Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2006, Síða 4

Freyr - 01.08.2006, Síða 4
SKÓGRÆKT Skógrækt á Austurlandi Vaxandi nytjar Jóhann F. Þórhallsson og Agnes Brá Birgisdóttir eru starfsmenn Héraðs- og Austurlands- skóga. Tæplega 150 samningar hafa verið gerðir við skógarbændur á Austurlandi um ræktun fjölnytjaskóga og/eða skjólbelta Fljótsdalshérað hefur löngum verið þekkt af skógum sínum og áhuga íbúa þess á skógrækt. Skógurinn í Hallormsstað er flestum landsmönn- um kunnugur og háar hitatölur á hverju sumri styðja þá almennu trú að vaxtarskilyrði til skógræktar á Héraði séu einhver þau bestu á íslandi.Freyr sótti héraðið heim og tók tali nokkra íbúa þess sem allir eiga það sameiginlegt að vinna að skógrækt með einum eða öðrum hætti. NÝ LÖG Á nýafstöðnu Alþingi voru afgreidd lög um landshlutaverkefni í skógrækt (95/2006). Þessi lög leysa af hólmi þrenn önnur lög; lög um Héraðsskóga (32/1991), lög um Suðurlandsskóga (93/1997) og lög um landshlutabundin skógræktarverkefni (56/1999). Lands- hlutaverkefnin í skógrækt eru því orðin fimm. Suðurlandsskógar, Vesturlands- skógar, Skjólskógar á Vestfjörðum, Norð- urlandsskógar og Héraðs- og Austurlands- skógar. Hið síðastnefnda varð til við sam- einingu Héraðsskóga og Austurlands- skóga á liðnu vori. Tilgangur og markmið laganna er að skapa skógarauðlind á íslandi, rækta fjöl- nytjaskóga og skjólbelti, treysta byggð og efla atvinnulíf. í hverju landshlutaverkefni skal stefnt að ræktun skóga á að minnsta kosti 5% af flatarmáli láglendis neðan 400 metra yfir sjávarmáli. FUÓTSDALSÁÆTLUN Forsögu skipulagðrar skógræktar á Héraði á vegum skógarbænda má rekja aftur til sjöunda áratugar síðustu aldar þegar fyrst var kynnt opinberlega hugmynd um Fljóts- dalsáætlun og kjarna hennar, sem var að á 25 árum yrðu teknir til skógræktar 1.500 hektarar lands í Fljótsdalshreppi. Hug- myndin var byggð á norskri fyrirmynd frá Örsta en í upphafi beittu menn sér fyrir því að ríkisstuðningur fengist til lerkiræktar á Héraði með framleiðslu girðingarstaura að markmiði. HÉRAÐSSKÓGAR í byrjun níunda áratugar síðustu aldar fóru menn að huga að framhaldi Fljótsdals- áætlunarinnar. í lok áratugarins dróst sauðfjárræktin I héraðinu verulega saman vegna riðuniðurskurðar og því voru bænd- ur neyddir til að snúa sér að öðru. Horft var til aukinnar nytjaskógræktar til að mæta samdrætti í sauðfjárrækt. Þrýsting- ur á stjórnvöld að grípa til aðgerða kom heiman úr héraði. Þingmenn fjórðungsins lögðu fram þingsályktunartillögu um efl- ingu skógræktar á Fljótsdalshéraði sem var samþykkt af Alþingi árið 1988. í kjöl- farið skipaði landbúnaðarráðherra nefnd til þess að vinna að framgangi tillögunnar og síðar verkefnisstjórn árið 1989 til að undirbúa og semja tíu ára áætlun um efl- ingu skógræktar á Fljótsdalshéraði í sam- ræmi við þingsályktunartillöguna. Lög um Héraðsskóga voru samþykkt á Alþingi vor- ið 1991. Þá gengu þeir bændur, um 15 talsins, sem tekið höfðu þátt í Fljótsdals- áætluninni beint inn i Héraðsskógaverk- efnið með þann skóg sem fyrir var á landi þeirra. Um 44 nýir skógarbændur bættust í hópinn. Jafnframt var Fljótsdalsáætlunin yfirtekin af þessu nýja verkefni. SAUÐFÉ EÐA SKÓGUR Við undirbúning Héraðsskógaverkefnisins voru uppi hugmyndir um að menn létu af sauðfjárræktinni í stað þess að fá að hefja skógrækt, þ.e. að þeir gæfu frá sér greiðslumarkið í sauðfjárrækt. Jóhann F. Þórhallsson er skógarbóndi en jafnframt starfsmaður Héraðs- og Austurlandsskóga. Hann er því feginn að horfið hafi verið frá þeim hugmyndum. „Það átti ekki að mínu mati að blanda saman möguleikum manna til búskapar í sauðfjárrækt og því að mega stunda skógrækt," segir hann. Þegar lögin um Héraðsskóga tóku gildi í apríl 1991 var í þeim ákvæði þar sem sauðfjárbændum var veittur forgangur að Héraðsskógaverkefn- inu enda verkefninu hugsað að mæta at- vinnuvandanum til sveita sem fylgdi sauð- fjárriðuniðurskurðinum. Jóhann segir það hafa verið stefnu þeirra sem að málaflokkn- um hafa komið fyrir austan að sameina skógræktina annarri starfsemi á jörðunum. „Við höfum lagt mikla áherslu á að spila þetta saman með því sem er fyrir á svæðun- um og að þetta verði ekki til þess að þeir sem að stunda sauðfjárrækt eða mjólkur- framleiðslu þurfi að hopa verulega út af skógræktinni heldur reyni að horfa til skóg- FREYR 08 2006

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.