Freyr - 01.08.2006, Page 9
s.s. að byggja upp afþreyingu fyrir ferða-
menn eða að vísa til minjanna í gisti- og/eða
veitingarekstri.
AÐDRÁTTARAFL FORNLEIFA
Aðdráttarafl fornleifa er mikið, jafnvel þó
staðsetning þeirra og tilvist sé óljós. Leitin að
Lögbergi hefur til dæmis vakið áhuga íslend-
inga lengi. Vitundin um skipsflök í sandi eða
sjó gerir ákveðna staði áhugaverða ekki síð-
ur en það að standa í uppgröfnum rústum.
Eins og Jón Helgason komst svo fallega að
orði þá „...grunar hugann hjá grassins rót
gamalt spor eftir lítinn fót" - þennan grun
getur sett að okkur við að sjá rúst, leifar
mannvirkis, menningarlandslag sem hefur
orðið eftir - hrörnað. Spurningin er hvort
rannsóknir okkar, varðveisla og miðlun styrki
þennan grun eða hvort hún víki honum úr
huga okkar vegna annars áreitis?
Fornleifavernd rlkisins hefur m.a. með
höndum skráningu og merkingu fornleifa
og víða um land má sjá upplýsingaskilti um
fornleifar (Fornleifavernd ríkisins, 2006).
Þessi skilti eru ein leið, en þess þarf að gæta
að þau fari vel í landslagi, séu vel hirt og liggi
vel við umferð. Rústir hafa yfir sér ákveðið
yfirbragð og vekja til umhugsunar um liðna
tíð, þá íhugun og upplifun getum við dýpk-
að með því að segja gestum hvað það var
sem þarna varð að rúst.
Það gefur frásögninni gildi ef sögumað-
urinn er heimamaður sem þekkir minjastað-
inn af eigin raun og gefur gestunum innsýn
sem hvergi annars staðar er að fá. Þannig er
hægt að tengja hætti fortíð og nútíð á eft-
irminnilegan hátt. I vor gengum við vinnu-
félagarnir við Ferðamáladeild Hólaskóla á
Virkishól fyrir ofan garð á Flugumýri, I fylgd
með húsfreyjunni sem er þar fædd og upp-
alin og dóttur hennar. Þær fléttuðu saman
frásögn upp úr Sturlungu um Flugumýrar-
brennu og eigin minningum um sögustað-
inn, svöruðu spurningum um allt milli him-
ins og jarðar - einkum búskapinn í dag.
Minjarnar eru nefnilega ekki bara fortíð, við
upplifum þær í nútíðinni og það eru engir
betri I þvf en heimamenn að setja sögustað-
inn í samhengi við það sem fyrir augu ber
þar í dag.
FORNLEIFASTAÐIR
Staðir hafa ímynd, fólk hefur hugmyndir
um þá hvort sem ummerki sögunnar eru
sýnileg eða ekki. Túlkun ákveðinna hug-
mynda í skipulagi og hönnun staða er vand-
meðfarið vald. Með hönnun landslagsins,
með merkingum og fræðslu er verið að
móta hugmyndir og upplifun - að setja
mark á staðina (Timothy og Boyd, 2003).
Þetta þurfa heimamenn að hugleiða og
vera virkir þátttakendur með minjavernd-
FERÐAÞJÓNUSTA
inni í því að ákvarða hvernig þessari merk-
ingu staðanna og aðgengi að þeim er best
fyrirkomið þannig að það sé til hagsbóta
bæði fyrir heimamenn og gesti.
Það er mikils virði að sjá við nánari athug-
un á landslagi að það hefur einhvern tlma
verið vettvangur mannlífs, að það er menn-
ingarlandslag. Söguskilti, bæklingar, síma-
leiðsögn og upplýsingar á Netinu eru allt
mikilvægir þættir í að veita upplýsingar, en
upplýsingar verða þó ekki að upplifun fyrr
en einhver breytir þeim í sögu fyrir okkur.
Það eru sögurnar um staðinn, bæði tilgátur
um fortíðina og rannsóknin sem spennu-
saga, sem standa upp úr. Landið öðlast nýja
merkingu við það að skoða verk genginna
kynslóða, heyra hvernig það er nýtt og bú-
ið við það í dag. Upplifunin af staðnum
dýpkar með skilningi á því að landið býr yf-
ir leyndarmálum, sögu sem við eigum að-
eins eftir að heyra brot af.
„Landslag væri lítils virði ef það héti ekki
neitt," sagði borgarskáldið Tómas Guð-
mundsson. í upplýsingasamfélagi munu
sögur af landi keppa við dilkakjöt, möl, raf-
magn, dún og hey þegar kemur að verð-
mætasköpun byggðri á landnýtingu. Við lif-
um á tímum borgarbarnanna, á tímum þar
sem það að vita hvað landið heitir, að
þekkja það og kunna að segja sögu þess er
auðlind sem verður sífellt verðmætari.
HEIMILDIR
Alþingi (1997). Skipulags- og byggingalög
7311997. Á slóðinni: http://www.althingi.is/lag-
as/131b/1997073.html síðast skoðað 29. mars
2006.
Alþingi (2001). Þjóöminjaiög 107/2001. Á slóð-
inni: http://www.althingi.is/lag-
as/131b/2001107.html síðast skoðað 29. mars
2006.
Byggðasafn Skagfirðinga. 2006. Margt býr i
moldinni. Á slóðinni: http://www.skagafjord-
ur.is/default.asp?cat_id=406&mo-
dule_id=220&element_id=18219 síðast skoðað 5.
júlí 2006.
Fornleifavernd ríkisins. (Án ártals). Aðalsiða. Á
slóðinni: http://www.fornleifavernd.is/ síðast
skoðað 5. júlí 2006.
Forsætisráðuneyti. 2005. Kristnihátíðarsjóður.
Efni á slóðinni: http://www.forsaetisradu-
neyti.is/afgreidsla/sjodir/Kristnihatidarsjodur síð-
ast skoðað 29. mars 2006.
Flólarannsóknin. 2006. Kynning og leiðsögn á
Hólarannsókninni. Efni á slóðinni: http://hol-
ar.is/%7Efornleifar/frettir/frettirhole.htm síðast
skoðað 29. mars 2006.
Samgönguráðuneyti. 2005. Ferðamálaáætlun
2006-2015. Skýrsla á slóðinni: http://www.samg-
onguraduneyti.is/media/Skyrsla/Ferdamalaaatl-
un_2006-2015_LOKA_11_2005.doc síðast skoðað
29. mars 2006.
Timothy, D.J. og Boyd, S.W. 2003. Heritage tou-
rism. London, Prentice Flall.
Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðing-
ur segir hópi frá Falklandseyjum frá Hóla-
rannsókninni. Ljósm. Karen Donelly
Fornleifarölt á Hólum í Hjaltadal; það hefur
verið mikilvægur þáttur í Hólarannsókninni
að fræða gesti og gangandi um
fornleifarnar og rannsóknina sjálfa.
Ljósm. Sólrún Harðardóttir
Greinarhöfundur að skoða fræðsluskilti í
minjagarðinum á Hofstöðum í Garðabæ.
Ljósm. Ólafur Helgi Thorarensen
FREYR 08 2006
9