slátrað. Að jafnaði er fallþungi slátur- gripanna um 25 kíló og fær búið sem nem- ur 550 fslenskar krónur fyrir hvert kíló af kjöti. Allt kjöt er selt beint til veitingahúsa og þá nánast fullunnið. Fyrir slátrun og vinnslu borgar búið einar 3.500 kr. á skrokkinn. Við mjaltirnar er notuð hringekja sem tekur 48 geitur f einu. Mjólkað er tvisvar á sólarhring, klukkan fimm á morgnana og þrjú um eftirmiðdaginn. Mjaltaskeiðið er 10 mánuðir en huðnurnar standa geldar í um 5-8 vikur. Hver huðna mjólkar að meðaltali 2 lítra á dag og er meðalnytin því um 650 lítrar á ári. Á búinu er stefnt að því að ná meðalnytinni eftir hverja huðnu í 900 lítra á ári. Fyrir hvern lítra af geitamjólk fá fram- leiðendurnir 47 kr. miðað við 4% fituinni- hald. Á síðasta ári voru framleiddir 167.000 Iftrar af geitamjólk á búinu og af þeim fóru 135.000 í samlagið en það sem upp á vant- ar í að ala upp ungviðið. Mjólkin frá Stenalt Gods er seld í lífrænt mjólkursamlag og úr mjólkinni eru búnir til feta-, camenbert- og brie-ostar. Þriðjungur af allri framleiðslunni er fluttur út til Bandaríkjanna. Þegar hópurinn var á ferð á Jótlandi var burðartími huðnanna að hefjast en hann stendur í eina 3 mánuði. Algengt er að huðnurnar beri 2-3 kiðum fyrstu árin en al- gengur fjöldi kiða er á bilinu 3-5 þegar huðnurnar verða eldri. Gert er ráð fyrir því að huðnurnar nái 10 ára aldri. Kiðin ganga aðeins undir mæðrum sinum í einn sóla- hring, þá eru þau tekin undan og alin á geitamjólk í 10 vikur. Að þeim tíma loknum eru þau alin eingöngu á gróffóðri. Geiturnar eru fóðraðar á heilfóðri sem samanstendur af votheyi (80%), kjarnfóðri (15%) og sérstakri blöndu (5%). Þessi sér- staka blanda er aðallega heimaræktað pró- teinfóður, en á búinu er meðal annars rækt- uð fóðurlúpína og ertur ásamt fleiri tegund- um. Heilfóðrið er gefið með sjálfvirkum gjafavögnum. Ræktað land telur um 50 ha þó jörðin sjálf spanni rúma 750 ha, þar af eru um 280 ha skóglendi. Smáragras er alls ráðandi í ræktinni og er það slegið tvisvar til þrisvar sinnum á sumri. Mest af því er verk- að i vothey, eða tvær til þrjár uppskerur, á meðan aðeins ein er verkuð í þurrhey. Geitahúsið er þannig uppbyggt að í því eru fjögur hólf og sem stendur eru 100-150 geitur í hverju þeirra þar sem þeim er raðað niður eftir aldri. í hólfunum ganga geiturn- ar á hálmi og fara daglega um 300 kíló af hálmi í undirburð á búinu og á hverju hólfi er útgangur í beitarhólf sem er 2 ha. á stærð. Samkvæmt reglum um lífrænan landbúnað í Danmörku verða geiturnar að hafa aðgang að slíku hólfi að lágmarki 150 daga á ári hverju. 150 KÝR EN BARA TVÖ ÁRSVERK Fimm kúabú voru heimsótt í ferðinni og í öllum tilfellum var um ný eða nýleg fjós að ræða. Heimsókn hópsins til Esbens Kristen- sen, bónda í Gamst, vakti mikla athygli. Es- ben er með 150 kýr í fjósi og hefur greiðslu- mark fyrir eina og hálfa milljón lítra. Esben telur einn mann ráða við framleiðslu upp á um hálfa milljón lítra eins og bú hans er tækjum búið. Hann fullyrðir þó líka að millj- ón lítrar í framleiðslu til viðbótar þessari hálfri kalli á annan mann. Á búinu eru því tvö ársverk. Meðalnytin á búinu er um 11.000 Iftrar á hverja kú og til þess að ná hámarksnyt þá IEftir Eyjólf Ingva Bjarnason, nemanda á búfræðibraut Landbúnaðarháskóla íslands EYJÓLFUR INGVI BJARNASON, NEMANDI Á SEINNI VETRI BÚFRÆÐI- BRAUTAR LANDBÚNAÐARHÁSKÓLA ÍSLANDS, SÓTTI SÝNINGUNA I ÁR ÁSAMT SAMNEMENDUM SÍNUM í FERÐ SEM FARIN VAR Á VEGUM FERÐASKRIFSTOFU VESTURLANDS. FERÐIN VAR EKKI EINUNGIS NÝTT TIL ÞESS AÐ SKOÐA AGROMEK 2006, HELDUR FÓR HÓPURINN í NOKKRAR HEIMSÓKNIR Á ATHYGLISVERÐ BÚ Á JÓTLANDI. Horft yfir huðnurnar á búinu Stenalt Gods. Ljósm. Eyjólfur Ingvi Bjarnason Kálfar í einstaklingskofum á einum bæjanna sem sóttir voru heim. Ljósm. Eyjólfur Ingvi Bjarnason 30 FREYR 04 2006

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.