Freyr - 01.08.2006, Síða 12
SAUÐFJÁRRÆKT
arnir sem hann keppir við eru margir þræl-
öflugir kynbótahrútar. Sjálfur sá ég lamba-
hópinn undan Fróða og glæsileiki hans var
með fádæmum, einkum vöðvaþykkt bæði í
bakvöðva og lærvöðva. Fróði er undan
Krana 02-153, sem hefur vakið mikla at-
hygli undanfarin ár á þessu búi fyrir glæsi-
leg lömb frá þvf að hann var í afkvæma-
prófun á Flagalandi áður en hann kom á
stöð. Krani er sonur Leka 00-880. Fróði er
þannig samfeðra Dregli 03-947, sem þarna
er einnig að finna í töflunni. Móðurfaðir
Fróða var Blómi 96-695 en hann var ein-
mitt sá hrútur sem veitti Túla 98-858 mesta
keppni í fyrstu rannsókninni fyrir stöðvarn-
ar haustið 2000 I Holti, en féll sjálfur þá um
sumarið þannig að hann komst aldrei til
notkunar á stöðvunum. Fróðlegt verður að
fylgjast með afkvæmum Fróða á komandi
hausti þar sem hann verður, ásamt föður
sínum, I stóru rannsókninni vegna stöðv-
anna í Norður-Þingeyjarsýslu.
Tveir hrútar standa jafnir í heildareinkunn
með 158 stig. Sóði 04-162 á Mýrum II á
Heggstaðanesi sækir stærri hluta af sinum
yfirburðum (feikilega góða bakvöðvamæl-
ingar hjá lömbunum, en yfirburðir í kjöt-
matshluta eru einnig umtalsverðir. Þessi
hrútur er mikið kominn út af Hestsfé. Faðir
hans, Jarri 03-136, var sonur Lóða 00-871
og sýndi mikla yfirburði í rannsókn á búinu
haustið 2004 en í móðurlegg stendur Hörvi
92-972 mjög skammt að baki. Jafn honum
í heildareinkunn er Fríður 04-740 I Birki-
hlíð/Botni í Súgandafirði en hann sækir yf-
irburði sína jafnt í báða þætti rannsóknar-
innar. Lömbin undan honum eru feikilega
vöðvuð en um leið fitulítil þrátt fyrir mikinn
vænleika. Þessi hrútur er sonur Spaks 00-
909 en móðurfaðir hans, Hrappur 98-727,
vakti athygli fyrir glæsilega útkomu í af-
kvæmarannsókn á þessu búi haustið 2000.
í fjórða sæti er Kubbur 03-472 á Ásbjarn-
arstöðum í Stafholtstungum með 155 í
heildareinkunn og eru yfirburðirnir fyrst og
fremst fengnir úr mjög góðum niðurstöð-
um úr kjötmatshluta rannsóknarinnar, sér-
staklega fitumati. Rétt er hins vegar að taka
fram að I þessari rannsókn var ákaflega
mikill þungamunur á afkvæmahópunum í
rannsókninni og þá koma til miklar leiðrétt-
ingar á tölum sem reynslan hefur sýnt að
geta verið mjög truflandi fyrir niðurstöður.
Þessi hrútur er blendingskind þar sem á
föðurhlið stendur Spónn 94-993 að baki en
Hængur 98-848 hins vegar mjög skammt
undan á móðurhliðina.
Þá eru tveir hrútar jafnir með 151 stig og
báðum sameiginlegt að sækja mikla yfir-
burði og nokkuð jafnt í báða þætti rann-
sóknarinnar. Ég sá lambahópinn undan Ára
04-096 á Bergsstöðum á Vatnsnesi og var
glæsileiki þeirra lamba með ólíkindum,
vöðvaþykkt feikilega mikil um leið og fita
var mjög lítil hjá þessum vænu lömbum.
Rétt er að benda é að í þessari rannsókn
voru einnig afkvæmahópar undan öllum
þremur hrútum á Bergsstöðum sem teknir
voru á stöðvarnar árið 2005. Þessi fádæma
kynbótakind, Ári, er sonur Áls 00-868 en
móðurfaðir hans er Túli 98-858. Því miður
er Ári með áhættuarfgerð vegna riðuveiki
þannig að hann kemst ekki til notkunar á
stöðvunum. Glæsileiki afkvæmahópsins
undan Þétti 04-109 í Skarðaborg í Reykja-
hverfi er einnig ákaflega mikill. Þessi hrútur
er fenginn frá Reistarnesi á Sléttu og engin
tilviljunarkind þar sem faðir hans, Bart 02-
463, er sonur Leka 00-880 og móðurfaðir
hans er Otur 00-910.
Síðasti hrúturinn í þessari upptalningu er
Gibson 03-111 í Böðvarshólum í Vestur-
hópi með 150 í heildareinkunn. Þessi hrút-
ur gefur mjög vel gerð lömb með frábær-
lega hagstætt fitumat hjá gríðarlega væn-
um sláturlömbum. Hér er kollóttur hrútur á
ferð. Hann er enginn tilviljunargripur frem-
ur en kapparnir sem fjallað er um hér að
framan. Hann er fæddur gemlingslamb á
þessu fjárskiptabúi en foreldrar hans voru
báðir fengir frá Steinadal í Kollafirði og eru
samfeðra. Þau eru bæði undan þeim lands-
þekkta kynbótahrút 97-133 frá Heydalsá
sem um árabil var notaður í Steinadal og
skilaði einstökum sláturlömbum.
BLUP-KYNBÓTAMATIÐ SKILAR SÉR
( lokin er ástæða til að vekja athygli á því
hve taflan um efstu hrútana sýnir miklar
framfarir í kjötgæðum. Af hrútunum 37 í
töflunni eru 25 veturgamlir, 9 tveggja vetra
og 3 þrevetrir en engir eldri hrútar. Þegar
betur er skoðað sést einnig að þessir hrút-
ar eru nánast allir á einhvern hátt afkom-
endur þeirra hrúta sem vakið hafa mesta
athygli í rannsóknum síðustu ára og hafa
skipað sér í efstu sætin í BLUP-kynbótamat-
inu. Hér blasir því við staðfesting á því að
úrval á grundvelli þess skilar því sem til er
ætlast.
Til að tryggja áframhaldandi góðan ár-
angur á komandi árum verður aldrei of
mikil éhersla lögð á vandaða framkvæmd
rannsóknanna þannig að þær skili niður-
stöðum sem byggja má á öruggt val. Um
leið er Ijóst að huga þarf að betri úrvinnslu-
aðferðum en þær má einnig bæta með
meiri og traustari þekkingu.
Um leið er ástæða til að leggja áherslu á
að íslensk sauðfjárrækt byggir á samþætt-
ingu margra eiginleika og í ræktunarstarf-
inu þarf að huga að þeim öllum. Þannig
þurfum við ekki eingöngu að velja fyrir
þykkari vöðvum og minni fitu sláturlamb-
anna, við þurfum einnig að auka heildar-
vöðvamagnið og það gerist aðeins með því
að vænleiki lambanna aukist jafnhliða því
að vöðvaþykktin eykst.
Afurðaeiginleikar ánna, bæði frjósemi og
mjólkurlagni, eru grundvallarþættir. Von-
andi hyllir undir betri hjálpartæki til að gera
ræktunarstarf með tilliti til þeirra eiginleika
enn markvissara en verið hefur.
FREYR 08 2006