Freyr - 01.08.2006, Page 6
SKÓGRÆKT
Á Melum í Fljótsdal er búið með sauðfé. Þessi rúmlega 15 ára gamli lerkiskógur skýlir bæði
húsum og búfénaði og hefur gagnast ábúendum mikið í því tilliti
félag Reykjavíkur fylgir fast á eftir með rétt
rúmlega fjórðung hlutabréfa.
Barri hf. starfar á tveimur stöðum. Skóg-
ræktarstöðin Barri er staðsett á Egilsstöð-
um og er framleiðslugeta hennar um 2,3
milljónir plantna á ári. Barri hf. leigir að-
stöðu af Skógrækt ríkisins í Hallormsstað
en þar er hægt að framleiða um 1,2 millj-
ónir plantna á ári. Framleiðslugeta Barra hf.
er því um 3,5 milljónir plantna á ári enda
um að ræða tvær uppskerur á báðum stöð-
um. Reiknað er með að heildarframleiðsla
gróðrarstöðvarinnar verði um 2,7 milljónir
plantna í ár.
Fyrri sáning hefst eftir miðjan marsmán-
uð ár hvert og er notast við lýsingu til þess
að lengja vaxtartímann. Ef þörf er á að
grisja eða prikkla er það gert tveimur til
fjórum vikum eftir sáningu. Fyrri sáningin
er tekin út úr húsi seinnihluta júnímánaðar
og ræktuninni haldið áfram á útisvæðum.
Þá eru plönturnar skyggðar til þess að
hægja á vexti þeirra og fá þær til þess að
hefja rótarvöxt. Áburðargjöf er hætt um
miðjan september. Seinni sáning hefst að
jafnaði í lok júní eða byrjun júlí og þær
plöntur eru fluttar út úr húsi seinnipart
októbermánaðar. Flestar plöntur, úr bæði
fyrri og seinni sáningu, eru hafðar undir
plasti utandyra yfir vetrarmánuðina en
framleiðsluferillinn tekur að jafnaði eitt ár
en hjá ákveðnum trjátegundum getur
hann tekið allt að þremur árum. Fram-
leiðsla á lerkiplöntum hefur verið ráðandi
þáttur í framleiðslu Barra hf. en á seinni ár-
um hefur hlutur ræktunnar á birki og greni
farið vaxandi.
Barri hf. er stærsti framleiðandi á skógar-
plöntum á íslandi og framleiðir eingöngu
fyrir þann markað. Stærstu kaupendurnir
eru landshlutabundnu skógræktarverkefnin
og landgræðsluskógar en fyrirtækið selur
einnig einstaklingum plöntur til skógrækt-
ar. Hjá fyrirtækinu starfa sex starfsmenn að
mestu allt árið en ársverkin eru tólf.
MELAR
Á Melum í Fljótsdal búa hjónin Eyjólfur Ing-
vason og Þórdís Sveinsdóttir. Þau eru skóg-
ar- og sauðfjárbændur. Þau hófu búskap á
Melum árið 1988 og girtu af 35 hektara
lands sama ár ásamt því að hefja plöntun í
það. Eyjólfur og Þórdís voru með þeim síð-
ustu sem tóku þátt í Fljótsdalsáætlun. Eyj-
ólfur vinnur að fullu við búið sem telur eitt
stöðugildi en Þórdís vinnur utan þess níu
mánuði á ári.
Árið 1990 var allt fé á Melum skorið nið-
ur vegna sauðfjárriðu. Ábúendurnir tóku fé
aftur haustið 1992 og eru í dag með tæp-
lega 400 fjár á fóðrum samhliða skógarbú-
skapnum. Um miðjan tíunda áratug síðustu
aldar girtu þau af eina 30 hektara til viðbót-
ar en skógræktargirðingarnar tvær liggja
ekki saman. Svæðið á milli þeirra nota þau
sem beitiland en einnig til upprekstrar í
sumarhaga fyrir ofan bæinn.
Hugmyndin með plöntun lerkiskóga á
landi þar sem sauðfjárrækt er stunduð
byggist á því að hægt verði að beita hinn
svokallaða Ijósa skógarbotn þegar plönt-
urnar hafa náð góðri hæð. Lerkið er eina
barrtréð sem fellir barrið yfir vetrartímann
og því veitir þessi trjátegund, umfram aðrar
plöntur, þeim plöntum sem finnast á skóg-
arbotninum nægt rými til vaxtar og við-
halds. Agnes Brá telur allar líkur á því að
hægt verði að beita skógarbotninn í eldri
skógræktargirðingunni á Melum eftir um
10 til 15 ár. Hún bendir þó réttilega á að
frekari rannsóknir vanti hérlendis á beitingu
skógarbotna því ennþá séu nytjaskógarnir
tiltölulega ungir.
Lerkiskógurinn á Melum hefur ekki náð
æskilegum aldri til þess að hægt sé að nýta
hann. Þó er skógurinn farinn að veita íbúð-
arhúsi og útihúsum verulegt skjól í norðan-
og norðaustanátt. Eyjólfur brá á það ráð í
vorhretinu síðastliðið vor að hleypa um 25
einlembum inn í skógræktargirðinguna.
Þær höfðu aðgang að graslendi til hliðar og
Hinn svokallaða Ijósa skógarbotn verður í framtíðinni hægt að beita en eins og sjá má er
gróðurþekjan mikil nú þegar
í bakkanum má sjá lindifuru sem var
sáð um viku áður en Frey bar að garði.
Lindifuran er afar viðkvæm í ræktun og oft
reynist erfitt að fá hana til þess að spíra
6
FREYR 08 2006