Freyr - 01.08.2006, Side 5
SKÓGRÆKT
ræktar á sínum jörðum til þess að efla þær
greinar sem eru fyrir," segir hann.
RÁÐUNAUTUR
Agnes Brá Birgisdóttir útskrifaðist sem
skógfræðingur frá Umhverfis- og lífvísinda-
háskóla Noregs í Ási (Universitetet for miljo-
og biovitenskap) fyrir um ári. Hún starfar
sem skógræktarráðunautur hjá Héraðs- og
Austurlandsskógum. Hún segir reynslu
bænda á Héraði af skógrækt vera með því
mesta sem gerist á landinu. „Hér er lengri
saga I skógrækt. Margir skógarbændanna
hérna höfðu unnið á Hallormsstað áður en
þeir hófu skógræktina sjálfir og búa því yfir
miklu skógræktarverkviti," segir Agnes Brá.
Hún segir þekkinguna á málaflokknum á
Héraði vera mikla og þátttakendur í öðrum
landshlutaverkefnum í skógrækt leita mikið
í þann brunn sem finna má á Héraði.
Tæplega 150 samningar hafa verið gerð-
ir við bændur á Héraði og Austurlandi und-
ir merkjum Héraðs- og Austurlandsskóga
og er eitt hlutverka Agnesar Bráar að vinna
að gerð þeirra og samþykki. Sá sem hefur
hug á því að gerast skógarbóndi þarf að
byrja á því að setja sig í samband við starfs-
fólk hlutaðeigandi landshlutaverkefnis. Full-
trúi frá hverju verkefni og verðandi skógar-
bóndi gera með sér samning um þátttöku í
skógræktarverkefni eftir úttekt fagmanna á
landsvæðinu. Samningurinn tekur mið af
gildandi landshlutaáætlun hverju sinni og
gildir til 40 ára hið minnsta. Landshlutverk-
efnin greiða allt að 97% af samþykktum
kostnaði við skógrækt hjá viðkomandi
bónda en vinna við girðingar, plöntun,
áburðargjöf og grisjun er meðal þeirra liða
sem greitt er fyrir.
=Agnes Brá segir það skipta sköpum að
ungmenni sem og fullorðnir geti unnið við
vinnu eins og skógrækt til sveita. Hún segir
jafnframt að margir unglingar hafi nýtt sér
það að vinna við plöntun hluta úr sumri og
hafi haft ágætar tekjur af því. Það er sjaldn-
ast plantað í allt samningsbundið land á
einu sumri og því tekur atvinnusköpunin til
mun lengri tíma en eins sumars. Hún segir
marga ungiinga nýta sér þetta tækifæri
enda yfirleitt næga vinnu að hafa heima í
héraði innan skógræktargeirans.
GRÆNSÍÐA
Sem dæmi um þá þekkingu og framsækni
sem ríkir í skógræktarmálum á Austurlandi
er hönnun nýs upplýsingakerfis fyrir skóg-
rækt. Kerfið, sem er aðgengilegt á Netinu,
kallast Grænsíða en Guðmundur Ólafsson,
framkvæmdastjóri Héraðs- og Austurlands-
skóga er verkefnisstjóri þess. Grænsíða er
öflugt og nútímalegt landfræðilegt upplýs-
ingakerfi sem er jafnframt afar notenda-
vænt. Kerfið er um leið gagnagrunnur fyrir
fagstofnanir og félagasamtök f skógrækt
og er hann fyrstur sinnar tegundar í heimin-
um. Markmið upplýsingakerfisins er að skrá
allar skógræktarframkvæmdir á landsvísu
en um leið auka þjónustu við skógareigend-
ur og almenning til muna. Aðgangur er
ókeypis notendum en allar upplýsingar aðr-
ar en þær sem flokkast geta sem almennar
verða einungis fáanlegar með lykilorði.
Með aðgangi hafa skógareigendur greið-
an aðgang að upplýsingum er varða fram-
kvæmdir þeirra og áætlanir. Gagnagrunn-
urinn auðveldar allar áætlanagerðir og gef-
ur jafnframt rauntímayfirlit yfir stöðu skóg-
areigenda á skógræktarsamningi sínum við
'■fC&fV*
Innan úr húsi skógræktarstöðvarinnar Barra hf. á Egilsstöðum. Hægt er að framleiða um
1,5 milljónir plantna í þessu húsi og á útisvæðunum umhverfis það en skógræktarstöðin
framleiðir einungis plöntur til skógræktar
hlutaðeigandi landshlutaverkefni. í framtíð-
inni er gert ráð fyrir því að skógareigendur
og verktakar geti skilað öllum skýrslum raf-
rænt um Grænsíðu.
Gagnagrunnurinn heldur utan um nauð-
synlegar upplýsingar vegna svokallaðs kol-
tvísýringsbókhalds en skógareigandi getur
haft hag af því í framtíðinni komi til verslun-
ar með koltvísýringskvóta.
Verkefnið var styrkt af Alþingi og Rannís.
BARRI HF.
Hlutafélagið Barri hf. var stofnað haustið
1990 um byggingu og rekstur gróðrar-
stöðvarinnar Barra. Þar sem í það stefndi að
Héraðsskógaverkefnið næði fram að ganga
með samþykkt laga á Alþingi þótti nauð-
synlegt að byggja upp eina öfluga gróðrar-
stöð til ræktunar skógarplantna á Fljótsdals-
héraði. Framleiðsla á skógarplöntum hófst
vorið 1991 um svipað leyti og lög um Hér-
aðsskóga voru afgreidd á Alþingi. Fram-
leiðnisjóður landbúnaðarins lagði til rúmar
13 milljónir til hlutafjár í því skyni að auka
nýsköpun og atvinnuuppbyggingu á sauð-
fjársvæðum. ( dag er þetta hlutafé eign Fé-
lags skógarbænda á Fljótsdalshéraði. Þá
lagði Ríkissjóður til 12 milljónir sérstaklega
eyrnamerktar Héraðsskógaverkefninu til
uppbyggingar Barra hf. Ríkissjóður seldi
þennan eignarhlut sinn árið 2004 í kjölfar
hlutafjárútboðs á vegum Ríkiskaupa. Rúm-
lega 14 milljónir til viðbótar komu frá sveit-
arfélögum, fyrirtækjum og einstaklingum á
svæðinu.
í dag eru hluthafar í Barra hf. rúmlega
130 talsins og er Félag skógarbænda á
Fljótsdalshéraði stærsti hluthafinn með
tæplega þriðjung hlutafjár en Skógræktar-
Skúli Björnsson hefur verið framkvæmda-
stjóri Barra hf. síðan á síðasta ári
FREYR 08 2006
5