Freyr

Volume

Freyr - 01.08.2006, Page 14

Freyr - 01.08.2006, Page 14
HROSSARÆKT Mynd 2. Fjöldi þeirra eggja sem innyflaormarnir verpa og berast út með saur eykst jafnt og þétt eftir því sem líður á sumarið. í kjölfarið eykst smitmagnið á beitilandinu Mynd 3. Smithæfar dreyraormalirfur á beitilandi. Línuritið sýnir niðurstöður úr rannsókn þar sem fjöldi smithæfra lirfa á beitilandi náði hámarki síðla sumars. Á þeim árstíma fá hrossin í sig mest smit Litlir dreyraormar halda sig við þarmana. Fullvaxnir ormar eru taldir skaðlitlir en lirfur þeirra, sem búa um sig (þarmaslímhúð, geta valdið skemmdum og haft áhrif á vöxt og þrif, jafnvel þó merki þess séu ekki alltaf augljós. Fjöldi þeirra skiptir gjarnan tugum þúsunda eða meira. Dreyraormar verpa miklum fjölda eggja sem berast út með saur. ( haga klekjast ör- sméar lirfur úr eggjunum, skipta tvisvar um ham (húð) áður en þær verða smithæfar og þroskast ekki frekar nema berast ofan í hross. Hrossaspóluormur (Parascaris equorum) er stærsti ormurinn sem finnst I hrossum, oftast 20-30 sm langur, og er mjög algeng- ur I folöldum og trippum. Ormarnir halda sig í mjógöm og verpa gífurlegu magni eggja sem berast út með saur. í hverju eggi þrosk- ast smithæf lirfa. Eggin geta lifað árum sam- an í haga og í hesthúsum. Lirfa klekst úr eggi þegar það berst ofan I folald, borar sig út úr görninni, ferðast um lifur, hjarta og lungu, er að lokum hóstað upp og kyngt og verður að fullþroska ormi í görninni. Lirfur geta valdið skemmdum í líffærum og full- vaxnir ormar orsakað vanþrif og dregið úr eðlilegum vexti. Ef mjög mikið er af ormum getur görnin rifnað, sem orsakað getur dauða folalda. Hrossanjálgur (Oxyuris equi) er einkum bundinn við folöld og tryppi. Ormurinn, sem heldur sig í þörmum, er mjög algengur, en talinn fremur skaðlítill. Það háttarlag kven- kyns orma að verpa eggjum umhverfis endaþarmsop veldur kláða og hrossin nudda afturendanum við staura og þess háttar. Eggin falla af hrossinu og verða uppspretta smits I umhverfinu. Folaldaormur (Strongyloides westeri) er örgrannur, 1 sm langur ormur í mjógörn. Folöld smitast á fyrstu dögum og vikum eft- ir fæðingu. Hann hefur óvenjulegan llfsferil. Folöldin smitast einkum með móðurmjólk- inni sem inniheldur smithæfar lirfur ormsins, en geta einnig fengið í sig lirfur úr jarðvegi. Folöld verða ónæm fyrir ormunum 3-4 mán- aða gömul og ormarnir hverfa. Helstu sjúk- dómseinkenni af völdum folaldaorms eru niðurgangur, uppþornun og þyngdartap. Mynd 4. Fjöldi lítilla dreyraorma getur skipt tugum þúsunda í einu hrossi. Ljósm. Matthías Eydal Mynd 5. Bandormar geta valdið iðrakveisu. Ljósm. Matthías Eydal BANDORMUR Hrossabandormur (Anoplocephala perfoli- atá) lifir í þörmum og er mjög algengur bæði í folöldum og eldri hrossum hér á landi. Ormurinn er breiðvaxinn, stuttur og liðskiptur, um 5 sm á lengd. Egg ormsins þurfa að þroskast í millihýsli, sem eru litlir áttfætlumaurar í grasi. Lengst af var band- ormurinn talinn skaðlítill en í seinni tíð hef- ur komið I Ijós að hann getur valdið skemmdum í þörmum og átt þátt í iðra- kveisu. Það getur því verið réttlætanlegt að meðhöndla gegn bandormi en sérstök lyf þarf gegn orminum. Sum lyf, eða samsett lyf, verka bæði á þráðorma og á bandorm- inn. Val á lyfi skal ákveðið I samráði við dýralækni. Trúlega er sýkingarmagn mest að hausti og lyfjagjöf í byrjun vetrar þá heppilegasti tíminn. VARNARAÐGERÐIR Ekki er hægt að gefa algild ráð um varnir gegn ormasýkingum. Taka þarf tillit til ým- issa þátta, svo sem aldurs hrossa, árstíma, tíðarfars og beitarálags. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir hvernig lífsferli ormanna er háttað. Aðgerðir gegn ormasýkingum beinast að því að rjúfa lífsferil ormanna, bæði með skipulagðri ormalyfsgjöf og að haga beitinni þannig að ekki magnist upp ormasmit í haganum. Leggja ætti sérstaka áherslu á að halda ormasýkingum I folöld- um og trippum í skefjum því þau eru alla jafnan viðkvæmust fyrir sýkingum. 14 FREYR 08 2006

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.